Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
Fjölnir
2
2
Valur
Gunnar Már Guðmundsson '5 1-0
1-1 Kristinn Freyr Sigurðsson '37
1-2 Kristinn Ingi Halldórsson '51
Birnir Snær Ingason '90 2-2
24.07.2016  -  19:15
Extra völlurinn
Pepsi-deild karla 2016
Aðstæður: Rigning og lítill vindur. Alvöru aðstæður fyrir baráttuleik enda völlurinn rennblautur.
Dómari: Þóroddur Hjaltalín
Áhorfendur: 820
Byrjunarlið:
12. Þórður Ingason (m)
Ólafur Páll Snorrason
Gunnar Már Guðmundsson
2. Mario Tadejevic
5. Tobias Salquist
7. Viðar Ari Jónsson
8. Igor Jugovic
9. Þórir Guðjónsson ('61)
10. Martin Lund Pedersen ('78)
27. Ingimundur Níels Óskarsson
28. Hans Viktor Guðmundsson (f)

Varamenn:
5. Torfi Tímoteus Gunnarsson
7. Birnir Snær Ingason ('78)
10. Ægir Jarl Jónasson
16. Guðmundur Böðvar Guðjónsson
18. Marcus Solberg ('61)
29. Guðmundur Karl Guðmundsson

Liðsstjórn:
Steinar Örn Gunnarsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@ Jóhann Ingi Hafþórsson
Skýrslan: Súper-varamaðurinn Birnir Snær tryggði Fjölni stig
Hvað réði úrslitum?
Það er eins og liðunum leið illa að vera með forystuna. Fjölnir komst yfir snemma leiks með marki Gunnars Más en eftir það tók Valur öll völd á vellinum og náði að jafna. Í seinni hálfleik komst Valur svo í 2-1 en eftir þá tók Fjölnir öll völd á vellinum og náði að jafna. Sanngjarnt 2-2 jafntefli varð svo niðurstaðan.
Bestu leikmenn
1. Kristinn Freyr Sigurðsson
Kristinn Freyr jafnaði fyrir Valsmenn í fyrri hálfleik og spilaði þess fyrir utan virkilega vel. Var mjög skapandi og bjó til hættu hvað eftir annað.
2. Birnir Snær Ingason
Kom með mikinn kraft inn í lið Fjölnis eftir að hafa komið inná sem varamaður og bjó til fullt af tækifærum. Hann skoraði svo jöfnunarmarkið undir lokin með frábæru skoti. Topp innkoma.
Atvikið
Jöfnunarmark Fjölnis í blálokin. Gunnar Már lagði boltann á Birni Snæ Ingason sem kláraði stórglæsilega í bláhornið og tryggði Fjölni stig.
Hvað þýða úrslitin?
Fjölnismönnum gengur illa að halda sér í toppbaráttunni en liðið er nú fimm stigum á eftir FH eftir þrjá leiki í röð án sigurs. Valsmenn eru í 8. sæti, tíu stigum frá toppnum og verður það að teljast vonbrigði þar á bæ.
Vondur dagur
Kristian Gaarde - Hefur ekki alveg slegið í gegn eftir að hann kom til Vals. Hann byrjaði annan leikinn sinn í röð en var tekinn útaf eftir tæplega klukkutíma leik en hann sýndi ekki mikið í kvöld. Ólafur Jóhannesson verður svo að vera nefndur en hann brást illa við spurningum fréttamanns og lét hann heyra það. Þjálfarar eiga að sýna meiri klassa.
Dómarinn - 7
Þóroddur var heilt yfir góður í dag. Hann gaf aðeins eitt spjald og hafði alla stjórn á leiknum. Valsmenn vildu fá víti í fyrri hálfleik er boltinn virtist fara hendina á Gunnari Má en það hefði hugsanlega verið strangur dómur.
Byrjunarlið:
33. Anton Ari Einarsson (m)
Haukur Páll Sigurðsson ('69)
2. Andreas Albech
3. Kristian Gaarde ('59)
8. Kristinn Ingi Halldórsson
10. Kristinn Freyr Sigurðsson
11. Sigurður Egill Lárusson ('76)
13. Rasmus Christiansen
17. Andri Adolphsson
20. Orri Sigurður Ómarsson
21. Bjarni Ólafur Eiríksson

Varamenn:
1. Ingvar Þór Kale (m)
5. Sindri Björnsson ('69)
6. Daði Bergsson
9. Rolf Toft
10. Guðjón Pétur Lýðsson ('59)
22. Sveinn Aron Guðjohnsen ('76)
23. Andri Fannar Stefánsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Kristinn Freyr Sigurðsson ('84)

Rauð spjöld: