Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
Stjarnan
1
3
Þór/KA
Agla María Albertsdóttir '3 1-0
1-1 Sandra Mayor '36
1-2 Natalia Gomez '45
1-3 Hulda Ósk Jónsdóttir '60
29.05.2017  -  18:00
Samsung völlurinn
Pepsi-deild kvenna 2017
Byrjunarlið:
12. Gemma Fay (m)
4. Kim Dolstra
5. Írunn Þorbjörg Aradóttir
6. Lára Kristín Pedersen
9. Kristrún Kristjánsdóttir
9. Sigrún Ella Einarsdóttir ('74)
10. Anna María Baldursdóttir (f)
14. Donna Key Henry
17. Agla María Albertsdóttir
24. Bryndís Björnsdóttir ('80)
30. Katrín Ásbjörnsdóttir

Varamenn:
1. Berglind Hrund Jónasdóttir
7. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir
11. Guðmunda Brynja Óladóttir ('74)
16. María Eva Eyjólfsdóttir
19. Birna Jóhannsdóttir
22. Nótt Jónsdóttir

Liðsstjórn:
Ólafur Þór Guðbjörnsson (Þ)
Harpa Þorsteinsdóttir
Inga Birna Friðjónsdóttir
Þóra Björg Helgadóttir
Andrés Ellert Ólafsson
Eva Linda Annette Persson
Einar Páll Tamimi
Viktoría Valdís Guðrúnardóttir

Gul spjöld:
Agla María Albertsdóttir ('79)

Rauð spjöld:
@MistRunarsdotti Mist Rúnarsdóttir
Skýrslan: Gran juego con Þór/KA í Garðabæ
Hvað réði úrslitum?
Þór/KA er einfaldlega heitasta liðið á Íslandi í dag. Þær lentu í mótlæti strax á þriðju mínútu þegar þær fengu á sig mark á einum erfiðasta útivelli deildarinnar. Þær létu það þó ekki slá sig útaf laginu heldur sýndu þær gríðarlegan karakter, efldust við mótlætið og unnu að lokum sanngjarnan sigur sem tryggir þeim áframhaldandi veru á toppnum.
Bestu leikmenn
1. Sandra Stephany Mayor Gutierrez
Sandra Mayor átti enn einn stjörnuleikinn. Hún er ótrúleg. Skapar hættu í hvert skipti sem hún snertir boltann og er bæði dugleg að skora og leggja upp. Hún gerði hvoru tveggja í dag. Skoraði mikilvægt jöfnunarmark og átti stoðsendingu í öðru marki Þórs/KA.
2. Natalia Ines Gomez Junco Esteva
Natalia var frábær á miðjunni hjá gestunum. Hún vann varnarvinnuna vel og var mjög ógnandi sóknarlega. Skoraði 2-1 markið mikilvæga sem Þór/KA gat byggt á í síðari hálfleik og átti svo þátt í þriðja marki liðsins. Hún átti þá sláarskot úr aukaspyrnu sem Hulda Ósk fylgdi eftir.
Atvikið
Það koma upp nokkur örlagarík augnablik í leiknum. Annað mark Þórs/KA kemur á fullkomnum tíma fyrir liðið og hjálpar þeim inn í síðari hálfleikinn. Sigrún Ella fékk kjörið tækifæri til að jafna leikinn fyrir Stjörnuna snemma í síðari hálfleik en nýtti ekki færið sem hefði getað breytt leiknum. Einnig verður það að teljast til stórra tíðinda að Harpa Þorsteinsdóttir kom inná í framlínu Stjörnunnar, eitthvað sem margir hafa beðið með eftirvæntingu.
Hvað þýða úrslitin?
Þór/KA heldur áfram að skrifa sömu fyrirsagnirnar. Liðið er með fullt hús stiga í efsta sætinu. Það er ekki nóg með að liðið sé búið að vinna sjö fyrstu leiki sína heldur hafa þær líka unnið öll liðin sem spáð var í titilbaráttu. Það er engin tilviljun sem ræður því. Með sigri hefði Stjarnan getað skotist á toppinn en þær verða að halda áfram í eltingaleik. Bæði lið geta svo glaðst yfir því að hinir helstu keppinautar þeirra í Breiðablik töpuðu stigum.
Vondur dagur
Langflestir leikmenn Stjörnuliðsins áttu vondan dag og alltof margir einstaklingar langt frá sínu besta. Kim Dolstra var áberandi slök en það var helst félagi hennar í miðri Stjörnuvörninni, Anna María Baldursdóttir, sem komst þokkalega frá leiknum. Flestar aðrar langt undir pari.
Dómarinn - 7
Helgi Mikael klikkaði ekki á neinu stóru en eins og gengur og gerist komu upp minni atvik sem fólk var ekki sammála um.
Byrjunarlið:
Natalia Gomez
Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir
4. Bianca Elissa
9. Sandra Mayor
10. Sandra María Jessen (f) ('68)
10. Anna Rakel Pétursdóttir
19. Zaneta Wyne
21. Lillý Rut Hlynsdóttir
22. Hulda Ósk Jónsdóttir ('75)
24. Hulda Björg Hannesdóttir

Varamenn:
25. Sara Mjöll Jóhannsdóttir (m)
2. Rut Matthíasdóttir
8. Lára Einarsdóttir ('75)
14. Margrét Árnadóttir ('68)
18. Æsa Skúladóttir
19. Agnes Birta Stefánsdóttir ('88)

Liðsstjórn:
Halldór Jón Sigurðsson (Þ)
Andri Hjörvar Albertsson (Þ)
Ingibjörg Gyða Júlíusdóttir
Haraldur Ingólfsson
Brynhildur Brá Gunnlaugsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: