Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
Breiðablik
3
0
ÍBV
Berglind Björg Þorvaldsdóttir '49 1-0
Berglind Björg Þorvaldsdóttir '73 2-0
Berglind Björg Þorvaldsdóttir '84 3-0
04.09.2017  -  17:30
Kópavogsvöllur
Pepsi-deild kvenna 2017
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Maður leiksins: Berglind Björg Þorvaldsdóttir
Byrjunarlið:
1. Rakel Hönnudóttir (m)
Sonný Lára Þráinsdóttir
2. Svava Rós Guðmundsdóttir ('59)
3. Arna Dís Arnþórsdóttir ('87)
5. Samantha Jane Lofton
8. Heiðdís Sigurjónsdóttir
10. Berglind Björg Þorvaldsdóttir
21. Sólveig Jóhannesdóttir Larsen ('89)
21. Hildur Antonsdóttir
25. Ingibjörg Sigurðardóttir
27. Selma Sól Magnúsdóttir

Varamenn:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
14. Berglind Baldursdóttir ('89)
27. Sandra Sif Magnúsdóttir ('59)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@MistRunarsdotti Mist Rúnarsdóttir
Skýrslan: Eyjapæjan kláraði ÍBV
Hvað réði úrslitum?
Breiðablik var mun betra liðið í dag. ÍBV saknaði Rutar Kristjáns og Cloé Lacasse sárlega og voru aldrei líklegar þrátt fyrir ágætan fyrri hálfleik. Blikar hertu tök sín á leiknum í síðari hálfleik og þegar þeim tókst að opna ÍBV-vörnina gerði Eyjapæjan Berglind Björg vel í að nýta færin sín.
Bestu leikmenn
1. Berglind Björg Þorvaldsdóttir
Nýtti færin sín og skoraði öll þrjú mörk leiksins. Hennar önnur þrenna í sumar. Er komin með 13 mörk í deildinni.
2. Rakel Hönnudóttir
Fyrirliði Blika hefur verið í hörkuformi eftir EM-hlé og átti enn einn toppleikinn í dag. Gríðarlega sterk bæði fram á við og til baka.
Atvikið
Berglind Björg fullkomnaði þrennuna á 84. mínútu. Kláraði færin sín af mikilli yfirvegun og skoraði sína aðra þrennu í sumar. Þá verður einnig að minnast á gula spjaldið hennar Sóleyjar. Fyrirliði ÍBV hefur leikið 167 meistaraflokksleiki fyrir ÍBV á síðustu 10 árum en fékk sitt fyrsta gula spjald á meistaraflokksferlinum þegar hún togaði Svövu Rós niður í kvöld! Það er gjörsamlega sturluð staðreynd.
Hvað þýða úrslitin?
Blikar eru í góðri stöðu til að landa 2. sætinu og fresta fagnarðarlátum Þórs/KA um stund. ÍBV er áfram í 4. sæti.
Vondur dagur
ÍBV-liðið átti í basli í dag og tókst ekki að fylla í skörðin sem Cloé og Rut skildu eftir. Það er ótrúlegt hvað fámennur leikmannahópurinn hefur náð góðum árangri í sumar en það var of stór biti að missa út tvo lykilmenn í svona erfiðum leik.
Dómarinn - 7,5
Dómaratríóið stóð sig vel en leikurinn svo sem ekki sá erfiðasti til að dæma. Engin vafaatriði og lítið um brot.
Byrjunarlið:
1. Adelaide Anne Gay (m)
Sigríður Lára Garðarsdóttir
2. Sóley Guðmundsdóttir (f)
3. Júlíana Sveinsdóttir
4. Caroline Van Slambrouck
6. Sesselja Líf Valgeirsdóttir
9. Kristín Erna Sigurlásdóttir
10. Clara Sigurðardóttir ('64)
15. Adrienne Jordan ('82)
19. Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir
22. Katie Kraeutner

Varamenn:
30. Guðný Geirsdóttir (m)
14. Díana Helga Guðjónsdóttir ('64)
16. Linda Björk Brynjarsdóttir ('82)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Sóley Guðmundsdóttir ('52)

Rauð spjöld: