Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
ÍBV
1
0
FH
Simon Smidt '40 1-0
Kristján Flóki Finnbogason '90
28.07.2016  -  18:00
Hásteinsvöllur
Undanúrslit Borgunarbikarsins
Aðstæður: Skýjað og hægur vindur
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Áhorfendur: 1122
Byrjunarlið:
22. Derby Rafael Carrilloberduo (m)
4. Hafsteinn Briem
5. Jón Ingason (f)
5. Avni Pepa ('11)
6. Pablo Punyed
7. Aron Bjarnason
9. Mikkel Maigaard ('90)
14. Jonathan Patrick Barden
19. Simon Smidt
20. Mees Junior Siers
27. Elvar Ingi Vignisson ('75)

Varamenn:
21. Halldór Páll Geirsson (m)
3. Felix Örn Friðriksson ('11)
18. Sören Andreasen
31. Guðmundur Steinn Hafsteinsson ('75)

Liðsstjórn:
Andri Ólafsson (Þ)
Ian David Jeffs
Gunnar Heiðar Þorvaldsson

Gul spjöld:
Mees Junior Siers ('66)
Elvar Ingi Vignisson ('67)
Guðmundur Steinn Hafsteinsson ('90)

Rauð spjöld:
@fotboltinet Gabríel Sighvatsson
Skýrslan: Bikar-Smidt startar Þjóðhátíðinni með stæl
Hvað réði úrslitum?
Leikmenn ÍBV mættu sterkir til leiks eftir skellinn uppi á Skaga. Þeir voru grimmari, áræðnari og einfaldlega betri í dag. FH var í góðum möguleika allan leikinn en fóru illa með góð færi og oft á tiðum of seinir í marga bolta.
Bestu leikmenn
1. Mees Junior Siers
Var potturinn og pannan í leik ÍBV í dag. Var frábær í að verjast með liðinu og sóknirnar byrjuðu iðulega hjá honum. FH fann enga leið framhjá þessum manni í dag.
2. Simon Kollerup Smidt
Simon skoraði auðvitað markið mikilvæga sem skildi liðin að í dag. Það komu margir til greina í þetta val en Simon fær heiðurinn.
Atvikið
Simon Smidt eða Bikar-Smidt eins og hann er stundum kallaður skoraði sigurmarkið á 40. mínútu. Þá varð FH á í varnarleiknum þegar Simon gleymdist og hann refsaði þeim.
Hvað þýða úrslitin?
ÍBV er komið í úrslitaleikinn í fyrsta skiptið í rúman áratug og mæta þar Valsmönnum í hörkuleik. FH-ingar sitja eftir með sárt ennið.
Vondur dagur
Kristján Flóki Finnbogason kom inn í byrjunarliðið í stað Bjarna Þórs á síðustu stundu en hann kom ekki með kraftinn í sóknina sem vonast var eftir. Auk þess að varnarmenn ÍBV héldu honum í skefjum allan leikinn kórónaði hann kvöldið með því að láta reka sig af velli á lokamínútunum.
Dómarinn - 8
Vilhjálmur Alvar átti í nógu að snúast í dag. Oft var misræmi í dómgæslunni en hann gerði rétt í ákvörðununum sem skiptu máli. Gaf mönnum réttilega spjöld þegar við átti en var samt alltaf með stjórn á leiknum þrátt fyrir hita í mönnum. Gerði svo hárrétt í því að reka Kristján Flóka af velli í uppbótartíma fyrir heimskulegt brot.
Byrjunarlið:
1. Gunnar Nielsen (m)
Davíð Þór Viðarsson
5. Bergsveinn Ólafsson
7. Steven Lennon
8. Emil Pálsson
18. Kristján Flóki Finnbogason
20. Kassim Doumbia
21. Böðvar Böðvarsson ('56)
22. Jeremy Serwy ('68)
23. Brynjar Ásgeir Guðmundsson ('82)
23. Þórarinn Ingi Valdimarsson

Varamenn:
4. Pétur Viðarsson
6. Sam Hewson ('68)
17. Atli Viðar Björnsson ('56)
26. Jonathan Hendrickx
33. Grétar Snær Gunnarsson

Liðsstjórn:
Kristján Finnbogi Finnbogason
Bjarni Þór Viðarsson

Gul spjöld:
Kristján Flóki Finnbogason ('71)
Bergsveinn Ólafsson ('79)

Rauð spjöld:
Kristján Flóki Finnbogason ('90)