Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
Grindavík
2
4
Breiðablik
0-1 Arnar Már Björgvinsson '11
0-2 Kristinn Jónsson '25
0-3 Tómas Óli Garðarsson '32
0-4 Davíð Kristján Ólafsson '33
Óli Baldur Bjarnason '49 1-4
Hafþór Ægir Vilhjálmsson '90 2-4
03.09.2012  -  18:00
Grindavíkurvöllur
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Blautur völlur
Dómari: Valgeir Valgeirsson
Áhorfendur: 245
Maður leiksins: Kristinn Jónsson (Breiðablik)
Byrjunarlið:
1. Óskar Pétursson (m)
Ray Anthony Jónsson
Óli Baldur Bjarnason ('74)
Marko Valdimar Stefánsson
9. Matthías Örn Friðriksson
10. Scott Ramsay ('74)
11. Tomi Ameobi

Varamenn:
2. Hákon Ívar Ólafsson
3. Daníel Leó Grétarsson ('87)
7. Alex Freyr Hilmarsson
11. Hafþór Ægir Vilhjálmsson ('74)
17. Magnús Björgvinsson ('74)
24. Björn Berg Bryde

Liðsstjórn:
Benóný Þórhallsson

Gul spjöld:
Scott Ramsay ('72)

Rauð spjöld:
@maggimar Magnús Már Einarsson
Blikar sendu Grindavík nær 1. deild
Blikar fóru góða til Grindavíkur þegar þeir unnu heimamenn 4-2 í kvöld. Blikar skoruðu Breiðablik fyrsta markið sitt á 11. mínútu. þar var að verki Arnar Már Björgvinsson þegar hann henti sér í boltann og setti hann örugglega í fjærhornið.

Blikar voru mun sterkari á upphafsmínútunum og dældu boltanum inn í vítateig Grindvíkinga sem voru í fullri vinnu við að verjast. Ekkert gekk hjá Grindavík sóknarlega, sóknarleikurinn var mjög tilviljunarkenndur og flestar sóknir enduðu yfirleitt með slakri fyrirgjöf.

Annað mark Blika kom á 25. mínútu og þar var að verki Kristinn Jónsson. Hnn fékk boltann vinstra meginn í teignum einn og óvaldaður og setti boltann uppí þaknetið.

Enn lágu Breiðblik í færum en aðeins þremur mínútum eftir annað markið komst Nichlas Rohde einn í gegn en Óskar í marki Grindavíkur gerði vel og varði skot hans.

Á 32. mínútu voru Grindvíkingar klaufar og misstu boltann á miðjunni, Tómas Óli Garðarson fékk boltann einn í gegn og setti hann örugglega framhjá Óskari Péturssyni. 3-0 eftir 32 mínútur. Aðeins mínútu seinna kom 4 mark Breiðabliks, þá áttu Blikar aukaspyrnu á miðjum velli og Rafn Andri Haraldsson skallaði boltann örugglega í mark Grindavíkur.

Á seinustu mínútu hálfleiksins átti Nichlas Rohde skot rétt framhjá úr ákjósanlegu færi, hann mikið pressaður af vörn Grindvíkinga og hitti boltann illa.

Það hresstist aðeins yfir Grindvíkingum í hálfleik og á 49 mínútu skoraði Óli Baldur Bjarnason. Hann var einn og óvaldaður í teignum og fékk frábæra sendingu frá Scott Ramsey og Óli Baldur skallaði hann örugglega í markið.

Seinni hálfleikur var mun rólegri en sá fyrri og Blikar voru þéttir til baka og skynsamir í sínum varnaraðgerðum, eitthvað klikkuðu þeir þó á 80 mínútu þá slapp Magnús Björgvinsson einn í gegn en setti boltann framhjá, Pape Mamadou Faye var einnig við hliðina á honum en Magnús ákvað að skjóta við litla hrifningu liðsfélga síns.

Kristinn Jónsson fór illa með gott færi fyrir Blika áður en Grindvíkingar náðu að pota inn marki á lokamínútunni en þá átti Magnús Björgvinsson góða sendingu fyrir og minnsti leikmaður vallarins Hafþór Ægir Vilhjálmsson stökk manna hæst og skallaði hann örugglega inn.

Þetta var það seinasta sem gerðist í leiknum og öruggur sigur Breiðabliks staðreynd og ekkert annað en fall blasir við suðurnesjamönnunum.
Byrjunarlið:
2. Gísli Páll Helgason
4. Damir Muminovic
15. Davíð Kristján Ólafsson
18. Finnur Orri Margeirsson
19. Kristinn Jónsson
27. Tómas Óli Garðarsson ('62)
30. Andri Rafn Yeoman ('70)

Varamenn:
9. Elfar Árni Aðalsteinsson
15. Adam Örn Arnarson ('85)

Liðsstjórn:
Olgeir Sigurgeirsson
Sigmar Ingi Sigurðarson

Gul spjöld:
Finnur Orri Margeirsson ('6)

Rauð spjöld: