Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Selfoss
0
0
Þór/KA
19.06.2018  -  18:00
JÁVERK-völlurinn
Pepsi-deild kvenna
Aðstæður: Blautt og rigning. Sól í hjarta.
Dómari: Gunnar Oddur Hafliðason
Maður leiksins: Caitlyn Alyssa Clem
Byrjunarlið:
12. Caitlyn Alyssa Clem (m)
Erna Guðjónsdóttir ('61)
2. Hrafnhildur Hauksdóttir
5. Brynja Valgeirsdóttir
6. Bergrós Ásgeirsdóttir
10. Barbára Sól Gísladóttir ('71)
14. Karitas Tómasdóttir
16. Allyson Paige Haran
18. Magdalena Anna Reimus
19. Eva Lind Elíasdóttir
27. Sophie Maierhofer

Varamenn:
1. Emma Mary Higgins (m)
8. Íris Sverrisdóttir
17. Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir
20. Brynhildur Brá Gunnlaugsdóttir
23. Kristrún Rut Antonsdóttir ('61)

Liðsstjórn:
Alfreð Elías Jóhannsson (Þ)
Anna María Friðgeirsdóttir
Svandís Bára Pálsdóttir
Hafdís Jóna Guðmundsdóttir
Margrét Katrín Jónsdóttir
Alexis Kiehl
Óttar Guðlaugsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@arnarmagnusson Arnar Helgi Magnússon
Skýrslan: Selfyssingar stöðvuðu sigurgöngu meistaranna
Hvað réði úrslitum?
Gríðarlega skipulagður og agaður varnarleikur Selfyssinga kom í veg fyrir að stærstu stjörnur Þórs/KA náðu sér enganveginn á strik í kvöld. Bæði lið fengu færi til þess að skora en mörkin létu á sér standa. Selfyssingar fengu margar góðar skyndisóknir í leiknum og kæmi mér ekki á óvart að það hafi verið uppleggið þeirra, spila góðan varnarleik og nýta skyndisóknirnar.
Bestu leikmenn
1. Caitlyn Alyssa Clem
Caitlyn gríðarlega örugg í marki Selfyssinga í kvöld. Var með 2-3 heimsklassa markvörslur og þess utan gríðarlega örugg í öllu sem hún gerði og stjórnaði varnarlínunni fyrir framan sig mjög vel.
2. Sophie Maierhofer
Austurrísk landsliðskona sem hefur komið frábærlega inn í þetta lið Selfyssinga. Hún staldrar þó ekki lengi við en hún er í háskólabolta í USA þannig hún verður farin á brott áður en langt um líður. Hún og Karitas frábærar á miðjunni hjá heimamönnum í kvöld.
Atvikið
Ég nenni ekki að fara að taka eitthvað af þessum hrikalega mörgu færum sem komu í kvöld. Skemmtilegt atvik í lokin þegar góður dómari leiksins rann á grasinu og missti rauða spjaldið. Hrafnhildur Hauks var fyrst á vettvang, tók upp rauða spjaldið og sýndi dómara leiksins, Gunnari Odd. Skemmtilegt móment sem allir höfðu gaman að.
Hvað þýða úrslitin?
Sigurgöngu Þórs/KA lýkur í bili og hljóta þær að vera mjög ósáttar með niðurstöðu leiksins. Selfyssingar ná í punkt í pokann góða sem verður talið uppúr í haust. Eru komnar í 5 stig og líta betur út með hverjum leiknum,.
Vondur dagur
Sóknarleikur beggja liða. Hef sennilega aldrei séð 0-0 jafntefli með jafnmörgum færum í en það voru sóknarmenn beggja liða sem fundu engar lausnir á góðum varnarleik andstæðingsins.
Dómarinn - 8
Flott frammistaða. Aukaspyrnur hér og þar sem maður setur spurningamerki við en heilt yfir mjög gott og stóru dómarnir virtust vera réttir. Ungur dómari sem við eigum sennilega eftir að sjá meira af í framtíðinni.
Byrjunarlið:
Ágústa Kristinsdóttir ('57)
Johanna Henriksson
4. Bianca Elissa
5. Ariana Calderon
8. Lára Einarsdóttir ('71)
9. Sandra Mayor
10. Sandra María Jessen (f)
10. Anna Rakel Pétursdóttir ('79)
11. Arna Sif Ásgrímsdóttir (f)
24. Hulda Björg Hannesdóttir

Varamenn:
25. Sara Mjöll Jóhannsdóttir (m)
2. Rut Matthíasdóttir
14. Margrét Árnadóttir ('79)
17. María Catharina Ólafsd. Gros
22. Hulda Ósk Jónsdóttir ('57)
25. Heiða Ragney Viðarsdóttir ('71)

Liðsstjórn:
Halldór Jón Sigurðsson (Þ)
Andri Hjörvar Albertsson (Þ)
Ingibjörg Gyða Júlíusdóttir
Einar Logi Benediktsson
Haraldur Ingólfsson

Gul spjöld:
Arna Sif Ásgrímsdóttir ('70)

Rauð spjöld: