Fram
3
2
Breiðablik
Hólmbert Aron Friðjónsson '26 1-0
1-1 Arnar Már Björgvinsson '45
1-2 Nichlas Rohde '58
Kristinn Ingi Halldórsson '62 2-2
Almarr Ormarsson '75 , víti 3-2
20.08.2012  -  19:15
Laugardalsvöllur
Pepsi-deildin
Aðstæður: Skýjað og völlurinn blautur
Dómari: Garðar Örn Hinriksson
Áhorfendur: 601
Maður leiksins: Kristinn Ingi Halldórsson (Fram)
Byrjunarlið:
1. Ögmundur Kristinsson (m)
Halldór Hermann Jónsson
Daði Guðmundsson
11. Almarr Ormarsson
14. Hlynur Atli Magnússon (f)

Varamenn:
1. Denis Cardaklija (m)
10. Orri Gunnarsson ('66)
11. Jökull Steinn Ólafsson
21. Stefán Birgir Jóhannesson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Sveinbjörn Jónasson ('73)
Ásgeir Gunnar Ásgeirsson ('55)

Rauð spjöld:
@elvargeir Elvar Geir Magnússon
Karakter eftir fjórar mínútur í fallsæti
Fram vann gríðarlega mikilvægan og sterkan sigur í skemmtilegum leik gegn Breiðabliki í 16. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld.

Byrjun leiksins einkenndist af baráttu en heimamenn voru aðeins grimmari og komust yfir þegar Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði af stuttu færi eftir fyrirgjöf. Hólmbert var kominn aftur í byrjunarlið Fram eftir að hafa misst sæti sitt í langan tíma.

Ögmundur Kristinsson, markvörður Fram, varði í nokkur skipti hreint frábærlega í fyrri hálfleiknum og gerði gestunum lífið leitt.

Í blálok fyrri hálfleiksins kom þó jöfnunarmarkið þegar Arnar Már Björgvinsson skoraði á laglegan hátt með föstu skoti í hornið. Staðan 1-1 í hálfleik.

Seinni hálfleikurinn var svo gríðarlega skemmtilegur. Nichlas Rohde kom Breiðabliki yfir eftir varnarmistök hjá Fram. Heimamenn vildu reyndar meina að boltinn hefði verið kominn vel aftur fyrir endamörk í aðdragandanum en ekkert var dæmt.

Með þessu marki lentu Framarar skyndilega í fallsæti þar sem Selfoss vann öruggan sigur á Grindavík fyrr í kvöld. Dvöl Framara í fallsætinu var þó aðeins fjórar mínútur.

Kristinn Ingi Halldórsson, maður leiksins í kvöld, jafnaði í 2-2 þegar Blikavörnin galopnaðist og sigurmarkið skoraði Almarr Ormarsson úr vítaspyrnu. Þeir tveir áttu mjög góðan leik í kvöld og voru bestu menn Fram ásamt Ögmundi markverði.

Framarar voru grimmari og unnu verðskuldað. Fallbaráttan er gríðarlega spennandi og ljóst að bláliðar svöruðu vel fyrir ömurlega frammistöðu í síðasta leik.
Byrjunarlið:
Olgeir Sigurgeirsson ('77)
Sigmar Ingi Sigurðarson
2. Gísli Páll Helgason
4. Damir Muminovic
18. Finnur Orri Margeirsson
19. Kristinn Jónsson
30. Andri Rafn Yeoman

Varamenn:
33. Hlynur Örn Hlöðversson (m)
9. Elfar Árni Aðalsteinsson ('77)
15. Davíð Kristján Ólafsson
27. Tómas Óli Garðarsson ('66)
77. Þórður Steinar Hreiðarsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Nichlas Rohde ('59)

Rauð spjöld: