Grindavík
0
4
Keflavík
0-1
Frans Elvarsson
'20
0-2
Frans Elvarsson
'34
0-3
Arnór Ingvi Traustason
'38
0-4
Einar Orri Einarsson
'47
10.05.2012 - 19:15
Grindavíkurvöllur
Pepsi-deild Karla
Aðstæður: Léttur andvari og sól
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Áhorfendur: 986
Maður leiksins: Frans Elvarsson
Grindavíkurvöllur
Pepsi-deild Karla
Aðstæður: Léttur andvari og sól
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Áhorfendur: 986
Maður leiksins: Frans Elvarsson
Byrjunarlið:
1. Óskar Pétursson (m)
Jósef Kristinn Jósefsson
2. Jordan Edridge
9. Matthías Örn Friðriksson
('46)
10. Scott Ramsay
11. Tomi Ameobi
25. Alexander Magnússon
Varamenn:
Óli Baldur Bjarnason
('46)
8. Páll Guðmundsson
24. Björn Berg Bryde
Liðsstjórn:
Ray Anthony Jónsson (Þ)
Marko Valdimar Stefánsson
Gul spjöld:
Scott Ramsay ('87)
Ólafur Örn Bjarnason ('76)
Jósef Kristinn Jósefsson ('56)
Pape Mamadou Faye ('22)
Rauð spjöld:
Grindvíkingar grillaðir
Það var fátt sem benti til þess í upphafi nágrannaslags Grindavíkur og Keflavíkur að þeir tæplega þúsund áhorfendur sem lögðu leið sína á Grindavíkurvöll fengju eitthvað fyrir sinn snúð. Leikurinn var í upphafi hundleiðinlegur á að horfa og engu líkara að liðin hefðu ekki verið boðuð til leiks.
Það var svo fyrir tilstuðlan gestanna að líf færðist yfir svæðið eftir 20.mín leik. Guðmundur Steinarsson átti þá fast skot að marki Grindavíkur sem Óskar Pétursson varði út í teiginn. Varnarmönnum tókst ekki að koma boltanum í burtu og hann barst til Einars Orra leikmanns Keflavíkur. Hann lagði knöttinn snyrtilega fyrir fætur Frans Elvarssonar sem kom aðvífandi og setti tuðruna af stakri snilld neðst í hægra hornið á marki Grindvíkinga og staðan orðin 0-1 fyrir gestina úr bítlabænum.
Hafi einhverjum grunað að þetta yrði til þess að einhver leikmaður heimamanna mætti til vinnu, þá komst sá hinn sami að því fljótlega að þeir voru allir fjarverandi þetta kvöldið. Það voru þvert á móti gestirnir sem fóru nú að þjarma að drengjum Guðjóns Þórðarssonar sem aldrei fyrr. Það bar svo árangur á 34.mín og þar var Frans Elvarsson aftur á ferðinni eftir góðan undirbúning Guðmundar Steinarssonar.
Hafi menn haldið að nú legðist lognmolla yfir Keflvíkinga þá rann sú hugsun út í sandinn strax á 38.mín. Hilmar Geir átti þá, eftir flottan samleik gestanna, frábæra sendingu á Arnór Ingva sem kláraði færið með glæsilegum hætti og staðan orðin 0-3.
Það má með sanni segja að á síðustu 25 mín fyrri hálfleiks hafi ekki staðið steinn yfir steini hjá heimamönnum og því ljóst að hálfleiksræða Guðjóns þjálfara yrði vart prenthæf og börnum yngri en 16 ára meinaður aðgangur að búningsklefum og næsta nágrenni.
Guðjón gerði tvær breytingar í hálfleik þegar hann skipti þeim Ray Antony og Óla Baldri inn fyrir Matthías Örn og Gavin Morrison og ljóst að bæta ætti í sóknarþunga sem hafði verið í orlofi allann fyrrihálfleikinn.
Þessi taktík var skotin á bólakaf strax eftir tæplega tveggja mín leik í seinni hálfleik. Jóhann Birnir Guðmundsson átti þá laglega sendingu, beint úr aukaspyrnu, inn á vítateig Grindavíkur þar sem Einar Orri virtist hafa gott svæði til að stanga boltann í netið og fullkomna niðurlægingu heimamanna. Það sem eftir lifði svo leiks þá voru gestirnir frekar nær því að bæta við mörkum heldur en heimamenn að laga stöðuna.
Það er erfitt að taka einhvern einn leikmann út úr Keflavíkurliðinu sem mann leiksins en það verður á engann hallað að útnefna Frans Elvarsson. Hann skoraði ekki aðeins tvö mörk, heldur átti miðjuna gjörsamlega skuldlausa og var þar sem kóngur í ríki sínu. Einnig má minnast á stórleik "gömlu" mannanna Guðmundar Steinarssonar og Jóhanns Birnis Guðmundssonar en þeir félagar áttu báðir príðisleik og virkuðu ekki degi eldri en yngstu menn liðsins.
Dómari leiksins var Vilhjálmur Alvar Þórarinsson og átti hann þokkalegasta leik þó svo að hann eigi vonandi eftir að bæta sig þegar líður lengra inn í tímabilið.
Það var svo fyrir tilstuðlan gestanna að líf færðist yfir svæðið eftir 20.mín leik. Guðmundur Steinarsson átti þá fast skot að marki Grindavíkur sem Óskar Pétursson varði út í teiginn. Varnarmönnum tókst ekki að koma boltanum í burtu og hann barst til Einars Orra leikmanns Keflavíkur. Hann lagði knöttinn snyrtilega fyrir fætur Frans Elvarssonar sem kom aðvífandi og setti tuðruna af stakri snilld neðst í hægra hornið á marki Grindvíkinga og staðan orðin 0-1 fyrir gestina úr bítlabænum.
Hafi einhverjum grunað að þetta yrði til þess að einhver leikmaður heimamanna mætti til vinnu, þá komst sá hinn sami að því fljótlega að þeir voru allir fjarverandi þetta kvöldið. Það voru þvert á móti gestirnir sem fóru nú að þjarma að drengjum Guðjóns Þórðarssonar sem aldrei fyrr. Það bar svo árangur á 34.mín og þar var Frans Elvarsson aftur á ferðinni eftir góðan undirbúning Guðmundar Steinarssonar.
Hafi menn haldið að nú legðist lognmolla yfir Keflvíkinga þá rann sú hugsun út í sandinn strax á 38.mín. Hilmar Geir átti þá, eftir flottan samleik gestanna, frábæra sendingu á Arnór Ingva sem kláraði færið með glæsilegum hætti og staðan orðin 0-3.
Það má með sanni segja að á síðustu 25 mín fyrri hálfleiks hafi ekki staðið steinn yfir steini hjá heimamönnum og því ljóst að hálfleiksræða Guðjóns þjálfara yrði vart prenthæf og börnum yngri en 16 ára meinaður aðgangur að búningsklefum og næsta nágrenni.
Guðjón gerði tvær breytingar í hálfleik þegar hann skipti þeim Ray Antony og Óla Baldri inn fyrir Matthías Örn og Gavin Morrison og ljóst að bæta ætti í sóknarþunga sem hafði verið í orlofi allann fyrrihálfleikinn.
Þessi taktík var skotin á bólakaf strax eftir tæplega tveggja mín leik í seinni hálfleik. Jóhann Birnir Guðmundsson átti þá laglega sendingu, beint úr aukaspyrnu, inn á vítateig Grindavíkur þar sem Einar Orri virtist hafa gott svæði til að stanga boltann í netið og fullkomna niðurlægingu heimamanna. Það sem eftir lifði svo leiks þá voru gestirnir frekar nær því að bæta við mörkum heldur en heimamenn að laga stöðuna.
Það er erfitt að taka einhvern einn leikmann út úr Keflavíkurliðinu sem mann leiksins en það verður á engann hallað að útnefna Frans Elvarsson. Hann skoraði ekki aðeins tvö mörk, heldur átti miðjuna gjörsamlega skuldlausa og var þar sem kóngur í ríki sínu. Einnig má minnast á stórleik "gömlu" mannanna Guðmundar Steinarssonar og Jóhanns Birnis Guðmundssonar en þeir félagar áttu báðir príðisleik og virkuðu ekki degi eldri en yngstu menn liðsins.
Dómari leiksins var Vilhjálmur Alvar Þórarinsson og átti hann þokkalegasta leik þó svo að hann eigi vonandi eftir að bæta sig þegar líður lengra inn í tímabilið.
Byrjunarlið:
Haraldur Freyr Guðmundsson
Ómar Jóhannsson
Jóhann Birnir Guðmundsson
('72)
6. Einar Orri Einarsson
25. Frans Elvarsson (f)
Varamenn:
12. Bergsteinn Magnússon (m)
9. Daníel Gylfason
11. Bojan Stefán Ljubicic
('64)
Liðsstjórn:
Sigurbergur Elísson
Gul spjöld:
Grétar Atli Grétarsson ('44)
Rauð spjöld: