Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
Lengjudeild karla
Dalvík/Reynir
LL 3
1
ÍBV
2. deild karla
Selfoss
LL 1
0
Kormákur/Hvöt
Besta-deild karla
FH
LL 3
2
Vestri
HK
0
3
Fylkir
0-1 Emil Ásmundsson '31
0-2 Albert Brynjar Ingason '42
0-3 Emil Ásmundsson '44
28.05.2017  -  17:00
Kórinn
Inkasso deildin 1. deild karla 2017
Dómari: Elías Ingi Árnason
Byrjunarlið:
1. Andri Þór Grétarsson (m)
Bjarni Gunnarsson
4. Leifur Andri Leifsson (f)
5. Guðmundur Þór Júlíusson (f)
6. Birkir Valur Jónsson
6. Ingiberg Ólafur Jónsson
8. Ingimar Elí Hlynsson ('78)
8. Viktor Helgi Benediktsson ('68)
9. Brynjar Jónasson
10. Ásgeir Marteinsson ('78)
20. Árni Arnarson

Varamenn:
25. Arnar Freyr Ólafsson (m)
9. Atli Fannar Jónsson
14. Grétar Snær Gunnarsson ('78)
18. Hákon Þór Sófusson ('68)
19. Arian Ari Morina
23. Ágúst Freyr Hallsson ('78)
29. Reynir Már Sveinsson

Liðsstjórn:
Jóhannes Karl Guðjónsson (Þ)
Oddur Hólm Haraldsson
Hjörvar Hafliðason
Þjóðólfur Gunnarsson
Pétur Pétursson
Matthías Ragnarsson
Tómas Gunnar Tómasson

Gul spjöld:
Árni Arnarson ('70)
Guðmundur Þór Júlíusson ('94)

Rauð spjöld:
@haflidib Hafliði Breiðfjörð
Skýrslan: Frískir Fylkismenn héldu afmælisveislu í Kórnum
Hvað réði úrslitum?
Fylkir er einfaldlega með betra einstaklinga í sínu liði, leikmenn sem geta klárað leiki á stuttum tíma. Mörkin komu á 13 mínútna kafla í fyrri hálfleik. Fylkisliðið virkar frískt og með blússandi sjálfstraust, þeim líður öllum vel inni á vellinum. Félagið á 50 ára afmæli í dag og fékk verðskuldaða afmælisgjöf.
Bestu leikmenn
1. Emil Ásmundsson, Fylkir
Virkilega vinnusamur á miðjunni og fljótur að finna markið. Skoraði tvö frábær mörk með skotum fyrir utan teig, það síðara algjört gull af marki.
2. Andrés Már Jóhannesson, Fylkir
Lagði upp tvö mörk og var alltaf að finna liðsfélagana með góðum sendingum.
Atvikið
Stóra stundin í dag var þriðja mark Fylkis á 44. mínútu. Emil Ásmundsson fékk boltann frá Oddi Inga fyrir utan teig og lét vaða með viðstöðulausu skoti. Geggjað mark og eins og menn segja oft er þriðja markið mikilvægasta markið í leiknum því þarna varð ljóst að HK ætti ekki endurkomu auðið.
Hvað þýða úrslitin?
Fylkir tekur toppsætið að nýju með þessum sigri og sýna að þeir ætla að standast þær væntingar sem gerðar eru til þeirra að fara beint upp í Pepsi-deildina í haust. HK þarf ekkert að skammast sín, staðan í deildinni er fín og þeir hefðu getað komist á toppinn í dag með 2-0 sigri. En þetta er langt mót og rétt byrjað. Teljum stigin frekar þegar líður á.
Vondur dagur
Þetta var enginn draumadagur hjá Andra Þór Grétarssyni markverði HK. Þurfti að horfa á eftir boltanum í mörkunum glæsilegu hjá Emil en lét líka Albert Brynjar fífla sig í öðru markinu. Munaði líka engu að hann gæfi mark þegar hann fór út fyrir teiginn og skildi markið eftir tómt.
Dómarinn - 8
Elías Ingi átti góðan dag. Hann tæklaði þau mál sem þurfti að gera með því að ýmist ræða við menn eða beita sínu tóli, gulu spjöldunum. Jóhannes Karl þjálfari HK kvartaði yfir tæklingu Ásgeirs Eyþórssonar í öðru markinu, mér fannst tæklingin frábær, honum fannst þetta gróft brot, tveggja fóta tækling. Elías dæmdi ekkert og ég skil það vel við fyrstu sýn.
Byrjunarlið:
1. Aron Snær Friðriksson (m)
Oddur Ingi Guðmundsson
Daði Ólafsson
2. Ásgeir Eyþórsson (f)
5. Orri Sveinn Stefánsson (f)
9. Hákon Ingi Jónsson ('93)
10. Ásgeir Börkur Ásgeirsson
10. Andrés Már Jóhannesson ('73)
14. Albert Brynjar Ingason (f) ('84)
16. Emil Ásmundsson
24. Elís Rafn Björnsson

Varamenn:
4. Andri Þór Jónsson
11. Valdimar Þór Ingimundarson ('84)
11. Arnar Már Björgvinsson ('73)
23. Ari Leifsson
49. Ásgeir Örn Arnþórsson
77. Bjarki Ragnar Sturlaugsson ('93)

Liðsstjórn:
Rúnar Pálmarsson (Þ)
Ólafur Ingi Stígsson (Þ)
Helgi Sigurðsson (Þ)
Þorleifur Óskarsson (Þ)
Björn Metúsalem Aðalsteinsson
Ólafur Ingvar Guðfinnsson
Magnús Gísli Guðfinnsson
Halldór Steinsson

Gul spjöld:
Andrés Már Jóhannesson ('71)
Emil Ásmundsson ('86)
Ásgeir Börkur Ásgeirsson ('91)

Rauð spjöld: