Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
FH
1
1
Grindavík
0-1 Loic Ondo '74
Björn Daníel Sverrisson '84 1-1
06.05.2012  -  19:15
Kaplakrikavöllur
Pepsi-deild karla
Dómari: Kristinn Jakobsson
Maður leiksins: Óskar Pétursson
Byrjunarlið:
Ólafur Páll Snorrason
3. Guðjón Árni Antoníusson
4. Pétur Viðarsson
10. Björn Daníel Sverrisson
11. Atli Guðnason
14. Albert Brynjar Ingason
17. Atli Viðar Björnsson
21. Guðmann Þórisson

Varamenn:
1. Róbert Örn Óskarsson (m)
16. Jón Ragnar Jónsson

Liðsstjórn:
Emil Pálsson

Gul spjöld:
Pétur Viðarsson ('73)
Atli Viðar Björnsson ('71)

Rauð spjöld:
@orvar05 Örvar Arnarsson
FH og Grindavík skildu jöfn
Það var mikil eftirvænting í Hafnarfirði fyrir fyrsta leik FH í Pepsi deild karla þegar þeir tóku á móti Grindavík. FH hafa orðið fyrir miklum missi þegar Matthías Vilhjálmsson fór utan í atvinnumennsku og eins hafa orðið miklar breytingar hjá Grindavík. Þar er kominn nýr maður í brúnna, Guðjón Þórðarson, og með honum talsverður fjöldi nýrra leikmanna.

Grindvíkingar tefldu fram sóknarsinnuðu liði í þessum fyrsta leik með Pape Mamadou Faye í fremstu víglínu og fyrir aftan þá Scott Ramsay. Í liði FH duttu tveir leikmenn úr liðinu út í upphitun, þeir Bjarki Gunnlaugsson og Hólmar Örn Rúnarsson. Vissulega blóðtaka það. Atlarnir tveir, Guðnason og Viðar Björnsson byrjuðu leikinn ásamt nýjum framherja FH, Albergi Brynjari Ingasyni.

Það voru FH sem stjórnuðu leiknum í fyrri hálfleik og áttu allnokkur hættuleg færi. Atli Guðnason virðist vera í fínu formi og var mjög skeinuhættur í sínum aðgerðum fram á við. Óskar Pétursson varði nokkrum sinnum vel frá sóknarmönnum FH. Freyr Bjarnason og Guðmann Þórisson hrundu flestum sóknartilburðum Grindavíkur og því staðan 0-0 í hálfleik.

Grindvíkingar héldu uppteknum hætti í síðari hálfleik og vörðust þétt og aftarlega á vellinum. Þegar þeir unnu boltann leituðu þeir uppi Pape Mamadou Faye og Tomi Ameobi sem lúrðu við öftustu varnarlínu FH. Pape komst til að mynda einn inn fyrir vörn FH eftir að Freyr Bjarnason rann til en góð tækling Guðmanns Þórissonar kom í veg fyrir að Pape skoraði.

Þegar leið á seinni hálfleik átti Scott Ramsey frábæra fyrirgjöf sem Gunnleifur Gunnleifsson missti af en Loic Mbang Ondo varð fyrstur til og kom boltanum í netið. Gunnleifur og Pétur Viðarsson voru æfareiðir og vildu fá dæmt brot á Tomi Ameobi sem var í teignum en Kristinn Jakobsson dæmdi markið gilt. Eftir að Grindavík komust yfir tóku FH öll völd á vellinum og það skilaði sér þegar Ólafur Páll Snorrason átti skalla í hönd Ray Anthony Jónssons og Kristinn dæmdi réttilega víti. Úr vítinu skoraði svo Björn Daníel Sverrison en góður markvörður Grindavíkur var ekki langt undan.

FH sóttu svo nær linnulaust það sem eftir lifði leiks, sköpuðu sér allnokkur færi en allt kom fyrir ekki.

Grindavík byrja því tímabilið á stigi á erfiðum útivelli. Óskar Pétursson, markvörður, var að öðrum ólöstuðum besti maður Grindavíkur í dag en vörn þeirra gulklæddu varðist vel og Ólafur Örn Bjarnason var að sama skapi sterkur í hjarta hennar.

Hjá FH mátti sjá gamalkunna takta hjá Atla Guðnasyni sem kemur vel undan vetri og að sama skapi voru Freyr Brynjarsson og Guðmann Þórisson góðir í vörninni.

Það verður forvitnilegt að sjá hvernig FH munu takast á við þau meiðsli sem hrjá liðið í næstu umferðum.


FH:Gunnleifur Gunnleifsson (M/F), Guðjón Árni Antoníusson, Freyr Bjarnason, Pétur Viðarsson (´83 Emil Pálsson), Björn Daníel Sverrisson, Atli Guðnason, Guðmann Þórisson, Atli Viðar Björnsson, Ólafur Páll Snorrason, Viktor Örn Guðmundssson, Albert Brynjar Ingason (´83 Brynjar Ásgeir Guðmundsson)

Grindavík: Óskar Pétursson (M), Loic Mbang Ondo, Ray Anthony Jónsson, Pape Mamadou Faye, Matthías Örn Friðriksson, Scott Mckenna Ramsay, Tomi Ameobi, Gavin Morrison, Ólafur Bjarnason (F), Óli Baldur Bjarnason (´85 Alex Freyr Hilmarsson), Jósef Kristinn Jósefsson

Aðstæður: Kaplakriki kemur vel undan vetri, eilítið kalt og gustur.
Dómari: Kristinn Jakobsson.
Maður leiksins: Óskar Pétursson, Grindavík



Byrjunarlið:
1. Óskar Pétursson (m)
Ray Anthony Jónsson
Óli Baldur Bjarnason
Jósef Kristinn Jósefsson
9. Matthías Örn Friðriksson
10. Scott Ramsay
11. Tomi Ameobi

Varamenn:
3. Daníel Leó Grétarsson
7. Alex Freyr Hilmarsson
8. Páll Guðmundsson
24. Björn Berg Bryde

Liðsstjórn:
Marko Valdimar Stefánsson

Gul spjöld:
Scott Ramsay ('79)

Rauð spjöld: