Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
KR
0
4
Breiðablik
0-1 Kristinn Jónsson '34
0-2 Nichlas Rohde '72
0-3 Elfar Árni Aðalsteinsson '81
0-4 Tómas Óli Garðarsson '90
16.09.2012  -  17:00
KR-völlur
Pepsi-deild karla
Dómari: Þorvaldur Árnason
Maður leiksins: Kristinn Jónsson
Byrjunarlið:
2. Grétar Sigfinnur Sigurðarson
8. Baldur Sigurðsson
8. Þorsteinn Már Ragnarsson
8. Jónas Guðni Sævarsson
11. Emil Atlason
18. Aron Bjarki Jósepsson

Varamenn:
23. Atli Sigurjónsson ('79)
27. Aron Gauti Kristjánsson

Liðsstjórn:
Viktor Bjarki Arnarsson (Þ)

Gul spjöld:
Baldur Sigurðsson ('39)

Rauð spjöld:
@ Davíð Örn Atlason
Blikar niðurlægðu heimamenn í Frostaskjólinu
Breiðablik vann sögulegan 0-4 sigur á KR-ingum í Frostaskjóli núna fyrr í kvöld. Leikurinn er sögulegur að því leitinu til að þetta er stærsti ósigur KR á heimavelli frá upphafi.

Leikurinn var nokkuð jafn til að byrja með og skiptust liðin á að sækja. Vendipunktur leiksins var klárlega vítaspyrna sem að Ingvar Þór Kale, markvörður Breiðabliks, varði frá Englendingnum Gary Martin.

Það var ekki sjón að sjá KR-inga í þessum leik. Áhugaleysi og uppgjöf einkenndu leik þeirra og Blikarnir vildu þetta bara miklu meira.

Kristinn Jónsson kom Blikum yfir eftir rúman hálftíma með stórglæsilegu marki og eftir það var ljóst í hvað stefndi. Síðari hálfleikurinn var algjörlega eign Blika og opnuðust flóðgáttir undir lok hans.

Þrjú mörk komu á síðustu tuttugu mínútum leiksins og niðurlægingin var fullkomnuð.

Eins og áður sagði á KR ekki möguleika á Íslandsmeistaratitlinum og það hljóta að vera gríðarleg vonbrigði fyrir menn í Vesturbænum.

Blikar eru hins vegar komnir upp í fimmta sæti deildarinnar og eiga þeir enn einhvern möguleika á Evrópusæti.
Byrjunarlið:
4. Damir Muminovic
15. Davíð Kristján Ólafsson ('69)
19. Kristinn Jónsson
27. Tómas Óli Garðarsson
30. Andri Rafn Yeoman
77. Þórður Steinar Hreiðarsson

Varamenn:
9. Elfar Árni Aðalsteinsson ('69)
15. Adam Örn Arnarson
45. Guðjón Pétur Lýðsson ('87)

Liðsstjórn:
Olgeir Sigurgeirsson
Sigmar Ingi Sigurðarson

Gul spjöld:
Þórður Steinar Hreiðarsson ('52)

Rauð spjöld: