Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
ÍBV
4
0
ÍA
Simon Kollerud Smidt '9 1-0
Aron Bjarnason '15 2-0
Sindri Snær Magnússon '36 3-0
Charles Vernam '82 4-0
01.05.2016  -  17:00
Hásteinsvöllur
Pepsi-deild karla 2016
Aðstæður: Frekar kalt og smá vestanátt
Dómari: Pétur Guðmundsson
Áhorfendur: 914
Maður leiksins: Aron Bjarnason
Byrjunarlið:
22. Derby Rafael Carrilloberduo (m)
Andri Ólafsson ('78)
4. Hafsteinn Briem
5. Jón Ingason
5. Avni Pepa
7. Aron Bjarnason
11. Sindri Snær Magnússon
14. Jonathan Patrick Barden
17. Sigurður Grétar Benónýsson ('46)
19. Simon Kollerud Smidt ('86)
20. Mees Junior Siers

Varamenn:
21. Halldór Páll Geirsson (m)
3. Felix Örn Friðriksson ('86)
9. Mikkel Maigaard ('78)
17. Bjarni Gunnarsson
18. Ásgeir Elíasson
33. Charles Vernam ('46)

Liðsstjórn:
Ian David Jeffs

Gul spjöld:
Jonathan Patrick Barden ('40)
Mees Junior Siers ('90)

Rauð spjöld:
@fotboltinet Gabríel Sighvatsson
Skýrslan: Skagamenn falla á fyrsta prófinu
Hvað réði úrslitum?
ÍBV var einfaldlega miklu betri aðilinn í þessum fótboltaleik. ÍA skapaði sér lítið sem ekkert á meðan Eyjamenn voru léttleikandi, beittu öflugum skyndisóknum, héldu boltanum vel og áttu þeir sigurinn fyllilega skilið.
Bestu leikmenn
1. Aron Bjarnason
Aron átti marga sprettina upp vinstri kantinn í dag. Hann skoraði mark og lagði annað upp en hann hefði hæglega getað búið til fleiri mörk.
2. Derby Rafael Carrilloberdou
Nýji markmaðurinn kemur sterkur inn í liðið hjá ÍBV. Byrjaði allflestar skyndisóknir Eyjamanna með löngu útköstunum sínum eða ekki síðri spörkum og náði meira að segja stoðsendingu með þessu móti.
Atvikið
Fyrsta mark Eyjamanna var stórbrotið. Derby Carillo átti þá langt kast fram völlinn þar sem Sindri Snær var, hann kom boltanum út á Aron Bjarna. Hann gaf boltann fyrir á Simon Smidt á fjærstönginni sem batt endahnútinn á þessa sókn með frábæru viðstöðulausu skoti í þaknetið.
Hvað þýða úrslitin?
ÍBV tyllir sér í toppsætið í bili allavegana. Þessi leikur sendir skýr skilaboð til annarra liða um að lið sem koma á Hásteinsvöll mega eiga von á erfiðum leik. Skagamenn sem voru ekki sannfærandi í dag er ennþá spurningarmerki.
Vondur dagur
Árni Snær í marki Skagamanna gat kannski lítið gert við mörkunum en að fá 4 mörk á sig er alltaf slæmt hvernig sem þú lítur á það.
Dómarinn - 5
Ekki mikið um að vera en mörg óþarfa gul spjöld fóru á loft í dag.
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
Arnar Már Guðjónsson
Ármann Smári Björnsson
Arnór Snær Guðmundsson
2. Þórður Þorsteinn Þórðarson
7. Martin Hummervoll ('63)
8. Albert Hafsteinsson
10. Jón Vilhelm Ákason ('78)
14. Ólafur Valur Valdimarsson ('63)
27. Darren Lough
32. Garðar Gunnlaugsson

Varamenn:
3. Aron Ingi Kristinsson
10. Steinar Þorsteinsson ('63)
18. Stefán Teitur Þórðarson ('78)
19. Eggert Kári Karlsson ('63)
20. Gylfi Veigar Gylfason
21. Arnór Sigurðsson

Liðsstjórn:
Páll Gísli Jónsson

Gul spjöld:
Darren Lough ('16)
Eggert Kári Karlsson ('90)

Rauð spjöld: