Breiðablik
4
1
Selfoss
Aldís Kara Lúðvíksdóttir
'8
1-0
Rakel Hönnudóttir
'11
2-0
2-1
Guðmunda Brynja Óladóttir
'32
Björk Gunnarsdóttir
'52
3-1
Hlín Gunnlaugsdóttir
'68
4-1
22.05.2013 - 19:15
Kópavogsvöllur
Pepsi-deild kvenna
Aðstæður: Smá vindur en sólskyn og fínt veður.
Dómari: Oddur Helgi Guðmundsson
Áhorfendur: 247
Maður leiksins: Birna Kristjánsdóttir (Breiðablik)
Kópavogsvöllur
Pepsi-deild kvenna
Aðstæður: Smá vindur en sólskyn og fínt veður.
Dómari: Oddur Helgi Guðmundsson
Áhorfendur: 247
Maður leiksins: Birna Kristjánsdóttir (Breiðablik)
Byrjunarlið:
1. Rakel Hönnudóttir (m)
Ragna Björg Einarsdóttir
Birna Kristjánsdóttir
Fjolla Shala
3. Hlín Gunnlaugsdóttir
4. María Rós Arngrímsdóttir
('77)
6. Aldís Kara Lúðvíksdóttir
9. Gréta Mjöll Samúelsdóttir (F)
('50)
10. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir
10. Jóna Kristín Hauksdóttir
10. Berglind Björg Þorvaldsdóttir
('67)
Varamenn:
26. Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir (m)
2. Lilja Dögg Valþórsdóttir
4. Björk Gunnarsdóttir
('50)
6. Rakel Ýr Einarsdóttir
7. Hildur Sif Hauksdóttir
('77)
25. Ingibjörg Sigurðardóttir
('67)
Liðsstjórn:
Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir
Gul spjöld:
Rauð spjöld:
Breiðablik með fullt hús stiga eftir sigur á liði Selfoss
Breiðablik heldur áfram frábærri byrjun sinni á Íslandsmótinu og sigur liðsins á Selfossliðinu í kvöld var fjórði sigurleikur þeirra úr jafnmörgum leikjum og liðið því með fullt hús stiga á toppnum ásamt nágrönnum sínum úr Stjörnunni sem einnig eru í toppsætinu.
Liðin mættust líka í fjórðu umferðinni í fyrra og þá vann Breiðablik stórsigur, 7-1 en í kvöld var ljóst að Selfoss liðið ætlaði að selja sig dýrt og reyna að ná fram úrslitum úr leiknum. Liðið er þrátt fyrir tap í kvöld með sjö stig í fjórða sæti deildarinnar sem verður að teljast ásættanleg staða enn sem komið er.
Selfyssingar fengu skell strax í byrjun leiksins þegar Breiðablik skoraði tvö mörk á þriggja mínútna kafla og var komið í 2-0 eftir 11 mínútna leik. Fyrst skoraði Aldís Kara Lúðvíksdóttir fyrsta deildarmark sitt fyrir félagið og Rakel Hönnudóttir bætti öðru við.
Selfoss gáfust ekki upp og héldu áfram haus sem skilaði þeim marki eftir hálftíma, markið skoraði Guðmunda Brynja Óladóttir eftir undirbúning Andreu Ýrar Gústavsdóttur.
Staðan orðin 2-1 og fram að hálfleik komst Selfoss í tvígang í góð færi en Birna Kristjánsdóttir varði vel og kom í veg fyrir að Blikar fengju á sig jöfnunarmarkið.
Breiðablik missti Gretu Mjöll Samúelsdóttur af velli í byrjun síðari hálfleiks en hún vankaðist við höfuðhögg þegar Dalton markvörður Selfoss kýldi í hana þegar hún reyndi að ná til boltans. Greta var orðinn hress í leikslok.
Björk Gunnarsdóttir kom inná í hennar stað og innkoma hennar átti eftir að afgreiða leikinn alveg. Fyrst skoraði hún sjálf þriðja mark liðsins eftir undirbúning Hlínar Gunnlaugsdóttur og þakkaði svo fyrir sig og lagði upp fyrir Hlín fjórða markið.
Seint í leiknum meiddist Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir og var borin af velli, meidd á ökkla. Ekki er enn ljóst með hversu alvarleg meiðsli hennar eru en vegna þess að Breiðablik var búið með skiptingar sínar spilaði liðið manni færri í tæpan stundarfjórðung.
Birna Kristjánsdóttir markvörður Breiðabliks var af öðrum ólöstuðum besti leikmaður vallarins. Hún varði á tíðum í erfiðum stöðum og kom vel út á móti boltanum.
Liðin mættust líka í fjórðu umferðinni í fyrra og þá vann Breiðablik stórsigur, 7-1 en í kvöld var ljóst að Selfoss liðið ætlaði að selja sig dýrt og reyna að ná fram úrslitum úr leiknum. Liðið er þrátt fyrir tap í kvöld með sjö stig í fjórða sæti deildarinnar sem verður að teljast ásættanleg staða enn sem komið er.
Selfyssingar fengu skell strax í byrjun leiksins þegar Breiðablik skoraði tvö mörk á þriggja mínútna kafla og var komið í 2-0 eftir 11 mínútna leik. Fyrst skoraði Aldís Kara Lúðvíksdóttir fyrsta deildarmark sitt fyrir félagið og Rakel Hönnudóttir bætti öðru við.
Selfoss gáfust ekki upp og héldu áfram haus sem skilaði þeim marki eftir hálftíma, markið skoraði Guðmunda Brynja Óladóttir eftir undirbúning Andreu Ýrar Gústavsdóttur.
Staðan orðin 2-1 og fram að hálfleik komst Selfoss í tvígang í góð færi en Birna Kristjánsdóttir varði vel og kom í veg fyrir að Blikar fengju á sig jöfnunarmarkið.
Breiðablik missti Gretu Mjöll Samúelsdóttur af velli í byrjun síðari hálfleiks en hún vankaðist við höfuðhögg þegar Dalton markvörður Selfoss kýldi í hana þegar hún reyndi að ná til boltans. Greta var orðinn hress í leikslok.
Björk Gunnarsdóttir kom inná í hennar stað og innkoma hennar átti eftir að afgreiða leikinn alveg. Fyrst skoraði hún sjálf þriðja mark liðsins eftir undirbúning Hlínar Gunnlaugsdóttur og þakkaði svo fyrir sig og lagði upp fyrir Hlín fjórða markið.
Seint í leiknum meiddist Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir og var borin af velli, meidd á ökkla. Ekki er enn ljóst með hversu alvarleg meiðsli hennar eru en vegna þess að Breiðablik var búið með skiptingar sínar spilaði liðið manni færri í tæpan stundarfjórðung.
Birna Kristjánsdóttir markvörður Breiðabliks var af öðrum ólöstuðum besti leikmaður vallarins. Hún varði á tíðum í erfiðum stöðum og kom vel út á móti boltanum.
Byrjunarlið:
1. Michele K Dalton (m)
Katrín Ýr Friðgeirsdóttir
Bríet Mörk Ómarsdóttir
2. Hrafnhildur Hauksdóttir
5. Tiana R Brockway
10. Guðmunda Brynja Óladóttir
11. Karen Inga Bergsdóttir
('89)
14. Karitas Tómasdóttir
18. Andrea Ýr Gústavsdóttir
20. Valorie O'Brien
Varamenn:
12. Inga Lára Sveinsdóttir (m)
7. Anna María Friðgeirsdóttir
('89)
8. Íris Sverrisdóttir
23. Karítas Águstsdóttir
29. Katrín Rúnarsdóttir
Liðsstjórn:
Þórhildur Svava Svavarsdóttir
Gul spjöld:
Rauð spjöld: