Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Stjarnan
2
2
ÍBV
0-1 Kristín Erna Sigurlásdóttir '45
Katrín Ásbjörnsdóttir '53 1-1
Katrín Ásbjörnsdóttir '74 , víti 2-1
2-2 Sigríður Lára Garðarsdóttir '89 , víti
10.08.2017  -  18:00
Samsung völlurinn
Pepsi-deild kvenna 2017
Maður leiksins: Katrín Ásbjörnsdóttir
Byrjunarlið:
12. Gemma Fay (m)
Ana Victoria Cate
4. Kim Dolstra
5. Lorina White
6. Lára Kristín Pedersen
9. Kristrún Kristjánsdóttir
10. Anna María Baldursdóttir (f)
11. Guðmunda Brynja Óladóttir ('75)
14. Donna Key Henry
17. Agla María Albertsdóttir ('90)
30. Katrín Ásbjörnsdóttir ('86)

Varamenn:
1. Berglind Hrund Jónasdóttir
7. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir
15. Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir
16. María Eva Eyjólfsdóttir
19. Birna Jóhannsdóttir
24. Bryndís Björnsdóttir ('90)

Liðsstjórn:
Ólafur Þór Guðbjörnsson (Þ)
Harpa Þorsteinsdóttir
Helga Franklínsdóttir
Þóra Björg Helgadóttir
Eva Linda Annette Persson
Einar Páll Tamimi
Jón Þór Brandsson
Viktoría Valdís Guðrúnardóttir

Gul spjöld:
Kim Dolstra ('36)

Rauð spjöld:
@MistRunarsdotti Mist Rúnarsdóttir
Skýrslan: Stjörnunni og ÍBV mistókst að saxa á forskot toppliðsins
Hvað réði úrslitum?
Leikurinn var nokkuð jafn frá upphafi til enda og úrslitin því líklega sanngjörn er upp er staðið. Stjarnan var meira með boltann en báðum liðum gekk illa að skapa sér opin marktækifæri. Liðin þekkja hvort annað út og inn og það vantaði þennan svokallaða "X-factor" til að koma andstæðingnum í opna skjöldu og fá meira út úr leiknum.
Bestu leikmenn
1. Katrín Ásbjörnsdóttir
Fyrirliðinn átti góðan leik fyrir Stjörnuna, sérstaklega í síðari hálfleik. Hún kom að báðum mörkum liðsins og lagði upp dauðafæri fyrir Hörpu Þorsteins á lokamínútunum sem hefði oftar en ekki steinlegið.
2. Sigríður Lára Garðarsdóttir
Sísí kemur fersk heim af EM eins og Katrín. Hún varð meira áberandi í seinni hálfleik og sýndi mikil gæði og yfirvegun upp við mark andstæðinganna. Eitthvað sem Sísí hefur bætt sig mikið í. Þær Donna Key hjá Stjörnunni og Caroline Van Slambrouck hjá ÍBV áttu einnig fína leiki fyrir sín lið.
Atvikið
Það eru tveir risa vendipunktar á lokamínútum leiksins. Sá fyrri þegar Harpa klikkar á dauðfæri þegar hún hefði getað komið Stjörnunni í 3-1. Sá seinni vítaspyrnan sem ÍBV skorar jöfnunarmarkið úr. Það var aðeins rifist um hvort Kim Dolstra hafi handleikið boltann innan eða utan teigs en dómarinn var viss í sinni sök og benti á punktinn.
Hvað þýða úrslitin?
Bæði lið eru eflaust hundfúl með að ná ekki sigri á sama tíma og Þór/KA missteig sig fyrir norðan. Jafntefli þýðir óbreytt staða en sigur annars hvors liðsins hefði heldur betur getað hleypt lífi í toppbaráttuna.
Vondur dagur
Stjörnukonurnar Guðmunda Brynja og Kim Dolstra deila þessum vafasama titli. Gumma komst aldrei almennilega í takt við leikinn og tók undarlegar ákvarðanir oft á tíðum. Kim Dolstra var mjög góð fyrsta hálftímann í leiknum en missti svo dampinn og leit illa út á köflum. Endar svo á að fá dæmda á sig rándýra vítaspyrnu á lokamínútunum.
Dómarinn - 7
Nú er vont að hafa ekki endursýningarnar. Heilt yfir fínasta dómgæsla hjá Andra og co. en spurning hvort að fyrra mark Kristínar Ernu hafi átt að standa og spurning með vítaspyrnudóminn í lokin. Gefum okkur að tríóið hafi verið með þetta rétt.
Byrjunarlið:
1. Adelaide Anne Gay (m)
2. Sóley Guðmundsdóttir (f)
4. Caroline Van Slambrouck
6. Sesselja Líf Valgeirsdóttir ('80)
7. Rut Kristjánsdóttir ('86)
9. Kristín Erna Sigurlásdóttir
11. Sigríður Lára Garðarsdóttir
15. Adrienne Jordan
19. Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir
20. Cloé Lacasse
22. Katie Kraeutner

Varamenn:
3. Júlíana Sveinsdóttir ('86)
10. Clara Sigurðardóttir ('80)
14. Díana Helga Guðjónsdóttir
16. Linda Björk Brynjarsdóttir
18. Margrét Íris Einarsdóttir

Liðsstjórn:
Ian David Jeffs (Þ)
Sigríður Sæland Óðinsdóttir
Jón Ólafur Daníelsson
Óskar Rúnarsson
Helgi Þór Arason
Dean Sibons

Gul spjöld:

Rauð spjöld: