KR
0
2
ÍBV
0-1 Cloé Lacasse '25
0-2 Cloé Lacasse '88
27.06.2017  -  18:00
Alvogenvöllurinn
Pepsi-deild kvenna 2017
Dómari: Arnar Þór Stefánsson
Maður leiksins: Cloé Lacasse
Byrjunarlið:
29. Ingibjörg Valgeirsdóttir (m)
Hugrún Lilja Ólafsdóttir
Anna Birna Þorvarðardóttir ('72)
Hólmfríður Magnúsdóttir
3. Ingunn Haraldsdóttir (f) ('60)
4. Guðrún Karítas Sigurðardóttir
11. Ásdís Karen Halldórsdóttir
18. Guðrún Gyða Haralz ('54)
20. Þórunn Helga Jónsdóttir
21. Mist Þormóðsdóttir Grönvold
24. Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir

Varamenn:
1. Hrafnhildur Agnarsdóttir (m)
8. Sara Lissy Chontosh ('60)
8. Katrín Ómarsdóttir
17. Jóhanna K Sigurþórsdóttir

Liðsstjórn:
Alexandre Fernandez Massot (Þ)
Margrét María Hólmarsdóttir
Sigríður María S Sigurðardóttir
Elísabet Guðmundsdóttir
Guðlaug Jónsdóttir
Sædís Magnúsdóttir
Harpa Karen Antonsdóttir
Henrik Bödker

Gul spjöld:
Þórunn Helga Jónsdóttir ('84)

Rauð spjöld:
@MistRunarsdotti Mist Rúnarsdóttir
Skýrslan: Cloé kláraði KR
Hvað réði úrslitum?
Cloé Lacasse var munurinn á liðunum í dag. Þetta var hörkuleikur tveggja vel skipulagðra liða sem áttu bæði sína kafla í leiknum. Cloé nýtti þau tækifæri sem hún fékk þegar hún losnaði úr gjörgæslu varnarmanna KR og skoraði bæði mörk ÍBV. Fyrst í fyrri hálfleik og síðan örstuttu fyrir leikslok. Ótrúlegur leikmaður!
Bestu leikmenn
1. Cloé Lacasse
Þessi magnaði leikmaður hefur oft verið meira í boltanum í dag en hún er alltaf ógnandi og klár í að refsa andstæðingunum. Var munurinn á liðunum í dag og skoraði bæði mörk ÍBV.
2. Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir
Ólína var að leika fjórða deildarleik sinn með KR í sumar og hún styrkir liðið gríðarlega. Kemur inn með reynslu og flott hugarfar. Var hrikalega öflug í hægri bakverðinum í kvöld, bæði í vörn og sókn.
Atvikið
Fyrra mark ÍBV kom eftir 25 mínútna leik. Fram að markinu hafði KR-liðið verið líklegra og haft góðar gætur á Cloé. Það var því eins og blaut tuska framan í KR-liðið þegar Cloé vann kapphlaupið um langa sendingu Katie Kreautner og skoraði framhjá Ingibjörgu í marki KR.
Hvað þýða úrslitin?
Staðan í deildinni er óbreytt nema hvað að Stjarnan, Breiðablik og ÍBV komast skrefi nær í eltingaleiknum við Þór/KA sem tapaði stigum í kvöld. KR-ingar eru enn í 7. sæti með 6 stig.
Vondur dagur
Sigríður María kom inná sem varamaður hjá KR í síðari hálfleik. Hún var bara búin að vera inná í örfáar mínútur þegar hún fékk sannkallað dauðafæri til að jafna leikinn fyrir þær röndóttu. Hún lét Adelaide hinsvegar verja frá sér en þarna hefði leikurinn getað gjörbreyst. Svekkjandi fyrir KR og Siggu Mæju sem átti að öðru leyti fínan leik.
Dómarinn - 7
Arnar Þór hafði góð tök á leiknum og dæmdi hann heilt yfir vel. Ekkert yfir honum eða hans mönnum að kvarta.
Byrjunarlið:
1. Adelaide Anne Gay (m)
2. Sóley Guðmundsdóttir (f)
3. Júlíana Sveinsdóttir ('64)
4. Caroline Van Slambrouck
6. Sesselja Líf Valgeirsdóttir
7. Rut Kristjánsdóttir
9. Kristín Erna Sigurlásdóttir ('86)
11. Sigríður Lára Garðarsdóttir
15. Adrienne Jordan
20. Cloé Lacasse
22. Katie Kraeutner ('75)

Varamenn:
10. Clara Sigurðardóttir ('75)
16. Linda Björk Brynjarsdóttir ('86)
19. Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir ('64)

Liðsstjórn:
Ian David Jeffs (Þ)
Sigríður Sæland Óðinsdóttir
Jón Ólafur Daníelsson
Óskar Rúnarsson
Helgi Þór Arason
Kristján Yngvi Karlsson
Dean Sibons

Gul spjöld:

Rauð spjöld: