Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Fjölnir
4
0
Grindavík
Linus Olsson '2 1-0
Gunnar Már Guðmundsson '32 2-0
Þórir Guðjónsson '48 3-0
Þórir Guðjónsson '66 4-0
4-0 Andri Rúnar Bjarnason '79 , misnotað víti
17.07.2017  -  19:15
Extra völlurinn
Pepsi-deild karla 2017
Aðstæður: Smá vindur en annars ljómandi góðar aðstæður
Dómari: Erlendur Eiríksson
Áhorfendur: 854
Maður leiksins: Þórir Guðjónsson
Byrjunarlið:
12. Þórður Ingason (m)
Gunnar Már Guðmundsson ('84)
2. Mario Tadejevic
5. Torfi Tímoteus Gunnarsson
7. Birnir Snær Ingason ('67)
9. Þórir Guðjónsson
10. Ægir Jarl Jónasson
15. Linus Olsson ('75)
18. Marcus Solberg
20. Mees Junior Siers
28. Hans Viktor Guðmundsson (f)

Varamenn:
1. Jökull Blængsson (m)
7. Ingibergur Kort Sigurðsson ('75)
7. Bojan Stefán Ljubicic ('84)
8. Igor Jugovic ('67)
13. Anton Freyr Ársælsson
26. Sigurjón Már Markússon
27. Ingimundur Níels Óskarsson

Liðsstjórn:
Ágúst Þór Gylfason (Þ)
Gunnar Sigurðsson
Einar Hermannsson
Gestur Þór Arnarson
Kári Arnórsson
Guðmundur Steinarsson
Andri Roland Ford

Gul spjöld:
Þórir Guðjónsson ('81)
Hans Viktor Guðmundsson ('82)

Rauð spjöld:
@BjarniThorarinn Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Skýrslan: Göngutúr í garðinum hjá Fjölni gegn Grindavík
Hvað réði úrslitum?
Það var ekki að sjá að hér var botnliðið að mæta liðinu úr 2. sæti. Svo fór hins vegar að botnlið Fjölnis slátraði spútnikliði Grindavíkur. Fjölnir var einfaldlega betri á öllum sviðum knattspyrnunnar í kvöld og áttu sigurinn svo sannarlega skilið. Grindavík réði ekkert við hraðan sóknarleik Fjölnis og þá var viljinn til þess að vinna þennan fótboltaleik allur Fjölnismeginn.
Bestu leikmenn
1. Þórir Guðjónsson
Þegar Þórir fékk boltann þá var hætta. Var sífellt ógnandi og vörn Grindavíkur réði lítið við hann. Skoraði tvö góð mörk og hefði getað skorað fleiri.
2. Hans Viktor Guðmundsson
Hér er hægt að velja marga leikmenn, eins og Marcus Solberg, Gunnar Má, Ægir Jarl og Þórð. Hans Viktor fær hins vegar þetta pláss því hann steig vart feilspor í öllum leiknum og er líklega enn að leita að Andra Rúnari úr vasanum sínum. Fáir varnarmenn hafa náð að stöðva Andra Rúnar en Hans Viktor gerði það svo sannarlega í kvöld og var frábær.
Atvikið
Vítaspyrnudómurinn í seinni hálfleik og vítaspyrnan í kjölfarið. Andri Rúnar komst einn í gegn eftir frábæra sendingu frá Gunnar Þorsteinssyni en Þórður Ingason gerði virkilega vel og varði frá Andra. Markahrókurinn náði hins vegar boltanum aftur og lék á Þórð og sýndist mér það vera Þórður sem braut á Andra. Einhverjir dómarar hefðu líklega ekki dæmt víti á þetta en Andri fiskaði þetta og féll nokkuð auðveldlega. 50/50 dómur. Andri steig sjálfur á punktinn en Þórður varði virkilega vel. Saga leiksins hjá Grindavík í kvöld. Það gekk ekkert upp.
Hvað þýða úrslitin?
Þrátt fyrir afleitan leik er Grindavík enn í öðru sæti deildarinnar, og eru meira að segja þremur stigum á undan Stjörnunni. Þeir geta því litið á björtu hliðarnar, því vinni þeir Stjörnuna í næsta leik er staðan orðin ansi flott hjá þeim. Fjölnismenn geta verið hoppandi kátir með kvöldið. Skora fjögur mörk eftir að hafa átt í erfiðleikum með að skora í sumar og halda hreinu. Ekki nóg með það þá skaust liðið upp úr botnsætinu upp í það áttunda! Gott dagsverk hjá Fjölni.
Vondur dagur
Hvar á ég að byrja? Auðvelt er að henda öllu Grindavíkurliðinu hingað en það voru ekki allir leikmenn liðsins sem voru arfaslakir. Þeir voru hins vegar nokkrir sem voru slakir. Jajalo í markinu hefur verið frábær í sumar en hann vill líklega gleyma þessum leik sem fyrst. Björn Berg Bryde átti afleitan leik í þær fáu mínútur sem hann spilaði en hann fór útaf vegna meiðsla á 26. mínútu. Félagar hans í vörninni áttu ekki heldur góðan dag, þeir Matthías Örn og Jón Ingason. Slakastir í dag hjá Grindavík voru hins vegar þeir sem liðið treystir hvað mest á að eigi góðan leik, þeir Alexander Veigar og Andri Rúnar. Það gekk ekki neitt upp hjá þeim í dag.
Dómarinn - 6
Ágætis leikur hjá Erlendi. Missti sig aðeins í spjöldunum undir lokin þegar hann hefði alveg mátt sleppa þeim en leyfði leiknum annars að fljóta vel.
Byrjunarlið:
12. Kristijan Jajalo (m)
Marinó Axel Helgason
6. Sam Hewson
7. Will Daniels ('58)
8. Gunnar Þorsteinsson (f)
9. Matthías Örn Friðriksson
16. Milos Zeravica
18. Jón Ingason
24. Björn Berg Bryde ('26)
80. Alexander Veigar Þórarinsson ('87)
99. Andri Rúnar Bjarnason

Varamenn:
12. Ástþór Andri Valtýsson (m)
5. Nemanja Latinovic ('87)
20. Dagur Ingi Hammer Gunnarsson
23. Brynjar Ásgeir Guðmundsson ('26)
25. Aron Freyr Róbertsson ('58)
26. Sigurjón Rúnarsson
33. Sigurður Bjartur Hallsson

Liðsstjórn:
Óli Stefán Flóventsson (Þ)
Milan Stefán Jankovic
Arnar Már Ólafsson
Guðmundur Ingi Guðmundsson
Þorsteinn Magnússon
Einar Haraldsson

Gul spjöld:
Jón Ingason ('85)

Rauð spjöld: