Besta-deild kvenna
Breiðablik

17'
0
0
0

Besta-deild kvenna
Víkingur R.

19'
0
0
0


KA
2
2
Haukar

Ævar Ingi Jóhannesson
'3
1-0
Gunnar Valur Gunnarsson
'69
2-0
2-1
Björgvin Stefánsson
'73
2-2
Benis Krasniqi
'90
04.07.2012 - 19:30
Akureryarvöllur
1. deild karla
Aðstæður: Sól og norðan 6m/s
Dómari: Þóroddur Hjaltalín Jr.
Akureryarvöllur
1. deild karla
Aðstæður: Sól og norðan 6m/s
Dómari: Þóroddur Hjaltalín Jr.
Byrjunarlið:
29. Sandor Matus (m)
Davíð Rúnar Bjarnason
2. Gunnar Valur Gunnarsson

3. Sigurjón Guðmundsson
('76)

7. Bjarki Baldvinsson

7. Ævar Ingi Jóhannesson
('84)


8. Brian Gilmour

10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
10. Bessi Víðisson
('84)

27. Darren Lough
- Meðalaldur 3 ár
Varamenn:
18. Fannar Hafsteinsson (m)
14. Ívar Guðlaugur Ívarsson
('84)

21. Kristján Freyr Óðinsson
25. Carsten Faarbech Pedersen
28. Jakob Hafsteinsson
('76)


Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Jakob Hafsteinsson ('90)
Brian Gilmour ('89)
Bjarki Baldvinsson ('75)
Rauð spjöld:
Dramatík og læti á Akureyrarvelli
Það var mikið í húfi fyrir bæði þegar heimamenn í KA tóku á móti Haukum á Akureyrarvelli í kvöld. Með sigri hefðu Haukar komið sér í efsta sætið en leikmenn KA voru aðeins einu stigi frá fallsæti þannig að ekki voru stigin sem í boði voru minna mikilvæg þar.
Leikurinn fór heldur betur fjörlega af stað enda tók það innan við þrjár mínútur að fá mark í leikinn. David Disztl fékk þá boltann við miðju og tók á rás , hann átti svo stungusendingu inn fyrir vörn Hauka. Þar var það Ævar Ingi Jóhannesson sem var fljótastur allra og náði boltanum með aðeins Daða Lárusson fyrir framan sig. Daði reyndist ekki erfiður Ævari sem fór nokkuð auðveldlega framhjá honum og renndi svo boltanum í autt markið, glæsilega gert.
Fyrir utan þetta mark snemma leiks þá var fyrri hálfleikurinn nokkuð rólegur. Heimamenn voru að mestu mjög aftarlega á vellinum og lokuðu á allar aðgerðir Hauka sem virkuðu þungir á fæti. Helsta ógn Hauka í fyrri hálfleiknum voru langskot en þau þeirra sem þeir náðu að koma á markið sá Sandor Matus í marki KA um og það nokkuð auðveldlega.
Seinni hálfleikurinn var heldur betur líflegri en sá fyrri. Heimamenn voru búnir að vera með alla menn fyrir aftan bolta seinni part fyrri hálfleiksins en byrjuðu þann seinni á því að sækja. Leikmenn Hauka virkuðu aftur á móti þungir og þreyttir og voru ítrekað að missa boltann á hættulegum stöðum og fengu hraðar sóknir í andlitið að launum. Á 69. mínútu var Ólafur Jóhannesson þjálfari Hauka búinn að fá nóg og var að undirbúa þrefalda skiptingu. Á meðan Átti Brian Gilmour langskot sem Daði varði út í teiginn þar sem David Disztl tók á móti boltanum, kom honum á Hallgrím Mar Steingrímsson sem átti góða fyrirgjöf beint á kollinn á Gunnari Val fyrirliða KA sem skallaði boltann í netið. Ólafur hélt sínu striki og þrefalda skiptingin fór fram strax eftir markið. Þessi skipting virðist hafa virkað, leikmenn Hauka settu í gír og í raun má halda því fram að á þessu augnabliki hafi Haukarnir byrjað leikinn.
Á 73. mínútu kom fyrirgjöf af vinstri vængnum, hún skilaði sér á Björgvin Stefánsson, sem hafði komið inn í lið Hauka aðeins fjórum mínútum áður og hann skilaði boltanum í netið. Haukarnir sem virtust vera algjörlega búnir á því aðeins nokkrum mínútum áður voru komnir aftur inn í leikinn. Eftir þetta mark var töluvert meira líf í leikmönnum Hauka sem börðust eins og ljón um alla bolta. Það virtist þó vera að heimamenn væru að landa sigri, leiktíminn var búinn og viðbótartími einnig þegar boltinn barst inn í teig þar sem Benis Krasniqi skallaði að marki. Í fyrstu virtist vera að Darren Lough hefði náð að hreinsa frá á marklínu en þá fór flaggið á loft og mark var dæmt. Þóroddur Hjaltalín flautaði svo leikinn af nánast um leið og miðjan var tekin og niðurstaðan því 2-2 jafntefli.
Eftir leik hófst mikið og áhugavert leikrit fyrir þá sem á horfðu, allt varð gjörsamlega vitlaust. Mikil ráðstefna hófst þá í miðjuhringnum sem færðist svo inn í hús þar sem dramatíkin var ekkert minni. Sandor Matus markmaður KA lét þá menn vægast sagt heyra það en öskrin í honum heyrðust líklegast hálfa leið suður í höfuðstöðvar KSÍ. Sá sem þetta skrifar er á því að það sé nokkuð sérstakt að Snorri Páll Einarsson hafi verið settur á þennan leik þar sem fyrr í dag kom það fram í fjölmiðlum að hann hafi flautað leik af hjá 4. flokki KA og þjálfari liðsins hafi svo verið dæmdur í eins mánaðar leikbann fyrir það sem þar fór fram. Það var hann sem setti fána á loft til marks um það að boltinn hafi farið inn en það var algjörlega ómögulegt að sjá úr fréttamannaherberginu hér hvort að sá dómur var réttur eða ekki.
Leikurinn fór heldur betur fjörlega af stað enda tók það innan við þrjár mínútur að fá mark í leikinn. David Disztl fékk þá boltann við miðju og tók á rás , hann átti svo stungusendingu inn fyrir vörn Hauka. Þar var það Ævar Ingi Jóhannesson sem var fljótastur allra og náði boltanum með aðeins Daða Lárusson fyrir framan sig. Daði reyndist ekki erfiður Ævari sem fór nokkuð auðveldlega framhjá honum og renndi svo boltanum í autt markið, glæsilega gert.
Fyrir utan þetta mark snemma leiks þá var fyrri hálfleikurinn nokkuð rólegur. Heimamenn voru að mestu mjög aftarlega á vellinum og lokuðu á allar aðgerðir Hauka sem virkuðu þungir á fæti. Helsta ógn Hauka í fyrri hálfleiknum voru langskot en þau þeirra sem þeir náðu að koma á markið sá Sandor Matus í marki KA um og það nokkuð auðveldlega.
Seinni hálfleikurinn var heldur betur líflegri en sá fyrri. Heimamenn voru búnir að vera með alla menn fyrir aftan bolta seinni part fyrri hálfleiksins en byrjuðu þann seinni á því að sækja. Leikmenn Hauka virkuðu aftur á móti þungir og þreyttir og voru ítrekað að missa boltann á hættulegum stöðum og fengu hraðar sóknir í andlitið að launum. Á 69. mínútu var Ólafur Jóhannesson þjálfari Hauka búinn að fá nóg og var að undirbúa þrefalda skiptingu. Á meðan Átti Brian Gilmour langskot sem Daði varði út í teiginn þar sem David Disztl tók á móti boltanum, kom honum á Hallgrím Mar Steingrímsson sem átti góða fyrirgjöf beint á kollinn á Gunnari Val fyrirliða KA sem skallaði boltann í netið. Ólafur hélt sínu striki og þrefalda skiptingin fór fram strax eftir markið. Þessi skipting virðist hafa virkað, leikmenn Hauka settu í gír og í raun má halda því fram að á þessu augnabliki hafi Haukarnir byrjað leikinn.
Á 73. mínútu kom fyrirgjöf af vinstri vængnum, hún skilaði sér á Björgvin Stefánsson, sem hafði komið inn í lið Hauka aðeins fjórum mínútum áður og hann skilaði boltanum í netið. Haukarnir sem virtust vera algjörlega búnir á því aðeins nokkrum mínútum áður voru komnir aftur inn í leikinn. Eftir þetta mark var töluvert meira líf í leikmönnum Hauka sem börðust eins og ljón um alla bolta. Það virtist þó vera að heimamenn væru að landa sigri, leiktíminn var búinn og viðbótartími einnig þegar boltinn barst inn í teig þar sem Benis Krasniqi skallaði að marki. Í fyrstu virtist vera að Darren Lough hefði náð að hreinsa frá á marklínu en þá fór flaggið á loft og mark var dæmt. Þóroddur Hjaltalín flautaði svo leikinn af nánast um leið og miðjan var tekin og niðurstaðan því 2-2 jafntefli.
Eftir leik hófst mikið og áhugavert leikrit fyrir þá sem á horfðu, allt varð gjörsamlega vitlaust. Mikil ráðstefna hófst þá í miðjuhringnum sem færðist svo inn í hús þar sem dramatíkin var ekkert minni. Sandor Matus markmaður KA lét þá menn vægast sagt heyra það en öskrin í honum heyrðust líklegast hálfa leið suður í höfuðstöðvar KSÍ. Sá sem þetta skrifar er á því að það sé nokkuð sérstakt að Snorri Páll Einarsson hafi verið settur á þennan leik þar sem fyrr í dag kom það fram í fjölmiðlum að hann hafi flautað leik af hjá 4. flokki KA og þjálfari liðsins hafi svo verið dæmdur í eins mánaðar leikbann fyrir það sem þar fór fram. Það var hann sem setti fána á loft til marks um það að boltinn hafi farið inn en það var algjörlega ómögulegt að sjá úr fréttamannaherberginu hér hvort að sá dómur var réttur eða ekki.
Byrjunarlið:
Hilmar Trausti Arnarsson
('69)

7. Sigurbjörn Hreiðarsson
11. Magnús Páll Gunnarsson
('69)

17. Gunnlaugur F. Guðmundsson
Varamenn:
1. Magnús Þór Gunnarsson (m)
16. Aron Freyr Eiríksson
22. Björgvin Stefánsson
('69)


22. Alexander Freyr Sindrason
('69)

Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Rauð spjöld: