Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
KA
1
0
BÍ/Bolungarvík
Hallgrímur Mar Steingrímsson '39 1-0
Dennis Nielsen '89
22.06.2013  -  14:00
Akureyrarvöllur
1. deild karla
Aðstæður: Léttskýjað og norðan gola
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Byrjunarlið:
29. Sandor Matus (m)
Davíð Rúnar Bjarnason
5. Ómar Friðriksson
6. Atli Sveinn Þórarinsson
7. Bjarki Baldvinsson
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
10. Bessi Víðisson ('80)
18. Jón Heiðar Magnússon
25. Carsten Faarbech Pedersen ('90)
33. Ivan Dragicevic

Varamenn:
18. Fannar Hafsteinsson (m)
2. Gunnar Valur Gunnarsson ('90)
4. Andrés Vilhjálmsson
7. Ævar Ingi Jóhannesson ('68)
11. Gunnar Már Magnússon
21. Kristján Freyr Óðinsson ('80)
23. Fannar Freyr Gíslason

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Hallgrímur Mar Steingrímsson ('88)
Atli Sveinn Þórarinsson ('74)

Rauð spjöld:
@ Birgir H. Stefánsson
Fyrsti heimasigur KA
Það var boðið upp á fínasta sumarveður þegar heimamenn í KA tóku á móti BÍ/Bolungarvík í leit að sínum fyrsta heimasigri í 1. deild þetta sumarið. Útlitið var ekkert allt of bjart fyrir leik þar sem hópurinn virkaði nokkuð vængbrotin enda t.d. þrír erlendir leikmenn KA fjarverandi vegna meiðsla. Lið BÍ/Bolungarvíkur hafði aftur á móti byrjað mótið afar vel og var fyrir leikinn jafnt Grindavík í efsta sætinu.

Leikurinn var nokkuð fjörugur í upphafi og liðin skiptust á að sækja en það voru heimamenn sem voru í heild nokkuð sterkari í fyrri hálfleiknum og fengu betri færi en illa gekk að klára þau og þá sérstaklega Carsten Pedersen sem fékk þau nokkur. Það kemur líklegast fáum á óvart að það hafi verið Hallgrímur Mar Steingrímsson sem braut ísinn en með þessu marki í dag hefur hann þá skorað akkúrat helming marka KA í sumar. Heimamenn fengu þá aukaspyrnu um 25m metra frá endalínu beint fyrir utan vítateigshornið á vinstri vængnum, Hallgrímur mætti á svæðið og skaup boltanum innanfótar beint upp í samskeytin nær, glæsileg spyrna.

Færin héldu áfram að láta sjá sig í seinni hálfleiknum en mörkin ekki. Hjá heimamönnum var það Carsten Pedersen sem áfram var áberandi en án árangurs. Besta færi Djúpmanna til að jafna leikinn kom líklegast um fimm mínútum fyrir leikslok þegar góð sending kom fyrir markið og Alexander Veigar Þórarinsson mætti honum á láréttu flugi við markteigslínuna en skalli hans var niður í grasið og framhjá markinu.

Á 89. mínútu varð svo allt vitlaust á vellinum. Hallgrímur Mar virtist þá sparka boltanum upp í hendina á sér en hvorki dómari leiksins né aðstoðardómarinn sem virtist vera vel staðsettur sögðu mönnum að halda áfram. Dennis Nielsen var þó á öðru máli og lét nokkur vel valin orð falla og uppskar fyrir það sitt seinna gula spjald og þar með rautt. Stuttu Seinna flautaði Ívar Orri Kristjánsson leikinn af og fyrsti heimasigur KA því staðreynd.
Byrjunarlið:
1. Alejandro Munoz (m)
4. Hafsteinn Rúnar Helgason
5. Loic Mbang Ondo ('80)
5. Michael Abnett
6. Gunnar Már Elíasson
6. Nigel Francis Quashie
7. Sigurgeir Sveinn Gíslason
10. Alexander Veigar Þórarinsson
11. Max Touloute ('68)
21. Dennis Nielsen

Varamenn:
12. Bjarki Pétursson (m)
2. Axel Sveinsson
9. Ólafur Atli Einarsson
16. Daniel Osafo-Badu ('80)
18. Matthías Kroknes Jóhannsson ('68)
20. Michael Smith

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Dennis Nielsen ('86)
Loic Mbang Ondo ('37)

Rauð spjöld:
Dennis Nielsen ('89)