Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
Grindavík
1
4
Stjarnan
Gavin Morrison '1 1-0
1-1 Atli Jóhannsson '8
1-2 Atli Jóhannsson '58
1-3 Kennie Chopart '63
Loic Ondo '69 , sjálfsmark 1-4
21.05.2012  -  19:15
Grindavíkurvöllur
Pepsideild Karla
Aðstæður: Mjög góðar
Dómari: Þorvaldur Árnason
Áhorfendur: 775
Maður leiksins: Kennie Chopart
Byrjunarlið:
1. Óskar Pétursson (m)
Óli Baldur Bjarnason
Jósef Kristinn Jósefsson
Marko Valdimar Stefánsson
10. Scott Ramsay ('52)
11. Tomi Ameobi

Varamenn:
2. Jordan Edridge ('84)
7. Alex Freyr Hilmarsson ('72)
8. Páll Guðmundsson ('52)
9. Matthías Örn Friðriksson
24. Björn Berg Bryde

Liðsstjórn:
Ray Anthony Jónsson (Þ)

Gul spjöld:
Loic Ondo ('18)
Marko Valdimar Stefánsson ('11)

Rauð spjöld:
@fotboltinet Björn Steinar Brynjólfsson
Stjörnumenn rúlluðu yfir Grindavík í síðari hálfleik.
Stjörnumenn kíktu í heimsókn á lið Grindavíkur í kvöld. Heimamenn ætluðu að láta finna vel fyrir sér í byrjun því það tók þá ekki meira en 27 sekúndur að setja mark á leikinn. Scott Ramsay náði að senda boltann upp kantinn á Pape Faye, Pape átt þá hættulega fyrirgjöf inní teiginn og Stjörnumenn reyndu að hreinsa boltanum útúr teignum en lengra náði það ekki en fyrir lappirnar á Gavin Morris og skaut lausu skoti í mark Stjörnumanna.


Heimamenn voru ekki lengi í paradís því Stjörnumenn lögðu sitt mark í leiknum á 8 mínútu þá kom fyrirgjöf frá hægri kanti frá Jóhanni Laxdal þar var Atli Jóhannsson sem að náði pota boltanum framhjá Óskari Péturssyni í markinu.

Leikurinn var mjög hraður og skemmtilegur en kannski mikið af færum, hættulegasta færið eftir bæði mörkin var Garðar Jóhannsson sem að fékk sendingu inní teig hjá heimamönnum, Garðar tók boltann á brjóstkassan, snéri sér við og átti viðstöðulaust skot að marki en boltinn small í þverslánni og út.

Tomi Ameobi átti góðan sjéns að koma heimamönnum yfir eftir skalla en Baldvin Sturluson bjargaði á línu.

Í síðari hálfleik kom heldur betur kraftur frá Stjörnumönnum. Atli Jóhannsson bætti við sínu öðru marki í leikinn þegar Hörður Árnason var með boltann inní markteig heimamanna við endalínu og virtist hann hafa nægan tíma til þess að ákveða hvert hann ætlaði að senda boltann og rataði boltinn á vinstri fótinn á Atla Jóhannson sem að þrumaði boltanum á nærstöngina í mark heimamanna.

Ekki leið langt á milli þar til að Stjörnumenn bættu við öðru marki. Garðar Jóhannsson gaf sendingu í gegnum vörnina hjá heimamönnum á Kennie Chopard sem var einn á móti Óskari í markinu og Kenny gerði vel og skoraði.

Kennie Chopart átti svo þátt í fjórða marki Stjörnumanna. Fyrirgjöf frá Kenny kom frá hægri kanti inní teig og Mads Laudrup skallaði boltann og fór hann í Loic Ondo og boltinn í netið. En markið var skráð á Atla Jóhannsson þar sem að hann fagnaði hann vel og innilega og fékk markið skráð á sig.

Lítið gerðist eftir þetta nema skiptingar og flautaði Þorvaldur Árnason góður dómari leiksins leikinn af.
Byrjunarlið:
4. Jóhann Laxdal
7. Atli Jóhannsson
8. Halldór Orri Björnsson
9. Daníel Laxdal
14. Hörður Árnason
27. Garðar Jóhannsson

Varamenn:
13. Arnar Darri Pétursson (m)
21. Snorri Páll Blöndal ('73)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: