Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
Grindavík
1
3
FH
0-1 Helena Ósk Hálfdánardóttir '2
Rilany Aguiar Da Silva '36 1-1
1-2 Guðný Árnadóttir '50
1-3 Megan Dunnigan '55
29.05.2017  -  19:15
Grindavíkurvöllur
Pepsi-deild kvenna 2017
Aðstæður: Úði og smá vindur. Hefur verið verra
Dómari: Gylfi Tryggvason
Áhorfendur: 166
Maður leiksins: Megan Dunnigan
Byrjunarlið:
1. Emma Mary Higgins (m)
3. Linda Eshun
9. Anna Þórunn Guðmundsdóttir
10. Sara Hrund Helgadóttir (f)
11. Dröfn Einarsdóttir ('58)
13. Rilany Aguiar Da Silva
16. Guðrún Bentína Frímannsdóttir
16. Ísabel Jasmín Almarsdóttir (f) ('76)
19. Carolina Mendes
22. Helga Guðrún Kristinsdóttir ('58)
26. Berglind Ósk Kristjánsdóttir

Varamenn:
5. Thaisa
7. Elena Brynjarsdóttir ('58)
8. Guðný Eva Birgisdóttir
14. Ragnhildur Nína F Albertsdóttir
17. María Sól Jakobsdóttir ('76)
20. Áslaug Gyða Birgisdóttir
24. Andra Björk Gunnarsdóttir
28. Lauren Brennan ('58)

Liðsstjórn:
Róbert Jóhann Haraldsson (Þ)
Nihad Hasecic (Þ)
Ragnheiður Árný Sigurðardóttir
Þorsteinn Magnússon
Sreten Karimanovic

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@BjarniThorarinn Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Skýrslan: Færanýtingin tryggði FH þrjú stig í Grindavík
Hvað réði úrslitum?
FH nýtti sín færi á meðan Grindavík gerði það ekki. Þetta voru tvö svipað góð lið að mætast í mikilvægum leik en munurinn á liðunum liggur í færanýtingunni. Heilt yfir fengu bæði lið ca fjögur góð marktækifæri í leiknum. FH skoraði þrjú mörk en Grindavík aðeins eitt.
Bestu leikmenn
1. Megan Dunnigan
Í skipulögðu liði FH stjórnaði Megan öllu spili liðsins á miðjunni. Innsiglaði sigur FH með þriðja markinu í kvöld með virkilega góðum skalla.
2. Bryndís Hrönn Kristinsdóttir
Heilt yfir átti varnarlína FH góðan leik í dag. Erna og Maria áttu flottan leik en Bryndís lokaði og læsti vinstri kanti Grindvíkinga algjörlega í hægri bakverðinum og var feykilega öflug, sérstaklega undir lok leiksins þegar Grindavík fór að sækja meira.
Atvikið
Mark Guðnýjar. Bentína sendi boltann aftur á Emmu markvörð en Emma var lengi að kveikja og en náði að bjarga í hornspyrnu áður en boltinn fór í hennar eigið net. Guðný tók hornspyrnuna og spyrnti boltanum bara beint inn í markið. Virkilega góð spyrna hjá henni en Emma átti að gera betur.
Hvað þýða úrslitin?
FH nær að spyrna sér frá liðunum í fallbaráttunni með sigrinum. FH er nú með helmingi fleiri stig en Grindavík sem er í 7. sæti. Fyrir tímabilið bjuggust margir við fimm hesta hlaupi í botnbaráttunni en FH ætlar sér ekkert að vera í þeim slag. Þeim líður vel um miðja deild
Vondur dagur
Emma Higgins markvörður Grindvíkinga átti ekki góðan leik í kvöld. Átti að gera betur í öðru marki FH þegar Guðný skoraði beint úr hornspyrnu. Þá átti hún nokkrar lélegar spyrnur í leiknum og heilt yfir var þetta ekki góður leikur hjá henni. Hinn markvörður liðsins, Malin Reuterwall var ekki í hópnum í dag þar sem hún fékk heilahristing á dögunum. Emma er einfaldlega ekki nægilega góð til þess að standa í markinu hjá Grindavík.
Dómarinn - 6
Ekkert út á Gylfa að setja. Leyfði leiknum að fljóta vel. Komu auðvitað atvik þar sem hann hefði getað dæmt öðruvísi, líkt og gengur og gerist. En heilt yfir fínasti leikur hjá honum
Byrjunarlið:
23. Lindsey Harris (m)
Maria Selma Haseta
Erna Guðrún Magnúsdóttir
Bryndís Hrönn Kristinsdóttir
Selma Dögg Björgvinsdóttir
4. Guðný Árnadóttir
8. Megan Dunnigan
11. Helena Ósk Hálfdánardóttir
16. Diljá Ýr Zomers
18. Caroline Murray
22. Nadía Atladóttir ('58)

Varamenn:
25. Aníta Dögg Guðmundsdóttir (m)
3. Lilja Gunnarsdóttir
5. Victoria Frances Bruce ('58)
6. Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir
14. Þorbjörg Lilja Sigmarsdóttir

Liðsstjórn:
Orri Þórðarson (Þ)
Sigmundína Sara Þorgrímsdóttir
Halla Marinósdóttir
Hafdís Erla Gunnarsdóttir
Elva Björk Ástþórsdóttir
Daði Lárusson
Hákon Atli Hallfreðsson
Tómas Gunnar Tómasson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: