Í BEINNI
Sambandsdeildin
FC Noah
LL
0
0
Víkingur R.
0
Keflavík
1
1
KR
0-1
Emil Atlason
'57
Guðmundur Steinarsson
'64
1-1
12.07.2012 - 20:00
Nettóvöllurinn
Pepsi-deild Karla
Aðstæður: Njarðvíkurblíða með smá andvara.
Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson
Áhorfendur: 1340
Maður leiksins: Ómar Jóhannsson
Nettóvöllurinn
Pepsi-deild Karla
Aðstæður: Njarðvíkurblíða með smá andvara.
Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson
Áhorfendur: 1340
Maður leiksins: Ómar Jóhannsson
Byrjunarlið:
Haraldur Freyr Guðmundsson
Ómar Jóhannsson
Jóhann Birnir Guðmundsson
('84)
Sigurbergur Elísson
('74)
6. Einar Orri Einarsson
Varamenn:
9. Daníel Gylfason
('84)
11. Bojan Stefán Ljubicic
('82)
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Gregor Mohar ('92)
Jóhann Birnir Guðmundsson ('65)
Grétar Atli Grétarsson ('39)
Rauð spjöld:
Jafnt í baráttuleik
Það var mikil barátta sem einkenndi leik Keflavíkur og KR á Nettóvellinum í kvöld. Bæði lið voru skipulögð í sínum varnarleik en það var aðeins á kostnað sóknarleiksins og skemmtanagildis fyrir hina fjölmörgu áhorfendur sem lögðu leið sýna á völlinn í blíðunni í Keflavík í kvöld.
Það var því ekki mikið um færi fyrr en langt var liðið á fyrri hálfleik ef undan eru skilin nokkur skot beggja liða af löngum færum sem náðu ekki einu sinni að koma markmönnum liðanna úr sparifötunum.
Fyrsta færi leiksins áttu svo KRingar og var það frekar gegn gangi leiksins. Baldur Sigurðsson átti þá góðan skalla að marki Keflavíkur en Ómar Jóhannsson sýndi glæsi tilþrif og varði.
Það var svo á 34.mín sem Arnó Ingvi Traustason komst í dauðafæri en skalli hans varinn frábærlega af Hannesi Halldórssyni.
Arnór var svo aftur á ferðinni einungis tveimur mín síðar en aftur var það Hannes sem var hindrunin.
Enn héldu heimamenn áfram að ráða gangi leiksins og Jóhann Birnir Guðmundsson komst í sannkallað dauðafæri á 43.mín en hitti knöttinn illa og skot hans fór himinn hátt yfir. Fleira gerðist ekki markvert í fyrri hálfleik og staðan að honum loknum jöfn 0-0 og gestirnir væntanlega verið ánægðir að sleppa inn í tesopann með þá stöðu.
Seinni hálfleikurinn fór rólega af stað ef frá er talið færi sem Jóhann Birnir fékk en hann hitti ekki boltann og sá möguleiki heimamanna í takt við það sem áður hafði gengið á.
Það voru svo gestirnir úr Vesturbæ Reykjavíkur sem náðu forystu, heldur gegn gangi leiksins, þegar Egill Atlason skallaði hornspyrnu Bjarna Guðjónssonar af krafti í markið og margir héldu væntanlega að leikurinn væri búinn fyrir heimamenn.
En strákarnir úr Keflavík létu þetta mark ekki brjóta sig niður og Guðmundur Steinarsson fékk boltann óvænt í fætur inn fyrir vörn KR og kláraði örugglega eins og honum einum er lagið.
KRingar urðu svo fyrir blóðtöku á 65.mín þegar Magnús Lúðvíksson, sem verið hafði einn besti maður gestanna, þurfti að yfirgefa leikvöllinn eftir að hafa fengið slæmt högg á höfuðið.
Það virtist þó ekkert há gestunum og þeir fengu úrvalsfæri þegar Þorsteinn Ragnarsson komst innfyrir vörn Keflavíkur en stoppaði á síðustu og traustustu hindrun heimamanna, Ómari Jóhannssyni sem bjargaði með frábærlega tímasettu úthlaupi.
Ómar kom svo Keflvíkingum aftur til bjargar á 75. mín þegar hann varði skalla Baldurs Sigurðssonar af stuttu færi og kórónaði þannig flottan leik sinn og hélt lífi í sínum mönnum.
Fátt markvert gerðist svo síðustu 15.mín og jafntefli því staðreynd í frekar bragðdaufum leik.
Það var því ekki mikið um færi fyrr en langt var liðið á fyrri hálfleik ef undan eru skilin nokkur skot beggja liða af löngum færum sem náðu ekki einu sinni að koma markmönnum liðanna úr sparifötunum.
Fyrsta færi leiksins áttu svo KRingar og var það frekar gegn gangi leiksins. Baldur Sigurðsson átti þá góðan skalla að marki Keflavíkur en Ómar Jóhannsson sýndi glæsi tilþrif og varði.
Það var svo á 34.mín sem Arnó Ingvi Traustason komst í dauðafæri en skalli hans varinn frábærlega af Hannesi Halldórssyni.
Arnór var svo aftur á ferðinni einungis tveimur mín síðar en aftur var það Hannes sem var hindrunin.
Enn héldu heimamenn áfram að ráða gangi leiksins og Jóhann Birnir Guðmundsson komst í sannkallað dauðafæri á 43.mín en hitti knöttinn illa og skot hans fór himinn hátt yfir. Fleira gerðist ekki markvert í fyrri hálfleik og staðan að honum loknum jöfn 0-0 og gestirnir væntanlega verið ánægðir að sleppa inn í tesopann með þá stöðu.
Seinni hálfleikurinn fór rólega af stað ef frá er talið færi sem Jóhann Birnir fékk en hann hitti ekki boltann og sá möguleiki heimamanna í takt við það sem áður hafði gengið á.
Það voru svo gestirnir úr Vesturbæ Reykjavíkur sem náðu forystu, heldur gegn gangi leiksins, þegar Egill Atlason skallaði hornspyrnu Bjarna Guðjónssonar af krafti í markið og margir héldu væntanlega að leikurinn væri búinn fyrir heimamenn.
En strákarnir úr Keflavík létu þetta mark ekki brjóta sig niður og Guðmundur Steinarsson fékk boltann óvænt í fætur inn fyrir vörn KR og kláraði örugglega eins og honum einum er lagið.
KRingar urðu svo fyrir blóðtöku á 65.mín þegar Magnús Lúðvíksson, sem verið hafði einn besti maður gestanna, þurfti að yfirgefa leikvöllinn eftir að hafa fengið slæmt högg á höfuðið.
Það virtist þó ekkert há gestunum og þeir fengu úrvalsfæri þegar Þorsteinn Ragnarsson komst innfyrir vörn Keflavíkur en stoppaði á síðustu og traustustu hindrun heimamanna, Ómari Jóhannssyni sem bjargaði með frábærlega tímasettu úthlaupi.
Ómar kom svo Keflvíkingum aftur til bjargar á 75. mín þegar hann varði skalla Baldurs Sigurðssonar af stuttu færi og kórónaði þannig flottan leik sinn og hélt lífi í sínum mönnum.
Fátt markvert gerðist svo síðustu 15.mín og jafntefli því staðreynd í frekar bragðdaufum leik.
Byrjunarlið:
Viktor Bjarki Arnarsson
('83)
2. Grétar Sigfinnur Sigurðarson
8. Baldur Sigurðsson
8. Þorsteinn Már Ragnarsson
11. Emil Atlason
('58)
18. Aron Bjarki Jósepsson
21. Guðmundur Reynir Gunnarsson
22. Óskar Örn Hauksson (f)
Varamenn:
3. Haukur Heiðar Hauksson
('69)
5. Egill Jónsson
23. Atli Sigurjónsson
('83)
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Bjarni Guðjónsson ('76)
Baldur Sigurðsson ('72)
Guðmundur Reynir Gunnarsson ('13)
Rauð spjöld: