KR
1
1
Grindavík
Grétar Sigfinnur Sigurðarson
'49
1-0
1-1
Óli Baldur Bjarnason
'78
15.09.2011 - 17:15
KR völlur
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Skýjað en ágætlega hlýtt
Dómari: Magnús Þórisson
Maður leiksins: Óskar Pétursson
KR völlur
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Skýjað en ágætlega hlýtt
Dómari: Magnús Þórisson
Maður leiksins: Óskar Pétursson
Byrjunarlið:
Viktor Bjarki Arnarsson
('67)
2. Grétar Sigfinnur Sigurðarson
6. Gunnar Þór Gunnarsson
('46)
8. Baldur Sigurðsson
9. Kjartan Henry Finnbogason
18. Aron Bjarki Jósepsson
23. Atli Sigurjónsson
Varamenn:
5. Egill Jónsson
('67)
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Kjartan Henry Finnbogason ('90)
Gunnar Þór Gunnarsson ('17)
Rauð spjöld:
Jafntefli dugði KR til að endurheimta toppsætið
KR og Grindavík skildu í dag jöfn þegar liðin mættust í Vesturbænum í 19. umferð Pepsi deildar karla. Lokatölur voru 1-1 og eru KR-ingar aftur komnir í toppsætið með 39 stig, að vísu á markatölu, á meðan Grindavík er 10. sætinu með 20 stig, fimm stigum frá fallsæti.
Heimamenn voru talsvert betri til að byrja með og fengu fyrsta dauðafærið á 11. mínútu þegar Viktor Bjarki Arnarsson átti frábæra sendingu á Kjartan Henry Finnbogason. Kjartan Henry var kominn í góða stöðu einn gegn Óskari Péturssyni í markinu, en Óskar lokaði vel á Kjartan og gerði skotfæri hans örlítið of þröngt þannig að skotið fór í hliðarnetið. Kjartan hefði samt hugsanlega átt að gera betur þarna, en hann fékk nokkur fín færi í leiknum.
Tíu mínútum síðar var Björn Jónsson hársbreidd frá því að koma KR-ingum yfir, en hann kom sér þá í gott skotfæri og náði fínasta skoti, en Óskar varði virkilega vel í horn.
KR-ingar fengu nokkur ágæt færi og þjörmuðu vel að Grindvíkingum í fyrri hálfleiknum en staðan var þó enn markalaus þegar leikmenn gengu til búningsklefanna.
Það tók KR-inga þó ekki nema fimm mínútur tæpar að skora fyrsta markið í seinni hálfleiknum, en þar var á ferðinni varnarmaðurinn Grétar Sigfinnur Sigurðarson. KR-ingar útfærðu þá hornspyrnu sína af stakri snilld, tóku hana stutt og Bjarni Guðjónsson gaf síðan á Grétar sem stangaði knöttinn í netið. Ekki annað hægt að segja en að forystan hafi verið verðskulduð á þessum tímapunkti.
Grindvíkingar fengu þó sín færi einnig og var ágætis stígandi í þeirra spili eftir því sem leið á leikinn. Jóhann Helgason fékk fínt færi sem Hannes varði í horn og svo skoraði Magnús Björgvinsson mark á 69. mínútu sem dæmt var af vegna rangstöðu. Hann fékk þá frábæra sendingu inn í teiginn og kláraði mjög vel, en markið stóð þó ekki.
Tíu mínútum síðar jöfnuðu Grindvíkingar þó metin þegar Óli Baldur Bjarnason skoraði mark sem hugsanlega má telja fallegasta mark sumarsins. Boltinn fór þá inn í teiginn og Óli Baldur ákvað að splæsa í eina rándýra hjólhestaspyrnu sem skilaði sér með marki. Boltinn fór í stöngina og inn, algerlega óverjandi fyrir Hannes í marki KR.
Grindvíkingar hefðu getað stolið sigrinum en það hefði þó líkast til verið sanngjarnara ef hann hefði dottið með KR. Þeir þjörmuðu vel að gestunum á lokamínútunum og fékk Kjartan Henry meðal annars dauðafæri til að endurheimta forskotið.
Fleiri urðu mörkin þó ekki og lokatölur í Frostaskjólinu 1-1 og ljóst að Grindvíkingarnir ættu að vera sáttari með þau úrslit heldur en heimamenn.
Heimamenn voru talsvert betri til að byrja með og fengu fyrsta dauðafærið á 11. mínútu þegar Viktor Bjarki Arnarsson átti frábæra sendingu á Kjartan Henry Finnbogason. Kjartan Henry var kominn í góða stöðu einn gegn Óskari Péturssyni í markinu, en Óskar lokaði vel á Kjartan og gerði skotfæri hans örlítið of þröngt þannig að skotið fór í hliðarnetið. Kjartan hefði samt hugsanlega átt að gera betur þarna, en hann fékk nokkur fín færi í leiknum.
Tíu mínútum síðar var Björn Jónsson hársbreidd frá því að koma KR-ingum yfir, en hann kom sér þá í gott skotfæri og náði fínasta skoti, en Óskar varði virkilega vel í horn.
KR-ingar fengu nokkur ágæt færi og þjörmuðu vel að Grindvíkingum í fyrri hálfleiknum en staðan var þó enn markalaus þegar leikmenn gengu til búningsklefanna.
Það tók KR-inga þó ekki nema fimm mínútur tæpar að skora fyrsta markið í seinni hálfleiknum, en þar var á ferðinni varnarmaðurinn Grétar Sigfinnur Sigurðarson. KR-ingar útfærðu þá hornspyrnu sína af stakri snilld, tóku hana stutt og Bjarni Guðjónsson gaf síðan á Grétar sem stangaði knöttinn í netið. Ekki annað hægt að segja en að forystan hafi verið verðskulduð á þessum tímapunkti.
Grindvíkingar fengu þó sín færi einnig og var ágætis stígandi í þeirra spili eftir því sem leið á leikinn. Jóhann Helgason fékk fínt færi sem Hannes varði í horn og svo skoraði Magnús Björgvinsson mark á 69. mínútu sem dæmt var af vegna rangstöðu. Hann fékk þá frábæra sendingu inn í teiginn og kláraði mjög vel, en markið stóð þó ekki.
Tíu mínútum síðar jöfnuðu Grindvíkingar þó metin þegar Óli Baldur Bjarnason skoraði mark sem hugsanlega má telja fallegasta mark sumarsins. Boltinn fór þá inn í teiginn og Óli Baldur ákvað að splæsa í eina rándýra hjólhestaspyrnu sem skilaði sér með marki. Boltinn fór í stöngina og inn, algerlega óverjandi fyrir Hannes í marki KR.
Grindvíkingar hefðu getað stolið sigrinum en það hefði þó líkast til verið sanngjarnara ef hann hefði dottið með KR. Þeir þjörmuðu vel að gestunum á lokamínútunum og fékk Kjartan Henry meðal annars dauðafæri til að endurheimta forskotið.
Fleiri urðu mörkin þó ekki og lokatölur í Frostaskjólinu 1-1 og ljóst að Grindvíkingarnir ættu að vera sáttari með þau úrslit heldur en heimamenn.
Byrjunarlið:
1. Óskar Pétursson (m)
Orri Freyr Hjaltalín
('64)
Óli Baldur Bjarnason
Jósef Kristinn Jósefsson
8. Jóhann Helgason
9. Matthías Örn Friðriksson
10. Scott Ramsay
17. Magnús Björgvinsson
25. Alexander Magnússon
Varamenn:
2. Hákon Ívar Ólafsson
11. Hafþór Ægir Vilhjálmsson
16. Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
20. Stefán Þór Pálsson
Liðsstjórn:
Ray Anthony Jónsson (Þ)
Gul spjöld:
Matthías Örn Friðriksson ('52)
Rauð spjöld: