Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
HK
0
4
Breiðablik
Stefán Jóhann Eggertsson '29
0-1 Sverrir Ingi Ingason '30 , víti
0-2 Nichlas Rohde '55
0-3 Árni Vilhjálmsson '83
0-4 Ellert Hreinsson '90
30.05.2013  -  19:15
Kópavogsvöllur
Borgunarbikarinn | 32 liða úrslit
Dómari: Þorvaldur Árnason
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
4. Leifur Andri Leifsson (f)
7. Ólafur V. Júlíusson
8. Stefán Jóhann Eggertsson
10. Ásgeir Marteinsson
15. Aron Lloyd Green
18. Guðmundur Atli Steinþórsson ('67)
20. Hörður Magnússon
22. Birgir Ólafur Helgason ('35)

Varamenn:
5. Bogi Rafn Einarsson
10. Sverrir Þór Garðarsson
11. Sölvi Víðisson
13. Ragnar Mar Sigrúnarson ('35)
19. Marteinn Már Antonsson
23. Kristján Atli Marteinsson
28. Aron Rafn Gissurarson ('67)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Aron Lloyd Green ('78)

Rauð spjöld:
Stefán Jóhann Eggertsson ('29)
@elvargeir Elvar Geir Magnússon
Kópavogurinn iðagrænn
Það var Kópavogsslagur í bikarnum í kvöld. HK og Breiðablik áttust við, tvö lið sem mætast sjaldan um þessar mundir. Áhorfendafjöldinn náði ekki þúsund sem er í raun skandall. Skrifast það aðallega á stuðningsmenn HK en Blikarnir áttu stúkuna í kvöld með húð og hári.

Blikarnir áttu líka leikinn með húð og hári. Stærsta atriði leiksins kom í fyrri hálfleik, Eftir 29 mínútna leik brá Stefán Eggertsson sér í hlutverk markvarðar og Þorvaldur Árnason, góður dómari leiksins, gat ekki annað en sent Stefán í bað og dæmt vítaspyrnu.

Á punktinn steig Sverrir Ingi Ingason og sýndi að vítaklúðrið í Vestmannaeyjum var bara óheppni, hann er hörku vítaskytta og náði að brjóta ísinn. Þar með var leik í raun lokið. Fyrir leik var ljóst að þetta yrði ansi erfitt fyrir HK-inga en einum færri var dæmið vonlaust.

HK-ingar ógnuðu marki Blika ekkert og Gunnleifur Gunnleifsson fékk að vera áhorfandi á besta stað gegn sínu gamla félagi. Það tók reyndar smá tíma fyrir Blika að gera alveg út um leikinn en sigur liðsins var aldrei í hættu.

HK getur nú einbeitt sér alfarið að því verkefni að koma sér upp úr 2. deildinni. Verkefni sem er enn stærra en margir héldu eftir smá erfiðlega í byrun tímabils. En Blikar geta borið höfuðið hátt í Smáralindinni, ljóst er að Kópavogur er iðagrænn.
Byrjunarlið:
Olgeir Sigurgeirsson ('77)
4. Damir Muminovic ('67)
9. Elfar Árni Aðalsteinsson
17. Elvar Páll Sigurðsson
18. Finnur Orri Margeirsson ('46)
19. Kristinn Jónsson
22. Ellert Hreinsson
77. Þórður Steinar Hreiðarsson

Varamenn:
24. Arnór Bjarki Hafsteinsson (m)
6. Alexander Helgi Sigurðarson
10. Árni Vilhjálmsson ('77)
16. Ernir Bjarnason ('67)
26. Páll Olgeir Þorsteinsson
45. Guðjón Pétur Lýðsson ('46)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: