Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
Fjölnir
1
0
Breiðablik
Hans Viktor Guðmundsson '61 1-0
08.05.2017  -  19:15
Extra völlurinn
Pepsi-deild karla 2017
Aðstæður: Logn og skýjað
Dómari: Þóroddur Hjaltalín
Áhorfendur: 984
Byrjunarlið:
12. Þórður Ingason (m)
Gunnar Már Guðmundsson ('57)
2. Mario Tadejevic
5. Ivica Dzolan
6. Igor Taskovic ('57)
7. Birnir Snær Ingason
8. Igor Jugovic
9. Þórir Guðjónsson ('89)
20. Mees Junior Siers
27. Ingimundur Níels Óskarsson
28. Hans Viktor Guðmundsson (f)

Varamenn:
1. Jökull Blængsson (m)
5. Torfi Tímoteus Gunnarsson
7. Bojan Stefán Ljubicic
10. Ægir Jarl Jónasson ('57)
13. Anton Freyr Ársælsson ('89)
18. Marcus Solberg ('57)
26. Sigurjón Már Markússon

Liðsstjórn:
Ágúst Þór Gylfason (Þ)
Gunnar Sigurðsson
Einar Hermannsson
Eva Linda Annette Persson
Kári Arnórsson
Hildur Lilja Ágústsdóttir
Guðmundur Steinarsson

Gul spjöld:
Ingimundur Níels Óskarsson ('45)
Igor Taskovic ('49)
Igor Jugovic ('63)

Rauð spjöld:
@brynjarerluson Brynjar Ingi Erluson
Skýrslan: Hans bakaði uppskriftina að sigri
Hvað réði úrslitum?
Það var mark Hans Viktors Guðmundssonar á 61. mínútu sem réði úrslitum. Igor Jugovic skaut í bakið á Hans og þaðan fór boltinn í markið. Þéttur varnarleikur heimamanna var lykillinn að sigrinum. Þetta var klassískur baráttuleikur tveggja liða og hefði sigurinn getað dottið báðum megin.
Bestu leikmenn
1. Þórður Ingason (Fjölnir)
Hann var afar öruggur þarna aftast og sá við öllum tilraunum Blikum. Annar leikurinn sem hann heldur hreinu og líklegast ekki sá síðasti.
2. Hans Viktor Guðmundsson (Fjölnir)
Ungur en spilar eins og reynslubolti. Átti sigurmarkið, þó það hafi ekki verið fallegt og varðist afar vel í þéttri vörn Fjölnis.
Atvikið
Ég ætla að skrifa atvikið á tvöfalda skiptingu Fjölnis. Hún virkaði vel. Ægir Jarl og Marcus Solberg komu inn á meðan þeir hvíldu Taskovic og Gunnar Már.
Hvað þýða úrslitin?
Fjölnir er með hreint lak eftir tvær umferðir og fjögur stig. Þórður Ingason og vörnin er helsti styrkleiki liðsins núna en færanýtingin mætti vera betri fram á við. Blikar eru aftur á móti án stiga eftir tvær umferðir. Blikar geta þó tekið nokkra jákvæða punkta úr leiknum. Davíð Kristján Ólafsson og Viktor Örn Margeirsson voru báðir öflugir. Viktor stóð sig vel í miðverðinum og Davíð sömuleiðis í bakverðinum. Martin Lund Pedersen var hættulegur og var oft að koma sér í góðar stöður. Þórir Guðjónsson var þá hættulegastur Fjölnismanna fram á við, hélt bolta vel og erfitt að eiga við hann.
Vondur dagur
Hrvoje Tokic var ekkert sérstaklega góður í kvöld. Hann fékk nokkra sénsa en nýtti illa og þarf að koma sér í gang ef Blikar ætla sér einhverja hluti. Höskuldur kom inn í liðið en það býr miklu meira í honum en hann sýndi í Grafarvogi.
Dómarinn - 7
Frammistaðan til fyrirmyndar.
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson
4. Damir Muminovic
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Arnþór Ari Atlason
9. Hrvoje Tokic
10. Martin Lund Pedersen
11. Gísli Eyjólfsson ('77)
15. Davíð Kristján Ólafsson ('89)
21. Guðmundur Friðriksson
21. Viktor Örn Margeirsson
30. Andri Rafn Yeoman

Varamenn:
12. Elías Rafn Ólafsson (m)
11. Aron Bjarnason
13. Sólon Breki Leifsson ('89)
16. Ernir Bjarnason
18. Willum Þór Willumsson ('77)
20. Kolbeinn Þórðarson
22. Sindri Þór Ingimarsson

Liðsstjórn:
Arnar Grétarsson (Þ)
Sigurður Víðisson (Þ)
Ólafur Pétursson
Atli Örn Gunnarsson
Jón Magnússon
Marinó Önundarson
Aron Már Björnsson

Gul spjöld:
Gísli Eyjólfsson ('57)
Guðmundur Friðriksson ('74)

Rauð spjöld: