Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Fjölnir
2
1
ÍBV
Þórir Guðjónsson '47 1-0
1-1 Gunnar Heiðar Þorvaldsson '58
Ingimundur Níels Óskarsson '84 2-1
23.07.2017  -  17:00
Extra völlurinn
Pepsi-deild karla 2017
Aðstæður: Völlurinn flottur og stillt veður
Dómari: Þóroddur Hjaltalín
Áhorfendur: 561
Maður leiksins: Gunnar Heiðar Þorvaldsson (ÍBV)
Byrjunarlið:
12. Þórður Ingason (m)
2. Mario Tadejevic
5. Torfi Tímoteus Gunnarsson
7. Birnir Snær Ingason ('71)
8. Igor Jugovic ('71)
9. Þórir Guðjónsson
10. Ægir Jarl Jónasson
15. Linus Olsson
18. Marcus Solberg ('88)
20. Mees Junior Siers
28. Hans Viktor Guðmundsson (f)

Varamenn:
1. Jökull Blængsson (m)
5. Ivica Dzolan ('88)
7. Ingibergur Kort Sigurðsson
7. Bojan Stefán Ljubicic
13. Anton Freyr Ársælsson
27. Ingimundur Níels Óskarsson ('71)

Liðsstjórn:
Ágúst Þór Gylfason (Þ)
Gunnar Sigurðsson
Gunnar Már Guðmundsson
Einar Hermannsson
Gestur Þór Arnarson
Kári Arnórsson
Guðmundur Steinarsson
Andri Roland Ford

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@maggimar Magnús Már Einarsson
Skýrslan: Fjölnismenn fjarlægjast fallsvæðið
Hvað réði úrslitum?
Fjölnismenn refsuðu ÍBV í tvígang fyrir slæman varnarleik. Í fyrra markinu skoppaði boltinn í teignum eftir langt innkast og í því síðari opnaðist miðjan algjörlega fyrir Ingimund Níels sem þakkaði fyrir sig. Undir lok leiksins sóttu Eyjamenn stíft en varnarmúr Fjölnis hélt og Grafarvogsliðið landaði stigunum þremur þátt fyrir að hafa oft spilað betur.
Bestu leikmenn
1. Gunnar Heiðar Þorvaldsson (ÍBV)
Ekki oft sem maður leiksins kemur úr tapliði en Gunnar var mjög góður í dag. Skoraði markið og skilaði bolta vel frá sér.
2. Hans Viktor Guðmundsson (Fjölnir)
Hélt Eyjamönnum vel í skefjum lengst af í leiknum og hjálpaði Fjölni að standa af sér storminn í lok leiks.
Atvikið
Reynsluboltarnir Gunnar Már Guðmundsson og Ingimundur Níels Óskarsson spiluðu síðustu tuttugu mínúturnar og sá síðarnefndi skoraði sigurmarkið með laglegu skoti fyrir utan vítateig. Ingimundur fékk flugbraut upp að teignum og hann nýtti það vel.
Hvað þýða úrslitin?
Fjölnismenn eru komnir með 15 stig í 7. sæti, einungis viku eftir að þeir sátu í botnsætinu. Tveir sigrar í röð geta breytt öllu í þessari jöfnu Pepsi-deild. Fjölnir er nú fjórum stigum á undan ÍBV sem er í 11. sætinu með 11 stig.
Vondur dagur
Shahab Zahedi Tabar, frá Íran, lék sinn fyrsta leik í framlínu ÍBV. Hann gerði lítið á þeim 54 mínútum sem hann spilaði og sóknarleikur eyjamanna var mun betri eftir að hann fór af velli. Ekki góð frumraun. Derby Carillo fékk aftur sénsinn í marki ÍBV en fór meiddur af velli í fyrri hálfleik. Einnig vondur dagur fyrir hann.
Dómarinn - 7.5
Þórddur hefði átt að spjalda Gunnar Má eftir læti í síðari hálfleiknum. Annars fín frammistaða í leik sem var frekar þægilegt að dæma.
Byrjunarlið:
22. Derby Rafael Carrilloberduo (m) ('22)
Matt Garner
Gunnar Heiðar Þorvaldsson
3. Felix Örn Friðriksson
4. Hafsteinn Briem
6. Pablo Punyed
10. Shahab Zahedi ('54)
11. Sindri Snær Magnússon
12. Jónas Þór Næs
19. Arnór Gauti Ragnarsson ('73)
24. Óskar Elías Zoega Óskarsson

Varamenn:
21. Halldór Páll Geirsson (m) ('22)
2. Sigurður Arnar Magnússon
7. Kaj Leo í Bartalsstovu ('73)
9. Mikkel Maigaard ('54)
14. Renato Punyed Dubon
16. Viktor Adebahr
17. Sigurður Grétar Benónýsson

Liðsstjórn:
Andri Ólafsson (Þ)
Kristján Guðmundsson (Þ)
Kristján Yngvi Karlsson
Jóhann Sveinn Sveinsson
Magnús Birkir Hilmarsson

Gul spjöld:
Jónas Þór Næs ('80)

Rauð spjöld: