Valur
0
1
Keflavík
0-1
Ísak Örn Þórðarson
'11
11.09.2011 - 17:00
Vodafonevöllurinn
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Sól og blíða, smá gola
Dómari: Þorvaldur Árnason
Áhorfendur: Um 600
Maður leiksins: Ómar Jóhannsson
Vodafonevöllurinn
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Sól og blíða, smá gola
Dómari: Þorvaldur Árnason
Áhorfendur: Um 600
Maður leiksins: Ómar Jóhannsson
Byrjunarlið:
Matthías Guðmundsson
Haukur Páll Sigurðsson
13. Arnar Sveinn Geirsson
23. Andri Fannar Stefánsson
Varamenn:
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Haukur Páll Sigurðsson ('77)
Atli Sveinn Þórarinsson ('48)
Jónas Þór Næs ('44)
Rauð spjöld:
Keflavík náði sér í gríðarlega mikilvæg stig gegn Val
Keflavík vann í dag mjög mikilvægan sigur gegn liði Vals í Pepsi deild karla. Leiknum lauk með 1-0 sigri Keflvíkinga á Vodafone vellinum, en liðið var og er í raun ennþá í bullandi botnbaráttu og munu þessi þrjú stig reyndast þeim dýrmæt þar.
Leikurinn var ekkert allt of fjörugur til að byrja með en á 11. mínútu voru Keflvíkingar skyndilega komnir með forystuna. Þá sofnuðu Valsarar í vörninni, Hilmar Geir Eiðsson náði stungusendingu á Ísak Örn Þórðarson, sem var kominn einn í gegn og kláraði af mikilli yfirvegun framhjá Haraldi Björnssyni og í netið.
Valsarar sóttu aðeins í sig veðrið eftir að þeir lentu undir og var Hörður Sveinsson meðal annars ekki langt frá því að skora, en á 19. mínútu gerði Jónas Tór Næs sig þó sekan um virkilega klaufaleg mistök og fékk dæmda á sig vítaspyrnu, en hann braut á Jóhanni Birni Guðmundssyni í teignum eftir að sá síðarnefndi komst framhjá Færeyingnum.
Guðmundur Steinarsson steig á vítapunktinn en spyrna hans var vægast sagt afleit og Haraldur Björnsson varði og hélt boltanum. Í kjölfarið geystust heimamenn upp í skyndisókn þar sem Jón Vilhelm Ákason var hársbreidd frá því að jafna metin en Ómar Jóhannsson varði meistaralega frá honum.
Valsararnir voru talsvert meira með boltann það sem eftir lifði fyrri hálfleiksins og voru í nokkur skipti hársbreidd frá því að skapa sér hættuleg færi, en alltaf vantaði þó herslumuninn. Keflvíkingar fengu eina aukaspyrnu á hættulegum stað en ekkert varð úr henni, skot Guðmundar Steinarssonar fór beint í varnarvegginn.
Leikurinn datt síðan aðeins niður síðustu mínúturnar og var staðan ennþá 1-0 gestunum í vil þegar flautað var til leikhlés.
Seinni hálfleikurinn var ekki upp á marga fiska, vægt til orða tekið. Keflvíkingarnir virtust leggja megináherslu á að halda forskotinu og Völsurum gekk afar illa að opna vörn þeirra. Sóknarleikurinn var hugmyndasnauður og í raun gerðist lítið sem ekkert þar til á 73. mínútu þegar varamaðurinn Christian Mouritsen komst í mjög gott færi.
Mouritsen fékk þá sendingu frá öðrum varamanni, Brynjari Kristmundssyni, og var í fyrirtaks skotfæri í teignum og þrumaði knettinum á markið, en Ómar Jóhannsson varði meistaralega. Andri Fannar Stefánsson náði svo öðru skoti í kjölfarið en Ómar blakaði því yfir markið.
Í uppbótartíma fékk áðurnefndur Brynjar síðan sannkallað dauðafæri til að ná stigi í hús fyrir Valsara en honum brást bogalistin einn gegn Ómari og skaut beint á markvörðinn. Skömmu síðar var svo flautað til leikhlés og lokatölur 1-0 Keflvíkingum í vil.
Með þessum sigri fór Keflavík upp í 7. sætið úr því 10. og eru þeir með 20 stig, fyrir ofan Breiðablik, Grindavík og Þór sem eru enn í bullandi fallbaráttu. Auk þess eiga þeir leik inni gegn KR.
Valsarar eru hins vegar með 29 stig í 4. sætinu sem gefur sæti í Evrópukeppni eins og er í kjölfar þess að KR tapaði gegn FH í dag og missti ÍBV upp fyrir sig. Við eigum því von á spennandi lokakafla í Pepsi deildinni í ár.
Leikurinn var ekkert allt of fjörugur til að byrja með en á 11. mínútu voru Keflvíkingar skyndilega komnir með forystuna. Þá sofnuðu Valsarar í vörninni, Hilmar Geir Eiðsson náði stungusendingu á Ísak Örn Þórðarson, sem var kominn einn í gegn og kláraði af mikilli yfirvegun framhjá Haraldi Björnssyni og í netið.
Valsarar sóttu aðeins í sig veðrið eftir að þeir lentu undir og var Hörður Sveinsson meðal annars ekki langt frá því að skora, en á 19. mínútu gerði Jónas Tór Næs sig þó sekan um virkilega klaufaleg mistök og fékk dæmda á sig vítaspyrnu, en hann braut á Jóhanni Birni Guðmundssyni í teignum eftir að sá síðarnefndi komst framhjá Færeyingnum.
Guðmundur Steinarsson steig á vítapunktinn en spyrna hans var vægast sagt afleit og Haraldur Björnsson varði og hélt boltanum. Í kjölfarið geystust heimamenn upp í skyndisókn þar sem Jón Vilhelm Ákason var hársbreidd frá því að jafna metin en Ómar Jóhannsson varði meistaralega frá honum.
Valsararnir voru talsvert meira með boltann það sem eftir lifði fyrri hálfleiksins og voru í nokkur skipti hársbreidd frá því að skapa sér hættuleg færi, en alltaf vantaði þó herslumuninn. Keflvíkingar fengu eina aukaspyrnu á hættulegum stað en ekkert varð úr henni, skot Guðmundar Steinarssonar fór beint í varnarvegginn.
Leikurinn datt síðan aðeins niður síðustu mínúturnar og var staðan ennþá 1-0 gestunum í vil þegar flautað var til leikhlés.
Seinni hálfleikurinn var ekki upp á marga fiska, vægt til orða tekið. Keflvíkingarnir virtust leggja megináherslu á að halda forskotinu og Völsurum gekk afar illa að opna vörn þeirra. Sóknarleikurinn var hugmyndasnauður og í raun gerðist lítið sem ekkert þar til á 73. mínútu þegar varamaðurinn Christian Mouritsen komst í mjög gott færi.
Mouritsen fékk þá sendingu frá öðrum varamanni, Brynjari Kristmundssyni, og var í fyrirtaks skotfæri í teignum og þrumaði knettinum á markið, en Ómar Jóhannsson varði meistaralega. Andri Fannar Stefánsson náði svo öðru skoti í kjölfarið en Ómar blakaði því yfir markið.
Í uppbótartíma fékk áðurnefndur Brynjar síðan sannkallað dauðafæri til að ná stigi í hús fyrir Valsara en honum brást bogalistin einn gegn Ómari og skaut beint á markvörðinn. Skömmu síðar var svo flautað til leikhlés og lokatölur 1-0 Keflvíkingum í vil.
Með þessum sigri fór Keflavík upp í 7. sætið úr því 10. og eru þeir með 20 stig, fyrir ofan Breiðablik, Grindavík og Þór sem eru enn í bullandi fallbaráttu. Auk þess eiga þeir leik inni gegn KR.
Valsarar eru hins vegar með 29 stig í 4. sætinu sem gefur sæti í Evrópukeppni eins og er í kjölfar þess að KR tapaði gegn FH í dag og missti ÍBV upp fyrir sig. Við eigum því von á spennandi lokakafla í Pepsi deildinni í ár.
Byrjunarlið:
Ómar Jóhannsson
Guðjón Árni Antoníusson
Jóhann Birnir Guðmundsson
('78)
6. Einar Orri Einarsson
25. Frans Elvarsson (f)
Varamenn:
11. Magnús Sverrir Þorsteinsson
20. Magnús Þórir Matthíasson
('78)
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Frans Elvarsson ('78)
Einar Orri Einarsson ('60)
Guðmundur Steinarsson ('58)
Rauð spjöld: