Keflavík
1
1
Breiðablik
0-1
Tómas Óli Garðarsson
'19
Jóhann Birnir Guðmundsson
'43
1-1
15.09.2011 - 17:15
Nettóvöllurinn
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Rigning og þétt gola
Dómari: Gunnar Jarl Jónsson. Mjög góður
Áhorfendur: 623
Maður leiksins: Sigmar Ingi Sigurðsson
Nettóvöllurinn
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Rigning og þétt gola
Dómari: Gunnar Jarl Jónsson. Mjög góður
Áhorfendur: 623
Maður leiksins: Sigmar Ingi Sigurðsson
Byrjunarlið:
Ómar Jóhannsson
Guðjón Árni Antoníusson
Jóhann Birnir Guðmundsson
('86)
6. Einar Orri Einarsson
25. Frans Elvarsson (f)
Varamenn:
11. Magnús Sverrir Þorsteinsson
('86)
20. Magnús Þórir Matthíasson
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Brynjar Örn Guðmundsson ('90)
Einar Orri Einarsson ('55)
Jóhann Birnir Guðmundsson ('50)
Rauð spjöld:
Jafntefli sanngjarnt hjá Keflavík og Breiðablik
Það var heldur blautt og nepjulegt veður þegar Keflavík tók á móti Breiðablik á Nettóvellinum í Keflavík í dag. Liðin búin búin að vera í basli og því mikilvægt fyrir bæði lið að halda í það minnsta punktinum sem þau höfðu þegar Gunnar Jarl Jónsson flautaði til leiks í dag.
Jafnræði var með liðunum í fyrstu og lítið um að vera inn í vítateigunum í upphafi leiks. Blikarnir reyndu mikið að fara upp vinstri vænginn þar sem nafnarnir Kristinn Jónsson og Steindórsson létu hægri vængmenn oft líta illa út í leiknum.
Það voru þó heimamenn sem fengu fyrstu hálffæri þessa leiks og voru það tvær aukaspyrnur Guðmundar Steinarssonar sem Sigmar í marki Blika átti þó ekki í erfiðleikum með að verja.
En það dró loks til tíðinda á 19.mín. Kristinn Jónsson átti þá sendingu út í teiginn og þar var mættur Tómas Óli Garðarsson og hann lagði knöttinn af yfirvegun í markið með vinstri fæti og kom Blikum yfir.
Á 28.mín bjarga Blikar svo á línu eftir skot beint úr hornspyrnu frá Guðmundi Steinarssyni. Það var Tómas Óli markaskorari Blika sem bjargaði.
Á 40.mín skoruðu svo heimamenn mark eftir fallega sókn upp vinstri vænginn en Hilmar Geir var réttilega dæmdur rangstæður og markið stóð því ekki.
En á markamínútunni miklu, 43. kom svo jöfnunarmark heimamanna. Jóhann Birnir Guðmundsson átti þá hörkuskot utarlega úr vítateignum. Boltinn breytti um stefnu af Tómasi Óla og Sigmar í marki Blika kom engum vörnum við og staðan því orðin 1-1 og með þá stöðu gengu liðin til búningsherbergja.
Fyrri hálfleikurinn var frekar dapur en skilaði þó tveimur mörkum.
Það var svo allt annað uppá teningnum í seinni hálfleik. Upphaf hans einkenndist þó af mikilli baráttu án marktækifæra en þau áttu þó eftir að koma um miðbik hálfleiksins.
Á 59. mín fékk Kristinn Steindórsson fínt færi í miðjum vítateig Keflavíkur en Ómar Jóhannsson markmaður heimamanna varði vel.
Menn voru enn að meðtaka það færi þegar Hilmar Geir Eiðsson fékk dauðafæri hinumeginn á vellinum en þá var komið að Sigmari Inga Sigurðssyni makverði Blika að sýna snilldar tilþrif og verja vel.
Þessi tvö dauðafæri á sömu mínútu og menn á pöllum og blaðamannastúku vissu vart hvort þeir voru að koma eða fara.
Sem betur fer þá fór enginn neitt því aðeins tæpri mínútu seinna kom enn eitt dauðafærið. Tómas Óli átti hörkuskalla að marki Keflavíkur sem var varinn á marklínu , þaðan barst boltinn til Kristins Steindórssonar sem átti skot í slá. Þrjú dauðafæri á 2 mínútum.
Á 63.mín átti svo Kári Ársælsson skot að marki Keflavíkur eftir hornspyrnu, en skotið vel framhjá markinu .
Á 67. mín er Kristinn Jónsson enn og aftur að fara illa með Guðjón Árna vinstri bakvörð Keflavíkur. Hann sólaði hann upp úr skónum og átti gott skot en rétt framhjá markinu.
Næstu 15 mín voru Keflvíkingar mjög aðgangsharðir og pressuðu Blika nokkuð stíft en náðu ekki að skapa sér nein veruleg marktækifæri.
En síðasta færi leiksins átti Krtistinn Steindórsson. Hann komst í sannkallað dauðafæri en slappt skot hans fór langt framhjá markinu og spurning hvort útivallarmarkaþurrð hans sé farinn að hafa áhrif á strákinn.
Umdeilt atvik átti sér samt stað undir lok leiksins þegar brotið virtist á Jóhanni Birni Guðmundssyni inn í vítateig Blika og Gunnar Jarl, góður dómari leiksins, virtist benda á vítapunktinn. Aðstoðarmaður hans Sigurður Óli Þorleifsson hefur sennilega séð atvikið betur því hann flaggaði og niðurstaða Jarlsins fór í að gefa Jóhanni Birni gult spjald fyrir leikaraskap.
Leiknum lauk því með jafntefli 1-1 sem voru nokkuð sanngjörn úrslit miðað við gang leiksins.
Jafnræði var með liðunum í fyrstu og lítið um að vera inn í vítateigunum í upphafi leiks. Blikarnir reyndu mikið að fara upp vinstri vænginn þar sem nafnarnir Kristinn Jónsson og Steindórsson létu hægri vængmenn oft líta illa út í leiknum.
Það voru þó heimamenn sem fengu fyrstu hálffæri þessa leiks og voru það tvær aukaspyrnur Guðmundar Steinarssonar sem Sigmar í marki Blika átti þó ekki í erfiðleikum með að verja.
En það dró loks til tíðinda á 19.mín. Kristinn Jónsson átti þá sendingu út í teiginn og þar var mættur Tómas Óli Garðarsson og hann lagði knöttinn af yfirvegun í markið með vinstri fæti og kom Blikum yfir.
Á 28.mín bjarga Blikar svo á línu eftir skot beint úr hornspyrnu frá Guðmundi Steinarssyni. Það var Tómas Óli markaskorari Blika sem bjargaði.
Á 40.mín skoruðu svo heimamenn mark eftir fallega sókn upp vinstri vænginn en Hilmar Geir var réttilega dæmdur rangstæður og markið stóð því ekki.
En á markamínútunni miklu, 43. kom svo jöfnunarmark heimamanna. Jóhann Birnir Guðmundsson átti þá hörkuskot utarlega úr vítateignum. Boltinn breytti um stefnu af Tómasi Óla og Sigmar í marki Blika kom engum vörnum við og staðan því orðin 1-1 og með þá stöðu gengu liðin til búningsherbergja.
Fyrri hálfleikurinn var frekar dapur en skilaði þó tveimur mörkum.
Það var svo allt annað uppá teningnum í seinni hálfleik. Upphaf hans einkenndist þó af mikilli baráttu án marktækifæra en þau áttu þó eftir að koma um miðbik hálfleiksins.
Á 59. mín fékk Kristinn Steindórsson fínt færi í miðjum vítateig Keflavíkur en Ómar Jóhannsson markmaður heimamanna varði vel.
Menn voru enn að meðtaka það færi þegar Hilmar Geir Eiðsson fékk dauðafæri hinumeginn á vellinum en þá var komið að Sigmari Inga Sigurðssyni makverði Blika að sýna snilldar tilþrif og verja vel.
Þessi tvö dauðafæri á sömu mínútu og menn á pöllum og blaðamannastúku vissu vart hvort þeir voru að koma eða fara.
Sem betur fer þá fór enginn neitt því aðeins tæpri mínútu seinna kom enn eitt dauðafærið. Tómas Óli átti hörkuskalla að marki Keflavíkur sem var varinn á marklínu , þaðan barst boltinn til Kristins Steindórssonar sem átti skot í slá. Þrjú dauðafæri á 2 mínútum.
Á 63.mín átti svo Kári Ársælsson skot að marki Keflavíkur eftir hornspyrnu, en skotið vel framhjá markinu .
Á 67. mín er Kristinn Jónsson enn og aftur að fara illa með Guðjón Árna vinstri bakvörð Keflavíkur. Hann sólaði hann upp úr skónum og átti gott skot en rétt framhjá markinu.
Næstu 15 mín voru Keflvíkingar mjög aðgangsharðir og pressuðu Blika nokkuð stíft en náðu ekki að skapa sér nein veruleg marktækifæri.
En síðasta færi leiksins átti Krtistinn Steindórsson. Hann komst í sannkallað dauðafæri en slappt skot hans fór langt framhjá markinu og spurning hvort útivallarmarkaþurrð hans sé farinn að hafa áhrif á strákinn.
Umdeilt atvik átti sér samt stað undir lok leiksins þegar brotið virtist á Jóhanni Birni Guðmundssyni inn í vítateig Blika og Gunnar Jarl, góður dómari leiksins, virtist benda á vítapunktinn. Aðstoðarmaður hans Sigurður Óli Þorleifsson hefur sennilega séð atvikið betur því hann flaggaði og niðurstaða Jarlsins fór í að gefa Jóhanni Birni gult spjald fyrir leikaraskap.
Leiknum lauk því með jafntefli 1-1 sem voru nokkuð sanngjörn úrslit miðað við gang leiksins.
Byrjunarlið:
Sigmar Ingi Sigurðarson
10. Kristinn Steindórsson
10. Árni Vilhjálmsson
('90)
15. Davíð Kristján Ólafsson
16. Ernir Bjarnason
18. Finnur Orri Margeirsson
19. Kristinn Jónsson
27. Tómas Óli Garðarsson
('83)
30. Andri Rafn Yeoman
('68)
77. Þórður Steinar Hreiðarsson
Varamenn:
7. Höskuldur Gunnlaugsson
17. Elvar Páll Sigurðsson
('68)
21. Guðmundur Friðriksson
Liðsstjórn:
Olgeir Sigurgeirsson
Gul spjöld:
Kristinn Steindórsson ('76)
Þórður Steinar Hreiðarsson ('64)
Ernir Bjarnason ('36)
Rauð spjöld: