Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Víkingur R.
2
0
Víkingur Ó.
Alex Freyr Hilmarsson '50 1-0
Alex Freyr Hilmarsson '84 2-0
26.06.2017  -  19:15
Víkingsvöllur
Pepsi-deild karla 2017
Aðstæður: Gola. Völlurinn í toppstandi
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Áhorfendur: 840
Maður leiksins: Alex Freyr Hilmarsson - Víkingur R.
Byrjunarlið:
1. Róbert Örn Óskarsson (m)
3. Ívar Örn Jónsson
5. Milos Ozegovic
7. Alex Freyr Hilmarsson
9. Ragnar Bragi Sveinsson ('66)
11. Dofri Snorrason
12. Halldór Smári Sigurðsson
21. Arnþór Ingi Kristinsson
22. Alan Lowing
23. Ivica Jovanovic ('72)
25. Vladimir Tufegdzic ('84)

Varamenn:
7. Erlingur Agnarsson ('66)
8. Viktor Bjarki Arnarsson ('84)
10. Muhammed Mert
12. Kristófer Karl Jensson
17. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
18. Örvar Eggertsson
24. Davíð Örn Atlason ('72)

Liðsstjórn:
Logi Ólafsson (Þ)
Bjarni Eggerts Guðjónsson (Þ)
Einar Ásgeirsson
Þórir Ingvarsson
Ísak Jónsson Guðmann
Hajrudin Cardaklija

Gul spjöld:
Arnþór Ingi Kristinsson ('45)
Ivica Jovanovic ('45)

Rauð spjöld:
@maggimar Magnús Már Einarsson
Skýrslan: Alex betri en Aleix í Víkingaslagnum
Hvað réði úrslitum?
Alex Freyr Hilmarsson var besti maður vallarins í dag og hann sá um markaskorun. Sóknarlotur Ólsara voru hugmyndasnauðar á meðan Víkingar voru öllu beittari og höfðu gæðin hjá Alexi til að klára leikinn í síðari hálfleik. Til þess fengu þeir þó hjálp frá varnarmönnum og markverði Ólafsvíkinga.
Bestu leikmenn
1. Alex Freyr Hilmarsson - Víkingur R.
Skoraði bæði mörkin og var sá sem ógnaði mest hjá Víkingi Reykjavík.
2. Ívar Örn Jónsson - Víkingur R.
Öflugur í vinstri bakverðinum og kórónaði leik sinn með stoðsendingu á Alex í síðara markinu.
Atvikið
Fyrri hálfleikurinn var mjög tíðindalítill og ljóst var að fyrsta markið myndi skipta sköpun í leiknum. Það gerði Alex Freyr með skoti beint úr aukaspyrnu. Ólsarar naga sig í handarbökin yfir vandræðaganginum í aðdraganda hennar.
Hvað þýða úrslitin?
Víkingur Reykjavík er í fjórða sæti deildarinnar eftir að hafa náð í ellefu stig í fimm leikjum undir stjórn Loga Ólafssonar. Fjör í Fossvogi þessa dagana. Fjörið er minna í Ólafsvík en Víkingarnir þar sitja á botninum með sjö stig.
Vondur dagur
Ejub lét varnarmenn sína heyra það í viðtali eftir leik fyrir einbeitingarleysi. Spænsku félagarnir Aleix Egea og Cristian Martinez gerðu báðir afdrífarík mistök í fyrsta markinu. Markið kom eftir röð mistaka en Alex Freyr skoraði eftir að Aleix braut klaufalega af sér í vörninni þegar boltinn var farinn framhjá honum. Cristian átti síðan að verja aukaspyrnuna þar sem hún var í markmannshornið.
Dómarinn - 7.5
Nokkuð þægilegur dagur á skrifstofunni hjá Helga. Undir lok fyrri hálfleiks sauð allt upp úr en Helgi náði að róa menn. Hann veifaði þá þremur gulum spjöldum á þá sem voru æstastir.
Byrjunarlið:
30. Cristian Martínez (m)
Alfreð Már Hjaltalín
2. Alexis Egea ('68)
2. Ignacio Heras Anglada
7. Tomasz Luba
9. Guðmundur Steinn Hafsteinsson
10. Kwame Quee
13. Emir Dokara
23. Gunnlaugur Hlynur Birgisson
25. Þorsteinn Már Ragnarsson
32. Eric Kwakwa

Varamenn:
12. Konráð Ragnarsson (m)
4. Egill Jónsson
5. Hörður Ingi Gunnarsson
6. Pape Mamadou Faye ('68)
22. Vignir Snær Stefánsson

Liðsstjórn:
Ejub Purisevic (Þ)
Gunnsteinn Sigurðsson
Antonio Maria Ferrao Grave
Jónas Gestur Jónasson
Suad Begic
Einar Magnús Gunnlaugsson
Þorsteinn Haukur Harðarson

Gul spjöld:
Alexis Egea ('37)
Tomasz Luba ('45)
Kwame Quee ('76)

Rauð spjöld: