Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Grindavík
1
0
Valur
Andri Rúnar Bjarnason '50 1-0
Alexander Veigar Þórarinsson '84
28.05.2017  -  19:15
Grindavíkurvöllur
Pepsi-deild karla 2017
Aðstæður: Smá vindur, þurrt og völlurinn lítur vel út. Topp aðstæður.
Dómari: Þorvaldur Árnason
Áhorfendur: 699
Byrjunarlið:
12. Kristijan Jajalo (m)
6. Sam Hewson
7. Will Daniels ('76)
8. Gunnar Þorsteinsson (f)
9. Matthías Örn Friðriksson
16. Milos Zeravica ('83)
18. Jón Ingason
24. Björn Berg Bryde
25. Aron Freyr Róbertsson
80. Alexander Veigar Þórarinsson
99. Andri Rúnar Bjarnason ('76)

Varamenn:
2. Hákon Ívar Ólafsson ('76)
5. Nemanja Latinovic
11. Juanma Ortiz ('76)
21. Marinó Axel Helgason
23. Brynjar Ásgeir Guðmundsson ('83)
26. Sigurjón Rúnarsson

Liðsstjórn:
Óli Stefán Flóventsson (Þ)
Maciej Majewski
Guðmundur Ingi Guðmundsson
Sigurvin Ingi Árnason
Eiríkur Leifsson
Þorsteinn Magnússon
Ægir Viktorsson
Emil Daði Símonarson

Gul spjöld:
Alexander Veigar Þórarinsson ('18)
Jón Ingason ('66)

Rauð spjöld:
Alexander Veigar Þórarinsson ('84)
@BjarniThorarinn Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Skýrslan: Nýliðar Grindavíkur fyrstir til að vinna bikarmeistara Vals
Hvað réði úrslitum?
Dugnaður og skipulag tryggði Grindvíkingum þrjú stig í kvöld. Óli Stefán lagði upp leikinn frábærlega og sóknarleikur Vals átti fá svör við vörn Grindavíkur.
Bestu leikmenn
1. Gunnar Þorsteinsson
Gunnar var akkerið í gríðarlega duglegu liði Grindavíkur. Stjórnaði leik liðsins og átti stoðsendinguna í sigurmarkinu. Algjörlega frábær í þessum leik og var á fullu allan tímann.
2. Björn Berg Bryde
Átti klaufaleg mistök í fyrri hálfleik, en eftir það var hann frábær og sóknarmenn Vals komust ekki framhjá honum í seinni hálfleik. Seinni hálfleikur hans í dag var sá besti í sumar.
Atvikið
Um miðjan seinni hálfleik komst Sigurður Egill í gegnum vörn Grindavíkur en Aron Freyr elti hann uppi og braut á honum, að því virðist inn í vítateig. Þorvaldur dómari benti á punktinn en breytti svo snögglega um skoðun og dæmdi aukaspyrnu, rétt fyrir utan vítateig. Aðstoðardómarinn virðist hafa ráðið þessu. Vítaspyrna á þessum tímapunkti og mögulegt mark hjá Val hefði gjörbreytt leiknum.
Hvað þýða úrslitin?
Grindavík og Valur var spáð á ólíkan stað fyrir tímabilið. Grindavík var spáð falli en Val var spáð í titilbaráttu. Eftir fimm umferðir eru liðin hins vegar jöfn á stigum í 2. til 3. sæti. Enginn hefði getað trúað því fyrir mót. Ef Grindavík spilar líkt og þeir gerðu í dag, er ekki nokkur möguleiki á því að liðið falli úr Pepsi-deildinni.
Vondur dagur
Það var enginn sem átti einhvern arfaslakan leik í kvöld svo það er erfitt að setja einhvern í vondan dag. Þann vafasama heiður fær hins vegar Anton Ari, markvörður Vals. Anton átti flottan fyrri hálfleik og varði oft vel. Annað var hins vegar upp á teningnum í þeim síðari. Anton átti að gera töluvert betur í marki Andra Rúnars og þá virtist hann eiga erfitt með grípa boltann í seinni hálfleik. Alexander Veigar hefur einnig átt betri leiki í liði Grindavíkur en hann fékk tvö gul spjöld, og þar með rautt í kvöld.
Dómarinn - 4
Þorvaldur hefur átt betri leiki. Lína hans var frekar óljós í leiknum, en hann dæmdi oft á tíðum þegar hann þurfti ekki að dæma, og dæmdi ekki þegar hann þurfti þess. Þá benti hann á vítapunktinn er brotið var á Sigurð Egil, en breytti svo um skoðun.
Byrjunarlið:
33. Anton Ari Einarsson (m)
Haukur Páll Sigurðsson
4. Einar Karl Ingvarsson ('76)
8. Kristinn Ingi Halldórsson ('61)
10. Guðjón Pétur Lýðsson
11. Sigurður Egill Lárusson
13. Arnar Sveinn Geirsson
13. Rasmus Christiansen
20. Orri Sigurður Ómarsson
21. Bjarni Ólafur Eiríksson
22. Sveinn Aron Guðjohnsen ('76)

Varamenn:
25. Jón Freyr Eyþórsson (m)
6. Nicolaj Köhlert
9. Nicolas Bögild ('76)
12. Nikolaj Hansen ('61)
16. Dion Acoff ('76)
17. Andri Adolphsson
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson

Liðsstjórn:
Ólafur Jóhannesson (Þ)
Rajko Stanisic
Sigurbjörn Örn Hreiðarsson
Fannar Gauti Dagbjartsson
Einar Óli Þorvarðarson
Jóhannes Már Marteinsson

Gul spjöld:
Arnar Sveinn Geirsson ('30)

Rauð spjöld: