Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
FH
2
0
Fjölnir
1-0 Viðar Ari Jónsson '3 , sjálfsmark
Steven Lennon '55 2-0
16.05.2016  -  19:15
Kaplakrikavöllur
Pepsi-deild karla 2016
Aðstæður: Völlurinn stórglæsilegur og hlýtt í veðri.
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Áhorfendur: 1809
Maður leiksins: Jonathan Hendrickx
Byrjunarlið:
1. Gunnar Nielsen (m)
Davíð Þór Viðarsson
Bjarni Þór Viðarsson ('80)
5. Bergsveinn Ólafsson
7. Steven Lennon ('79)
8. Emil Pálsson
11. Atli Guðnason
20. Kassim Doumbia
21. Böðvar Böðvarsson (f)
23. Þórarinn Ingi Valdimarsson
26. Jonathan Hendrickx ('90)

Varamenn:
6. Grétar Snær Gunnarsson ('90)
16. Hörður Ingi Gunnarsson
16. Sonni Ragnar Nattestad
18. Kristján Flóki Finnbogason ('79)
22. Jeremy Serwy
23. Brynjar Ásgeir Guðmundsson ('80)

Liðsstjórn:
Kristján Finnbogi Finnbogason

Gul spjöld:
Davíð Þór Viðarsson ('45)

Rauð spjöld:
@ Jóhann Ingi Hafþórsson
Skýrslan: Göngutúr í garðinum fyrir FH gegn Fjölni
Hvað réði úrslitum?
FH komst yfir alveg í upphafi og var nokkuð ljóst í hvað stefndi eftir það. Liðið gaf fá tækifæri á sér og sýndi einfaldlega að þeir eru með betra lið en Fjölnir.
Bestu leikmenn
1. Jonathan Hendrickx
Átti ekki sinn besta leik á móti KR í síðustu umferð en hann svaraði fyrir það í dag. Hann átti fullt af hættulegum sprettum upp vænginn sem oftar en ekki enduðu með góðum fyrirgjöfum. Átti stóran þátt í öðru marki FH.
2. Atli Guðnason
Það er hægt að segja það sama um Atla og Jonathan í sambandi við KR leikinn. Átti alls ekki sinn besta leik þar en hann var betri í dag, skapaði slatta fyrir liðið og lagði upp annað markið.
Atvikið
Sjálfsmark eftir þrjár mínútur. Þetta varð mjög erfitt fyrir Fjölni eftir það.
Hvað þýða úrslitin?
FH-ingar náðu að rífa sig upp eftir slakan leik gegn KR og eru með níu stig eftir fjóra leiki sem er fínn árangur. Þeir halda áfram sínu striki og verða í toppbaráttu í sumar, engin spurning. Fjölnir byrjaði vel og vann tvo leiki en hafa nú tapað tveim í röð. Miðjumoð framundan hjá Fjölni?
Vondur dagur
Viðar Ari Jónsson - Skoraði sjálfsmark og átti þess fyrir utan ekki sérstaklega góðan leik. Fyrirgjafirnar hans voru oftar en ekki mjög slæmar og getur hann klárlega gert mikið betur.
Dómarinn - 8
Ívar Orri Kristjánsson - Hafði algjöra stjórn á leiknum og man ég varla eftir atviki þar sem hann gerði mistök. Spjaldaði þegar það átti við og stóð sig virkilega vel. Hefði hækkað hann í einkunn, hefði leikurinn verið ögn erfiðari að dæma en það kom ekki stórt vafaatriði í hann.
Byrjunarlið:
12. Þórður Ingason (m)
Ólafur Páll Snorrason
Gunnar Már Guðmundsson
2. Mario Tadejevic
3. Daniel Ivanovski
5. Tobias Salquist
7. Viðar Ari Jónsson
8. Igor Jugovic ('48)
10. Martin Lund Pedersen ('64)
18. Marcus Solberg ('76)
29. Guðmundur Karl Guðmundsson (f)

Varamenn:
7. Birnir Snær Ingason ('64)
7. Ingibergur Kort Sigurðsson
10. Ægir Jarl Jónasson ('76)
16. Guðmundur Böðvar Guðjónsson
28. Hans Viktor Guðmundsson ('48)
33. Ísak Atli Kristjánsson

Liðsstjórn:
Steinar Örn Gunnarsson

Gul spjöld:
Tobias Salquist ('90)

Rauð spjöld: