Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Grindavík
7
1
Völsungur
Will Daniels '8 1-0
Will Daniels '19 2-0
Sam Hewson '27 3-0
3-1 Eyþór Traustason '45
Will Daniels '51 4-1
Sam Hewson '53 5-1
Sam Hewson '63 6-1
Will Daniels '86 7-1
17.05.2017  -  19:15
Grindavíkurvöllur
Borgunarbikar karla
Aðstæður: Stíf norðanátt, 18-22 metrar á sekúndu á annað markið
Dómari: Halldór Breiðfjörð Jóhannsson
Byrjunarlið:
Maciej Majewski
2. Hákon Ívar Ólafsson ('58)
5. Nemanja Latinovic
6. Sam Hewson ('67)
7. Will Daniels
8. Gunnar Þorsteinsson (f)
18. Jón Ingason
24. Björn Berg Bryde ('54)
25. Aron Freyr Róbertsson
26. Sigurjón Rúnarsson
80. Alexander Veigar Þórarinsson

Varamenn:
12. Kristijan Jajalo (m)
3. Ingi Steinn Ingvarsson ('54)
3. Adam Frank Grétarsson ('67)
11. Juanma Ortiz
16. Milos Zeravica
20. Dagur Ingi Hammer Gunnarsson ('58)
27. Ólafur Ingi Jóhannsson
99. Andri Rúnar Bjarnason

Liðsstjórn:
Óli Stefán Flóventsson (Þ)
Milan Stefán Jankovic
Arnar Már Ólafsson
Guðmundur Ingi Guðmundsson
Sigurvin Ingi Árnason
Eiríkur Leifsson
Þorsteinn Magnússon

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@BjarniThorarinn Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Skýrslan: Rokleikur í Grindavík, aftur
Hvað réði úrslitum?
Grindavík er einfaldlega betri í fótbolta en Völsungur. Það sást greinilega í leiknum hvaða lið var í Pepsi-deildinni og hvaða lið var í 2. deildinni. Grindavík voru rosalega öflugir í þessum leik og var ekki vottur af vanmati að finna hjá þeim. Völsungur sýndi þó góða takta á köflum og komu kaflar þar sem liðið spilaði afar vel innan liðsins. Ef þessu leikur hefði farið fram í eðlilegum aðstæðum hefði Grindavík alltaf unnið leikinn, en aldrei svona stórt.
Bestu leikmenn
1. William Daniels
Allir leikmenn Grindavíkur áttu virkilega góðan leik í kvöld. En þetta gefur auga leið. William skoraði fjögur mörk í kvöld og hefði hæglega getað skorað fleiri.
2. Sam Hewson
Leikmaðurinn með mestu gæðin á vellinum í kvöld. Virtist vera á svona 60% tempói en var samt bestur. Var tekinn útaf snemma. Virkilega mikilvægur leikmaður í þessu Grindavíkurliði.
Atvikið
Þriðja mark Grindavíkur. Völsungur pressaði Grindavík hátt upp á völlinn og voru allir útileikmenn liðanna beggja á síðasta þriðjung vallarins á vallarhelmingi Grindavíkur. Það þurfti hins vegar ekki nema ca. 3 sendingar og allt lið Völsungs var sundurspilað. Gunnar Þorsteinsson stakk alla af og ekki er Gunnar þekktur fyrir að vera snöggur. Gunnar gerði vel og rúllaði boltanum á Sam Hewson í stað þess að skora sjálfur. Set hins vegar spurningarmerki við markið því ég held að Hewson hafi verið rangstæður.
Hvað þýða úrslitin?
Grindavík verður í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit Borgunarbikarsins. Það var rosalega gaman að horfa á ungu strákana hjá Grindavík í dag. Fjórir leikmenn voru að spila sína fyrstu leiki og þrír þeirra eru fæddir árið 2000. Sigurjón Rúnarsson spilaði allan leikinn og stóð hann sig með mikilli prýði. Dagur Ingi kom ákaflega ferskur inn á í síðari hálfleik og Ingi Steinn og Adam Frank skiluðu sínu. Verður gaman að fylgjast með þessum strákum í framtíðinni.
Vondur dagur
Mér dettur ekki til hugar að setja Völsungsliðið hér. Það er ekkert grín að ferðast alla þessa leið frá Húsavík til Grindavíkur og fá svona veður til þess að spila fótbolta. Þeir eiga stórt hrós skilið. Hefði hins vegar viljað sjá þá nýta hornin sín betur. Þeir fengu fullt af hornspyrnum og flestar þeirra voru afleitar. Hefði verið hægt að setja nokkur mörk úr þessum spyrnum í þessum vindi. Vondi dagurinn fær hins vegar norðanáttin. Lognið fer oft hratt yfir í Grindavík en aldrei hefur maður séð svona mikið rok í fótboltaleik hérna. Það var ótrúlegt að horfa á þetta og maður veltir því fyrir sér hvort það eigi yfirhöfuð að spila fótboltaleik í svona veðri. Þetta var ekki fólki bjóðandi.
Dómarinn - 7
Ekkert út á hann að setja. Stóð sig vel við erfiðar aðstæður. Leyfði leiknum að fljóta og var ekkert mikið í að stöðva hann af óþörfu. Spjöldin voru flest hver hárrétt. Reyndi ekki mikið á hann þannig séð.
Byrjunarlið:
12. Alexander Gunnar Jónasson (m)
Gunnar Sigurður Jósteinsson
Bjarki Baldvinsson ('69)
Elvar Baldvinsson
3. Freyþór Hrafn Harðarson ('65)
5. Sverrir Bartolozzi
7. Guðmundur Óli Steingrímsson
8. Eyþór Traustason
10. Ásgeir Kristjánsson
22. Sæþór Olgeirsson ('69)
27. Bergur Jónmundsson

Varamenn:
12. Snæþór Haukur Sveinbjörnsson (m)
11. Ólafur Jóhann Steingrímsson ('65)
11. Atli Barkarson
23. Halldór Mar Einarsson ('69)
24. Ágúst Þór Brynjarsson

Liðsstjórn:
Aðalsteinn Jóhann Friðriksson (Þ)
Jóhann Kristinn Gunnarsson (Þ)
Ófeigur Óskar Stefánsson
Sigurður Haukur Eiðsson

Gul spjöld:
Guðmundur Óli Steingrímsson ('14)
Bjarki Baldvinsson ('21)
Halldór Mar Einarsson ('85)

Rauð spjöld: