Víkingur Ó.
3
0
ÍA
William Dominguez da Silva '5 1-0
Hrvoje Tokic '38 2-0
2-0 Garðar Gunnlaugsson '52 , misnotað víti
Alexis Egea '83 3-0
16.05.2016  -  20:00
Ólafsvíkurvöllur
Pepsi-deild karla 2016
Aðstæður: Gullfallegur völlur. Smá gola en annars gott veður
Dómari: Gunnar Sverrir Gunnarsson
Áhorfendur: 655
Byrjunarlið:
1. Einar Hjörleifsson (m)
Alfreð Már Hjaltalín ('68)
2. Alexis Egea
4. Egill Jónsson
6. Pape Mamadou Faye ('73)
7. Tomasz Luba
8. William Dominguez da Silva ('88)
13. Emir Dokara
15. Pontus Nordenberg
17. Hrvoje Tokic
24. Kenan Turudija

Varamenn:
30. Cristian Martínez (m)
5. Björn Pálsson ('73)
6. Óttar Ásbjörnsson ('88)
11. Gísli Eyjólfsson
12. Þórhallur Kári Knútsson ('68)
22. Vignir Snær Stefánsson

Liðsstjórn:
Kristinn Magnús Pétursson

Gul spjöld:
Emir Dokara ('75)
Pontus Nordenberg ('87)
Óttar Ásbjörnsson ('89)

Rauð spjöld:
@icelanicwonder Ármann Örn Guðbjörnsson
Skýrslan: Skagamenn jarðaðir við Ólafsvíkurkirkju
Hvað réði úrslitum?
Sóknarskipulag Víkinga og ákveðni þeirra. Skagamenn fengu fullt af færum í leiknum en nýttu þau bara alls ekki. Garðar Gunnlaugsson var arfaslakur sem og restin af sókn Skagamanna.
Bestu leikmenn
1. Einar Hjörleifsson
Sjaldgæft að lið vinni 3-0 sigur og markmaðurinn fái viðurkenningu fyrir mann leiksins en sjóarinn síkáti var einfaldlega magnaður í þessum leik. Varði frábærlega hvað eftir annað og ekki skemmdi það fyrir honum að hafa varið víti og frákastið líka.
2. William Dominguez Da Silva
Búinn að vera frábær í þeim leikjum sem hann hefur spilað í sumar. Hefur þurft að leika þrjár mismunandi stöður, kantmaður, djúpur miðjumaður og fyrir aftan strikerinn. Í dag var hann fyrir aftan strikerinn og stjórnaði miðjunni mjög vel. Tengdi saman sókn og miðju frábærlega.
Atvikið
Margir skagamenn vildu meina að boltinn hefði farið allur yfir línuna í fyrri hálfleik þegar Einar blakaði honum "af" línunni. Ég þori ekki að segja til um það þar sem ég sá það ekki nógu vel. Þetta var í stöðunni 1-0 og hefði það getað breytt mjög miklu í þessum leik.
Hvað þýða úrslitin?
Víkingar halda áfram sinni frábæru byrjun í Pepsi-deildinni. 3 sigrar úr fyrstu 4 leikjunum og eitt jafntefli þýðir að liðið er taplaust sem stendur. Það má búast við því að öll Ólafsvík haldi með KR á morgun því ef þeim tekst að sigra Stjörnuna þá verða Ólsarar í fyrsta sæti deildarinnar út vikuna.
Vondur dagur
Garðar Gunnlaugsson var ekki að leika sinn besta leik í efstu deild á Íslandi. Vítaspyrnan hjálpaði honum ekki neitt og Víkingssveitin var byrjuð að stríða honum allsvakalega í síðari hálfleik. Sungu "Útaf með Garðar, hann getur ekki neitt" í hvert sinn sem Garðar missti boltann eða hitti ekki á rammann.
Dómarinn - 7
Gunnar Sverrir var að dæma sinn fyrsta leik í efstu deild. Hann var svolítið óöruggur framanaf og fullseinn að opna bókina að mati blaðamannaskýlisins. Nokkrir leikmenn hefðu mátt fá spjald í fyrri hálfleik og það hefði getað hjálpað honum í að leggja línurnar fyrir leikinn
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
Ármann Smári Björnsson
Arnór Snær Guðmundsson
2. Þórður Þorsteinn Þórðarson
3. Aron Ingi Kristinsson
7. Martin Hummervoll ('46)
8. Albert Hafsteinsson
10. Jón Vilhelm Ákason
19. Eggert Kári Karlsson
20. Gylfi Veigar Gylfason ('46)
32. Garðar Gunnlaugsson

Varamenn:
6. Iain James Williamson ('46)
14. Ólafur Valur Valdimarsson ('46)
21. Arnór Sigurðsson
23. Ásgeir Marteinsson
25. Andri Geir Alexandersson
27. Darren Lough

Liðsstjórn:
Páll Gísli Jónsson

Gul spjöld:
Ólafur Valur Valdimarsson ('71)

Rauð spjöld: