Liverpool horfir til Frimpong og Kerkez - Man Utd skoðar bakverði - Arsenal hefur átt í viðræðum um Wharton
Í BEINNI
Sambandsdeildin
FC Noah
LL 0
0
Víkingur R.
Stjarnan
1
3
Keflavík
0-1 Guðmundur Steinarsson '8
Mark Doninger '31 1-1
1-2 Hörður Sveinsson '69
1-3 Jóhann Birnir Guðmundsson '90
08.08.2012  -  20:00
Samsung-völlurinn
Pepsi-deildin
Dómari: Guðmundur Ársæll
Byrjunarlið:
4. Jóhann Laxdal
8. Halldór Orri Björnsson
9. Daníel Laxdal
14. Hörður Árnason ('68)
27. Garðar Jóhannsson ('76)

Varamenn:
13. Arnar Darri Pétursson (m)
21. Snorri Páll Blöndal ('76)

Liðsstjórn:
Hilmar Þór Hilmarsson

Gul spjöld:
Gunnar Örn Jónsson ('89)

Rauð spjöld:
@valurgunn Valur Gunnarsson
Sanngjarn sigur Suðurnesjapilta á Samsung-vellinum
Fyrir leik Stjörnunnar og Keflvíkinga í kvöld skildu jafnmörg stig og sæti liðin af í Pepsí deildinni. Stjörnumenn voru í 3. sæti með 22 stig en Keflvíkingar í því 7. með 18. Það var ljóst að ætli Stjarnan að blanda sér í toppbaráttuna verður liðið að fara að vinna leiki aftur en síðustu þremur leikjum liðsins hefur lyktað með jafntefli.

Keflvíkingar byrjuðu leikinn betur og strax á 8. mínútu kom Guðmundur Steinarsson gestunum yfir með glæsilegu marki. Eftir eigin hornspyrnu barst boltinn aftur út til hans þar sem hann átti draumaskot rétt fyrir utan vítateigshornið sem sveif í fjærhornið, óverjandi fyrir Ingvar Jónsson í markinu.

Keflvíkingar voru betri fyrstu mínútur leiksins og það var ekki fyrr en um miðjan fyrri hálfleikinn sem Stjörnumenn virtust vakna. Á 31. mínútu áttu Stjörnumenn fínan spilkafla sem endaði með skotið frá Garðari Jóhannssyni sem Ómar hélt ekki í marki Keflvíkinga, boltinn barst til Mark Doninger sem átti ekki í vandræðum með að skora í tómt markið.

Staðan var því 1-1 í hálfleik í nokkuð kaflaskiptum leik.

Stjörnumenn byrjuðu seinni hálfleikinn nokkuð vel og Garðar Jóhannsson fékk færi til að koma heimamönnum yfir þegar hann komst einn gegn Ómari en Ómar varði vel í marki Keflvíkinga.

Eftri þetta færi má segja að allur máttur hafi farið úr heimamönnum. Gestirnir tóku öll völd á vellinum og voru alltaf líklegri til að bæta við. Hörður Sveinsson kom sterkur inn hjá Keflvíkingum eftir að hafa leyst meiddan Guðmund Steinarsson af velli í fyrri hálfleik og það fór svo að hann kom Suðurnesjapiltum yfir á 69. mínútu.

Það mark var vægast sagt slysalegt. Hálf misheppnuð stungusending á Hörð endaði hjá Daníel Laxdal sem virtist hafa fullt vald á boltanum, en í staðinn fyrir að hreinsa frá beið hann eftir Ingvari sem var kominn langt útúr markinu, Hörður stakk sér á milli og potaði honum í tómt markið framhjá Ingvari. Slysalegt mark en þó má ekki taka neitt af Herði sem barðist vel fyrir því.

Eftir markið fengu Stjörnumenn eitt færi til að jafna leikinn en varamaðurinn Snorri Páll Blöndal fór illa með fínan séns þegar hann skaut framhjá einn gegn Ómari.

Það var svo á 90. mínútu sem Jóhann Birnir tryggði sanngjarnan útisigur Keflvíkinga þegar hann nýtti færi sitt vel eftir að hafa sloppið einn í gegnum flata vörn Stjörnumanna.

Keflvíkingar voru góðir í leiknum en að sama skapi voru Stjörnumenn langt frá sínu besta. Einhver gæti sagt að þeir séu með hugann við bikarúrslitaleikinn sem er á næstu grösum en það á ekki að vera nein afsökun. Lykilmenn liðsins voru slakir í kvöld fyrir utan Mark Doninger sem var þeirra hættulegasti maður.

Það er þó ekki ætlunin að gera lítið úr liði Keflvíkinga sem eru með hörkulið sem spilar flottan bolta. Þeir misstu Guðmund Steinars af velli í fyrri hálfleik og svo fyrirliðann sinn Harald Frey í þeim síðari en samt sem áður var sigur þeirra sanngjarn. Það er erfitt að taka einhvern einn út sem þeirra besta mann í kvöld en Frans Elvarsson var öflugur allan leikinn og því fær hann nafnbótina maður leiksins.
Byrjunarlið:
Haraldur Freyr Guðmundsson ('56)
Ómar Jóhannsson
Jóhann Birnir Guðmundsson
5. Magnús Þór Magnússon (f) (f)
11. Magnús Sverrir Þorsteinsson
25. Frans Elvarsson (f)

Varamenn:
6. Einar Orri Einarsson
10. Hörður Sveinsson ('36)
11. Bojan Stefán Ljubicic

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Denis Selimovic ('51)
Magnús Þór Magnússon (f) ('34)
Haraldur Freyr Guðmundsson ('28)

Rauð spjöld: