Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
Breiðablik
4
0
Grindavík
Ingibjörg Sigurðardóttir '34 , víti 1-0
Kristín Dís Árnadóttir '69 2-0
Rakel Hönnudóttir '72 3-0
Selma Sól Magnúsdóttir '79 4-0
28.09.2017  -  16:15
Kópavogsvöllur
Pepsi-deild kvenna
Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson
Maður leiksins: Selma Sól Magnúsdóttir
Byrjunarlið:
Sonný Lára Þráinsdóttir
2. Svava Rós Guðmundsdóttir
3. Arna Dís Arnþórsdóttir
5. Samantha Jane Lofton
8. Heiðdís Sigurjónsdóttir
14. Guðrún Gyða Haralz ('82)
18. Kristín Dís Árnadóttir
21. Sólveig Jóhannesdóttir Larsen
22. Rakel Hönnudóttir ('82)
25. Ingibjörg Sigurðardóttir
27. Selma Sól Magnúsdóttir

Varamenn:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
14. Berglind Baldursdóttir ('82)
21. Hildur Antonsdóttir
27. Sandra Sif Magnúsdóttir ('82)

Liðsstjórn:
Þorsteinn H Halldórsson (Þ)
Ragna Björg Einarsdóttir
Fjolla Shala
Ólafur Pétursson
Atli Örn Gunnarsson
Jóhanna Kristbjörg Einarsdóttir
Aron Már Björnsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@LiljaValthors Lilja Dögg Valþórsdóttir
Skýrslan: Blikar voru Íslandsmeistarar í 40 mínútur
Hvað réði úrslitum?
Leikurinn fór rólega af stað og það var í raun rólegt yfirbragð yfir honum allan tímann. Það var alveg klárt að hvorugt lið ætlaði að gefa færi á sér í byrjun en Blikarnir voru að skapa sér aðeins meira framan af. Það þurfti mistök til að brjóta ísinn, Blikar fá víti uppúr því og koma sér í þægilega stöðu með því að skora. Blikar voru mun meira með boltann í seinni hálfleik og Grindavík ekki að skapa sér neitt af viti fram á við. En tilfinningin var að sigurinn var ekki endanlega í höfn fyrr en annað markið kom í kringum 70. mínútu.
Bestu leikmenn
1. Selma Sól Magnúsdóttir
Mikil yfirferð á henni á miðjunni og var dugleg að spila liðsfélaga sína í góðar stöður sem og koma sér í skotfæri. Átti frábærar hornspyrnur, lagði upp mark og toppaði leikinn með því að skora sjálf, sitt annað mark í efstu deild.
2. Svava Rós Guðmundsdóttir
Svava var kannski ekki eins áberandi og maður hefur oft séð hana en hún átti þó yfirleitt alltaf einhvern hlut að máli þegar liðið var að koma sér í færi, hvort sem það var að koma sjálf með úrslitasendinguna eða opna svæði fyrir liðsfélaga sína.
Atvikið
Mistök Viviane í aðdraganda vítaspyrnudómsins. Blikar vissu að þær þyrftu að skora ef þær ættu að eiga séns á titlinum en voru ekki búnar að fá mörg opin færi fram að vítaspyrnunni. Markið úr vítinu létti óneitanlega á þeim.
Hvað þýða úrslitin?
Blikar voru Íslandsmeistarar í u.þ.b. 40 mínútur, eða á meðan þær voru yfir gegn Grindavík og Þór/KA höfðu ekki náð að koma marki á FH. En svo fór að Þór/KA kláraði sinn leik og tryggðu sér þar með Íslandsmeistaratitilinn eftirsótta. Þar með endaði Breiðablik í 2. sæti deildarinnar annað árið í röð. Grindavík endar sitt tímabil í annað hvort 7. eða 8. sæti deildarinnar en það kemur í ljós þegar úrslitin í leik Vals og KR liggja fyrir annað kvöld.
Vondur dagur
Viviane í marki Grindavíkur hefur verið frábær fyrir þær síðan hún kom til þeirra í félagaskiptaglugganum í júlí. Því miður gerði hún afrdrifarík mistök í leiknum í dag þegar fyrsta snerting hennar sveik hana eftir sendingu frá varnarmanni. Þessi slæma snerting varð svo í raun til þess að þær fengu dæmt á sig víti sem Blikarnir skoruðu fyrsta markið sitt úr. Þær voru þar með búnar að brjóta ísinn og gátu spilað mun afslappaðari það sem eftir lifði leiks.
Dómarinn - 7,5
Vel dæmt hjá Guðmundi og félögum. Vítaspyrnudómurinn hárréttur en svo var ekki mikið um vafamál.
Byrjunarlið:
1. Viviane Holzel Domingues (m)
3. Linda Eshun ('68)
5. Thaisa
9. Anna Þórunn Guðmundsdóttir
11. Dröfn Einarsdóttir ('77)
13. Rilany Aguiar Da Silva
16. Ísabel Jasmín Almarsdóttir (f)
17. María Sól Jakobsdóttir ('83)
19. Carolina Mendes
26. Berglind Ósk Kristjánsdóttir
26. Kristín Anítudóttir Mcmillan

Varamenn:
1. Emma Mary Higgins (m)
8. Guðný Eva Birgisdóttir ('77)
10. Una Rós Unnarsdóttir
11. Júlía Ruth Thasaphong
16. Guðrún Bentína Frímannsdóttir
20. Áslaug Gyða Birgisdóttir ('83)
24. Andra Björk Gunnarsdóttir
28. Lauren Brennan ('68)

Liðsstjórn:
Nihad Hasecic (Þ)
Þorsteinn Magnússon
Sreten Karimanovic

Gul spjöld:

Rauð spjöld: