Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
ÍBV
1
1
Grindavík
0-1 Rio Hardy '25
Caroline Van Slambrouck '50 1-1
24.06.2018  -  16:00
Hásteinsvöllur
Pepsi-deild kvenna
Dómari: Helgi Ólafsson
Maður leiksins: Viviane (Grindavík)
Byrjunarlið:
1. Emily Armstrong (m)
3. Júlíana Sveinsdóttir
4. Caroline Van Slambrouck
5. Shameeka Fishley
6. Sesselja Líf Valgeirsdóttir ('68)
7. Rut Kristjánsdóttir
9. Kristín Erna Sigurlásdóttir ('61)
11. Sigríður Lára Garðarsdóttir
15. Adrienne Jordan
20. Cloe Lacasse ('52)
22. Katie Kraeutner

Varamenn:
30. Guðný Geirsdóttir (m)
2. Sóley Guðmundsdóttir ('61)
10. Clara Sigurðardóttir ('52)
14. Díana Helga Guðjónsdóttir
19. Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir ('68)

Liðsstjórn:
Ian David Jeffs (Þ)
Inga Jóhanna Bergsdóttir
Jón Ólafur Daníelsson
Óskar Rúnarsson
Sonja Ruiz Martinez
Richard Matthew Goffe
Thomas Fredriksen

Gul spjöld:
Rut Kristjánsdóttir ('79)

Rauð spjöld:
@fotboltinet Fótbolti.net
Skýrslan: Viviane góð í markinu þegar Grindavík sótti stig til Eyja
Hvað réði úrslitum?
Jafnteflið var sanngjarnt í þessum tíðindalitla leik en jöfnunarmark Caroline í seinni hálfleik hefði átt að hleypa lífi í ÍBV en gerði það einungis í stuttan tíma. Vörslur Viviane í marki Grindvíkinga vógu þungt þegar maður hugsar til baka og björguðu þessu stigi fyrir gestina.
Bestu leikmenn
1. Viviane (Grindavík)
Var örugg í markinu í sínum aðgerðum, átti ekki séns í skalla Caroline í marki heimakvenna en gerði virkilega vel þegar á hana reyndi. Vörnin virkaði mjög örugg með hana fyrir aftan og átti hún tvær stórkostlegar vörslur í leiknum, fyrst þegar Sísí hefði átt að skora í fyrri hálfleik og svo aftur í seinni hálfleik þegar Shameeka komst í gegn.
2. Elísabet Ósk (Grindavík)
Elísabet átti mjög flottan leik á miðjunni hjá Grindavík og virtist alltaf hafa endalausan tíma á boltanum, mjög vel staðsett þegar Grindvíkingar unnu boltann og braut niður nokkrar sóknir Eyjakvenna. Gerði ÍBV erfitt fyrir að spila á milli línanna. Fyrirliði Grindavíkur, Ísabel Jasmín átti einnig flottan leik á miðjunni.
Atvikið
Shameeka Fishley slapp í gegnum vörn Grindavíkur í síðari hálfleik en Viviane varði boltann í stöng og þaðan rúllaði boltinn eftir línunni en fór síðan aftur fyrir endalínu. Þetta hefði verið markið sem ÍBV þurfti til þess að sigla heim þremur stigum.
Hvað þýða úrslitin?
ÍBV er enn langt á eftir efstu liðum og eflaust ekki sáttar með uppskeruna það sem af er sumri. Grindvíkingar geta vel við unað eftir lélega byrjun á tímabilinu en Rio Hardy hefur komið með mörk inn í þetta lið og hjálpað liðinu mikið.
Vondur dagur
Cloé Lacasse átti ekki góðan dag í liði ÍBV en hún fór síðan meidd af velli eftir 52 mínútur. Cloé oft verið betri og virðist jafnvel hafa verið að glíma við meiðsli frá upphafi leiks. Skapaði þó einhverja hættu inni í teig gestanna en það var ekki nóg, Cloé er leikmaður sem tekur oft leikina í sína hendur og söknuðu Eyjakonur hennar í dag. Veðurguðirnir áttu einnig slakan dag í Eyjum en rigningin var mikil og hafði áhrif á leikinn undir lokin þar sem treyjurnar voru orðnar þungar og lítill hraði og litlar hraðabreytingar í leik liðanna.
Dómarinn - 9
Helgi Ólafsson var með góða stjórn á leiknum og mjög fáar ákvarðanir sem maður setti spurningarmerki við.
Byrjunarlið:
1. Viviane Holzel Domingues (m)
3. Linda Eshun
6. Steffi Hardy
7. Elena Brynjarsdóttir ('74)
8. Guðný Eva Birgisdóttir (f)
9. Margrét Hulda Þorsteinsdóttir
9. Rio Hardy
11. Dröfn Einarsdóttir ('90)
13. Rilany Aguiar Da Silva
15. Elísabet Ósk Gunnþórsdóttir
16. Ísabel Jasmín Almarsdóttir (f)

Varamenn:
14. Margrét Fríða Hjálmarsdóttir
17. María Sól Jakobsdóttir ('90)
19. Unnur Guðrún Þórarinsdóttir
20. Áslaug Gyða Birgisdóttir
21. Eva María Jónsdóttir
22. Helga Guðrún Kristinsdóttir ('74)

Liðsstjórn:
Nihad Hasecic (Þ)
Ray Anthony Jónsson (Þ)
Sreten Karimanovic
Einar Guðjónsson

Gul spjöld:
Ísabel Jasmín Almarsdóttir ('57)

Rauð spjöld: