KR
0
0
Víkingur R.
02.05.2016  -  19:15
Alvogenvöllurinn
Pepsi-deild karla 2016
Aðstæður: Völlurinn forljótur og ekki tilbúinn. Rok og mjög kalt í veðri
Dómari: Þóroddur Hjaltalín
Áhorfendur: 1895
Byrjunarlið:
1. Stefán Logi Magnússon (m)
2. Morten Beck
4. Michael Præst
6. Gunnar Þór Gunnarsson
7. Skúli Jón Friðgeirsson
9. Hólmbert Aron Friðjónsson ('89)
11. Morten Beck Guldsmed ('80)
16. Indriði Sigurðsson
20. Denis Fazlagic
22. Óskar Örn Hauksson (f)
24. Valtýr Már Michaelsson

Varamenn:
13. Sindri Snær Jensson (m)
3. Ástbjörn Þórðarson
18. Aron Bjarki Jósepsson
20. Axel Sigurðarson ('80)
21. Atli Hrafn Andrason ('89)
29. Óliver Dagur Thorlacius

Liðsstjórn:
Pálmi Rafn Pálmason

Gul spjöld:
Denis Fazlagic ('9)

Rauð spjöld:
@ Jóhann Ingi Hafþórsson
Skýrslan: Hvasst, kalt, lélegur völlur og lélegur fótbolti
Hvað réði úrslitum?
Aðstæður í Frostaskjóli voru vægast sagt hræðilegar. Völlurinn tættur í sundur og engan vegin tilbúinn, mikill kuldi og mikill vindur. Leikurinn bar þess marki allan tímann og hvorugt liðið náði að skora. Alex Freyr Hilmarsson náði þó að koma boltanum í netið undir lokin en það var dæmt af vegna rangstæðu. Það var hins vegar rangur dómur
Bestu leikmenn
1. Dofri Snorrason
Náði oftar en einu sinni fínum upphlaupum upp kantinn og einhverjum fyrirgjöfum. Hann var ekki besti maður vallarins, hann var skárstur.
2. Morten Beck
Bakvörður KR var öruggur í vörninni og náði nokkrum sprettum fram völlinn sem enduðu oftar en ekki með ágætis fyrirgjöfum. Góður leikmaður.
Atvikið
Alex Freyr Hilmarsson skoraði mark sem var dæmt af vegna rangstöðu en við nánari athugun sést að það er rangur dómur. Risastórt atriði í leik fárra færa.
Hvað þýða úrslitin?
KR-ingar eru væntanlega ósáttir við að fá bara eitt stig á heimavelli í fyrsta leik. Víkingar voru ánægðari með þessi úrslit sem þýða þó ekki sérlega mikið á þessum tímapunkti. Bæði lið með eitt stig.
Vondur dagur
Fyrir fólk sem hefur áhuga á skemmtilegri knattspyrnu. Gary Martin sagði að hann vorkenndi stuðningsmönnum að þurfa að horfa á þetta. Segir allt sem segja þarf.
Dómarinn - 4
Þóroddur þurfti ekki að taka margar erfiðar ákvarðanir en tókst að láta þær auðveldu líta voðalega illa út oftar en einu sinni. Fullt af litlum atriðum sem hann dæmdi vitlaust. Alex Freyr Hilmarsson skoraði svo mark í seinni hálfleik sem var ranglega dæmt af.
Byrjunarlið:
1. Róbert Örn Óskarsson (m)
3. Ívar Örn Jónsson
4. Igor Taskovic
7. Alex Freyr Hilmarsson ('79)
8. Viktor Bjarki Arnarsson
9. Viktor Jónsson
10. Gary Martin
11. Dofri Snorrason
12. Halldór Smári Sigurðsson
21. Arnþór Ingi Kristinsson
22. Alan Lowing

Varamenn:
7. Erlingur Agnarsson
10. Óttar Magnús Karlsson ('79)
12. Kristófer Karl Jensson
13. Iain James Williamson
14. Bjarni Páll Runólfsson
15. Andri Rúnar Bjarnason

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Viktor Jónsson ('11)

Rauð spjöld: