Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Stjarnan
3
2
Þór/KA
Kristrún Kristjánsdóttir '3 1-0
1-1 Sandra Mayor '10
1-2 Sandra María Jessen '29
Agla María Albertsdóttir '50 2-2
Harpa Þorsteinsdóttir '85 3-2
23.06.2017  -  18:00
Samsung völlurinn
Borgunarbikar kvenna
Aðstæður: Heldur napur norðanvindur og rigning
Dómari: Bríet Bragadóttir
Áhorfendur: 124
Maður leiksins: Lára Kristín Pedersen
Byrjunarlið:
Harpa Þorsteinsdóttir
Ana Victoria Cate
1. Berglind Hrund Jónasdóttir
4. Kim Dolstra
6. Lára Kristín Pedersen
9. Kristrún Kristjánsdóttir
10. Anna María Baldursdóttir (f)
11. Guðmunda Brynja Óladóttir ('90)
17. Agla María Albertsdóttir
24. Bryndís Björnsdóttir
30. Katrín Ásbjörnsdóttir

Varamenn:
12. Gemma Fay (m)
7. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir
9. Sigrún Ella Einarsdóttir ('90)
14. Donna Key Henry
16. María Eva Eyjólfsdóttir
19. Birna Jóhannsdóttir
22. Nótt Jónsdóttir

Liðsstjórn:
Ólafur Þór Guðbjörnsson (Þ)
Helga Franklínsdóttir
Þóra Björg Helgadóttir
Andrés Ellert Ólafsson
Eva Linda Annette Persson
Einar Páll Tamimi
Viktoría Valdís Guðrúnardóttir

Gul spjöld:
Lára Kristín Pedersen ('25)

Rauð spjöld:
@LiljaValthors Lilja Dögg Valþórsdóttir
Skýrslan: Fyrsta mark Hörpu kom á ögurstundu
Hvað réði úrslitum?
Leikurinn var virkilega fjörugur og bæði lið sýndu flotta takta. Það virtist þó sem lið Stjörnunnar hafi átt meiri orku á tanknum til að klára leikinn þegar gestirnir fóru að gefa eftir síðasta hálftímann eða svo.
Bestu leikmenn
1. Lára Kristín Pedersen
Leikurinn einkenndist af baráttu á báða bóga og kannski erfitt að taka út einhverja ákveðna leikmenn sem voru betri en aðrir. Þetta var í raun virkilega góður liðssigur. En Lára Kristín var mikið í baráttunni á miðjunni í þessum leik, var föst fyrir og sýndi það hversu gott auga hún hefur fyrir spili.
2. Agla María Albertsdóttir
Agla María var frísk hjá Stjörnunni í kvöld og átti nokkra mjög góða spretti upp kantinn. Hún heldur áfram að sýna að það er engin tilviljun að hún fékk sæti í íslenska EM hópnum sem var tilkynntur í gær. Hún skoraði svo jöfnunarmarkið snemma í seinni hálfleiknum sem lagði grunninn að sigrinum.
Atvikið
Strax á 4. mínútu leiksins kom upp atvik þar sem Sandra Stephany, leikmaður Þórs/KA, virtist hrinda Kim Dolstra, leikmanni Stjörnunnar, frá sér eftir samskipti þeirra. Bríet lét duga að dæma aukaspyrnu á Stjörnuna eftir brot Kim og hafði þetta engar afleiðingar í för með sér fyrir Söndru. Það er spurning hvort að Bríet hefði betur lyft spjaldi hér, sem hefði heldur betur getað haft áhrif á leikinn. En þess utan þá verður líka að nefna sigurmarkið, fyrsta mark Hörpu á tímabilinu, sem kom á hárréttu augnabliki.
Hvað þýða úrslitin?
Það er einfalt. Stjarnan fer í undanúrslitin þar sem þær geta mætt Val, ÍBV eða Grindavík. Þór/KA detta út. Sárabótin þeirra er þó að þær geta einbeitt sér að deildinni þar sem þær eru í vænlegri stöðu.
Vondur dagur
Lið Þórs/KA hefur einungis fengið á sig 3 mörk í öllum 9 leikjum sínum í fyrri umferð Pepsideildarinnar. Þær fá svo á sig 3 mörk hér í kvöld, í einum leik. Það hlýtur að vera ákveðinn skellur þannig að þetta skrifast á varnarleik Þórs/KA í kvöld. Það verður þó að taka fram að Bryndís Lára í markinu kom algjörlega í veg fyrir að Stjarnan næði að skora fleiri mörk með mörgum virkilega frábærum vörslum.
Dómarinn - 7
Ég set spurningamerki við ákvarðanatökuna í atvikinu á 4. mínútu en fyrir utan það hafði Bríet nokkuð fín tök á þessum leik. Mikil harka var í leiknum en hún leyfði leiknum samt að fljóta nokkuð vel án þess að missa tök á honum, sem hefði allt eins getað gerst í svona fast spiluðum leik.
Byrjunarlið:
Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir
4. Bianca Elissa
8. Lára Einarsdóttir ('75)
9. Sandra Mayor
10. Sandra María Jessen (f)
10. Anna Rakel Pétursdóttir
19. Zaneta Wyne
21. Lillý Rut Hlynsdóttir
22. Hulda Ósk Jónsdóttir ('86)
24. Hulda Björg Hannesdóttir

Varamenn:
25. Sara Mjöll Jóhannsdóttir (m)
2. Rut Matthíasdóttir
3. Sara Skaptadóttir
9. Karen María Sigurgeirsdóttir
14. Margrét Árnadóttir ('86)
18. Æsa Skúladóttir
19. Agnes Birta Stefánsdóttir ('75)

Liðsstjórn:
Halldór Jón Sigurðsson (Þ)
Andri Hjörvar Albertsson (Þ)
Saga Líf Sigurðardóttir
Natalia Gomez
Einar Logi Benediktsson
Haraldur Ingólfsson
Einar Haraldsson

Gul spjöld:
Zaneta Wyne ('43)
Bianca Elissa ('53)
Sandra Mayor ('74)

Rauð spjöld: