Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
Breiðablik
7
2
Haukar
Rakel Hönnudóttir '3 1-0
Berglind Björg Þorvaldsdóttir '9 2-0
Selma Sól Magnúsdóttir '22 3-0
3-1 Vienna Behnke '27
3-2 Alexandra Jóhannsdóttir '51
Rakel Hönnudóttir '56 4-2
Rakel Hönnudóttir '60 5-2
Fanndís Friðriksdóttir '74 6-2
Rakel Hönnudóttir '86 7-2
23.08.2017  -  18:00
Kópavogsvöllur
Pepsi-deild kvenna 2017
Aðstæður: Sól og blíða
Dómari: Arnar Þór Stefánsson
Maður leiksins: Rakel Hönnudóttir
Byrjunarlið:
Sonný Lára Þráinsdóttir
2. Svava Rós Guðmundsdóttir ('74)
3. Arna Dís Arnþórsdóttir ('61)
5. Samantha Jane Lofton
8. Heiðdís Sigurjónsdóttir
10. Berglind Björg Þorvaldsdóttir
21. Hildur Antonsdóttir
22. Rakel Hönnudóttir
23. Fanndís Friðriksdóttir ('79)
25. Ingibjörg Sigurðardóttir
27. Selma Sól Magnúsdóttir

Varamenn:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
14. Berglind Baldursdóttir ('79)
14. Guðrún Gyða Haralz
18. Kristín Dís Árnadóttir ('74)
21. Sólveig Jóhannesdóttir Larsen
27. Sandra Sif Magnúsdóttir ('61)

Liðsstjórn:
Þorsteinn H Halldórsson (Þ)
Ragna Björg Einarsdóttir
Fjolla Shala
Ólafur Pétursson
Jóhanna Kristbjörg Einarsdóttir
Særún Jónsdóttir
Aron Már Björnsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@LiljaValthors Lilja Dögg Valþórsdóttir
Skýrslan: Blikar kafsigldu Hauka í Kópavogi
Hvað réði úrslitum?
Blikar voru hreinlega alltof stór biti fyrir Hauka í kvöld. Þær byrjuðu leikinn af þvílíkum krafti að það hefði í raun ekki komið á óvart þó að staðan hefði verið 4-0 eftir fyrstu 10 mínúturnar! Haukar náðu þó að minnka muninn í upphafi seinni hálfleiks en þá skiptu Blikar bara um gír. Haukar voru í tómu tjóni varnarlega og Blikar gengu upp á lagið.
Bestu leikmenn
1. Rakel Hönnudóttir
Hún er alltaf tilbúin að taka hlaupin sem þarf til að koma sér í færin. Hún er líka alltaf tilbúin að taka hlaupin sem þarf til að koma í veg fyrir að mótherjinn komi sér í færi. Hún er bara alltaf tilbúin að hlaupa! Og svo hefur hún þessi gæði sem þarf til að klára þessi færi, skorar tvö eftir sendingu frá endalínu, skorar eitt eftir að fá sendingu úr djúpinu og taka hann með sér og skorar svo síðasta eftir horn. Hún getur þetta allt. Mér er fyrirmunað að skilja hvernig hún spilaði ekki eina mínútu á EM!
2. Svava Rós Guðmundsdóttir
Svava Rós fór illa með varnarmenn Hauka. Það var alveg sama hvaða varnarmann hún tók á, hún lét þá alla líta illa út! Lagði upp 2 mörk og þau hefðu getað verið mun fleiri ef samherjar hennar hefðu klárað fleiri! Ég get hæglega nefnt fleiri leikmenn eins og Berglindi Björg sem skoraði mark og lagði upp annað. Hún var vinnusöm í sókninni hjá Blikum og hefði hæglega getað skorað fleiri mörk. Eins Selma Sól inná miðjunni en hún var mjög dugleg í leiknum, skoraði og lagði upp. En hún fær mínus fyrir aðkomu sína að atvikinu (sjá fyrir neðan).
Atvikið
Í aðdraganda 6. marks Blika kom upp atvik þar sem Selma Sól og Sæunn áttust við. Sæunn var alveg í bakinu á Selmu Sól sem var með boltann. Ég gat svo ekki betur séð en að Selma Sól hafi sett olnbogann all hressilega í höfuðið á Sæunni. Fyrir mér er það ekki eðlileg hreyfing, né nauðsynleg, til að skýla bolta þar sem olnboginn fór hátt. En Arnar dómari sá ekki ástæðu til að stöðva leikinn þó að Sæunn lægi óvíg eftir vegna höfuðmeiðsla, né að spjalda Selmu Sól, og Blikar héldu áfram sókninni og skoruðu mark. Ég held að Selma Sól hafi verið mjög heppin að sleppa með þetta.
Hvað þýða úrslitin?
Blikar eru nú í 2. sæti deildarinnar með 30 stig og eru því efstar af þessum 4 liðum sem berjast um 2. sæti deildarinnar. Það er þó stutt á milli liðanna og líklegt að ein mistök geti kostað þær þetta 2. sæti. En með sóknarleik eins og í dag þá eru þeim flestir vegir færir. Ef þær ná svo að þétta vörnina líka þá eru þær bara í góðum málum. Haukar eru aftur á móti í virkilega vondum málum og allt stefnir í fall úr deildinni. Liðið hefur fengið á sig langflest mörk allra liða í deildinni og erfitt að sjá þær stoppa í þessi göt og snúa við taflinu í næstu umferðum því miður.
Vondur dagur
Varnarleikur Hauka var í molum í dag! Þjálfararnir reyndu nýja uppstillingu til að koma í veg fyrir að illa færi og ákváðu að setja markahæsta leikmanninn sinn, Marjani Hing-Glover, í hafsentastöðu í 3 hafsenta vörn. Marjani var upprunalega ætlað að stoppa Svövu Rós en Svava hreinlega pakkaði henni saman og lét hana líta illa út. Þetta var áhætta sem þjálfarar Hauka tóku en hún skilaði ekki tilætluðum árangri í dag.
Dómarinn - 6,5
Þetta var ekki harður leikur. Hann leyfði leiknum að fljóta ágætlega og þurfti ekki að dæma mikið. En ég held að hann hefði átt að aðhafast eitthvað í atvikinu sem ég nefni hér til hliðar.
Byrjunarlið:
22. Tori Ornela (m)
Heiða Rakel Guðmundsdóttir
Hildigunnur Ólafsdóttir ('47)
Rún Friðriksdóttir
6. Vienna Behnke
12. Marjani Hing-Glover
18. Alexandra Jóhannsdóttir ('61)
18. Þórdís Elva Ágústsdóttir
21. Hanna María Jóhannsdóttir
23. Sæunn Björnsdóttir
27. Margrét Björg Ástvaldsdóttir ('68)

Varamenn:
3. Stefanía Ósk Þórisdóttir ('68)
8. Svava Björnsdóttir
9. Konný Arna Hákonardóttir ('47)
11. Sara Rakel S. Hinriksdóttir
17. Sunna Líf Þorbjörnsdóttir
19. Andrea Anna Ingimarsdóttir ('61)
30. Tara Björk Gunnarsdóttir

Liðsstjórn:
Kjartan Stefánsson (Þ)
Jóhann Unnar Sigurðsson (Þ)
Helga Helgadóttir
Lárus Jón Björnsson
Árni Ásbjarnarson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: