Valur
2
0
Breiðablik
Hlín Eiríksdóttir
'14
1-0
Elín Metta Jensen
'75
2-0
10.08.2017 - 19:15
Valsvöllur
Pepsi-deild kvenna 2017
Dómari: Elías Ingi Árnason
Maður leiksins: Elín Metta Jensen
Valsvöllur
Pepsi-deild kvenna 2017
Dómari: Elías Ingi Árnason
Maður leiksins: Elín Metta Jensen
Byrjunarlið:
12. Sandra Sigurðardóttir (m)
3. Pála Marie Einarsdóttir
4. Arna Sif Ásgrímsdóttir
5. Ariana Calderon
('89)
8. Laufey Björnsdóttir
10. Elín Metta Jensen
14. Hlín Eiríksdóttir
17. Thelma Björk Einarsdóttir
('83)
26. Stefanía Ragnarsdóttir
31. Vesna Elísa Smiljkovic
('79)
40. Málfríður Erna Sigurðardóttir
Varamenn:
12. Bryndís Gunnarsdóttir (m)
2. Hlíf Hauksdóttir
('89)
5. Hrafnhildur Hauksdóttir
('83)
9. Margrét Lára Viðarsdóttir
13. Anisa Raquel Guajardo
('79)
16. Ísabella Anna Húbertsdóttir
20. Hallgerður Kristjánsdóttir
27. Hanna Kallmaier
Liðsstjórn:
Úlfur Blandon (Þ)
Ásta Árnadóttir
Kristín Ýr Bjarnadóttir
Rajko Stanisic
Thelma Guðrún Jónsdóttir
Jón Stefán Jónsson
Gul spjöld:
Elín Metta Jensen ('40)
Thelma Björk Einarsdóttir ('50)
Rauð spjöld:
Skýrslan: Valskonur með sterkan heimasigur á Blikum
Hvað réði úrslitum?
Valsliðið var einfaldlega mun skipulagðara. Vörðust vel og sóttu hratt. Breiðabliksstelpur virtust mæta hálfsofandi til leiks og náðu sér einhvernveginn aldrei almennilega á strik þrátt fyrir einstaklingsframtök. Það var lítil sem engin hreyfing á lykilmönnum þeirra í sókninni sem gerði það að verkum að þær náðu ekki að skapa sér nein færi að ráði.
Bestu leikmenn
1. Elín Metta Jensen
Elín Metta var mjög dugleg allan leikinn. Hljóp og djöflaðist bæði í vörn og sókn í sínum fyrsta leik sem fyrirliði liðsins. Hún átti tvö dauðafæri sem fóru yfir markið en bætti upp fyrir það með því að smyrja boltann í netið eftir að hafa sólað tvo varnarmenn Blika upp úr skónum inná teig.
2. Stefanía Ragnarsdóttir
Stefanía er með yngri leikmönnum Valsliðsins en það sást svo sannarlega ekki í þessum leik. Hún fór óhrædd í tæklingar, lét finna fyrir sér og spilaði boltanum af öryggi Auk þess tókst henni að halda landsliðskonunni Fanndísi Friðriksdóttur, einum sneggsta leikmanni deildarinnar í skefjum í fyrri hálfleik og bróðurpart þess seinni.
Atvikið
Sonný Lára og Samantha Jane færðu Valskonum fyrra markið á silfurfati með því að vera í einhverju dútli og ætla sér í eitthvað samspili í teignum undir pressu frá Val. Samantha náði ekki að koma boltanum almennilega fyrir sig eftir sendingu frá Sonný, Vesna hirti hann af henni og renndi honum út á Hlín sem skoraði fyrra mark Vals.
|
Hvað þýða úrslitin?
Úrslitin þýða lítið fyrir liðin sem halda sínum sætum. Sigur hefði fleytt Breiðablik í annað sæti deildarinnar en þær eiga á brattann að sækja líkt og Valsstelpur ef þær ætla sér að vera í toppbaráttunni. Allt getur þó gerst líkt og við sáum í leik Þór/KA og Fylkis fyrr í kvöld.
Vondur dagur
Breiðabliksliðið í heild fær þennan lítt eftirsótta titil. Þær mættu einfaldlega ekki til leiks, það var lítill hreyfanleiki á fremstu mönnum, miðjan var í vandræðum með boltann og vörnin gerði skelfileg mistök sem færði Valskonum forystu snemma í leiknum. Í heild náðu þær ekki að skapa sér nein hættuleg færi og áttu einfaldlega vondan dag.
Dómarinn - 7
Lét lítið fyrir sér fara, leyfði leiknum að fljóta. Átti enga glórulausa dóma og engin umdeild atvik.
|
Byrjunarlið:
1. Rakel Hönnudóttir (m)
Sonný Lára Þráinsdóttir
2. Svava Rós Guðmundsdóttir
('61)
3. Arna Dís Arnþórsdóttir
('79)
5. Samantha Jane Lofton
8. Heiðdís Sigurjónsdóttir
('45)
10. Berglind Björg Þorvaldsdóttir
21. Hildur Antonsdóttir
23. Fanndís Friðriksdóttir
25. Ingibjörg Sigurðardóttir
27. Selma Sól Magnúsdóttir
Varamenn:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
14. Berglind Baldursdóttir
14. Guðrún Gyða Haralz
18. Kristín Dís Árnadóttir
('79)
21. Sólveig Jóhannesdóttir Larsen
('45)
27. Sandra Sif Magnúsdóttir
('61)
Liðsstjórn:
Þorsteinn H Halldórsson (Þ)
Ragna Björg Einarsdóttir
Ólafur Pétursson
Atli Örn Gunnarsson
Jóhanna Kristbjörg Einarsdóttir
Aron Már Björnsson
Gul spjöld:
Rauð spjöld: