Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
Valur
1
1
FH
Bjarni Ólafur Eiríksson '38 1-0
1-1 Albert Brynjar Ingason '69
30.06.2013  -  19:15
Vodafonevöllurinn á Hlíðarenda
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Einmuna veðurblíða, logn, úrkomulaust, sólskyn og 14 stiga hiti.
Dómari: Gunnar Jarl Jónsson
Byrjunarlið:
Ásgeir Þór Magnússon (m)
Haukur Páll Sigurðsson
13. Arnar Sveinn Geirsson ('82)
21. Bjarni Ólafur Eiríksson
23. Andri Fannar Stefánsson

Varamenn:

Liðsstjórn:
Matthías Guðmundsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@haflidib Hafliði Breiðfjörð
Bragðdauft jafntefli hjá Val og FH
Valur og FH skiptu með sér sitthvoru stiginu þegar liðin mættust á Vodafonevellinum á Hlíðarenda í kvöld en leikurinn mun seint fara í sögubækurnar fyrir skemmtanagildi enda ansi lítið að gerast á löngum köflum.

1428 áhorfendur voru mættir á Hlíðarenda í kvöld og aðstæður voru eins og í draumi. Sól, 15 stiga hiti og logn, og litlu flugvélarellurnar að taka á loft í kringum völlinn. Skemmtunin sem allt þetta fólk mætti til að fá virtist hinsvegar standa á sér en líklega getur fólk huggað sig við að hafa náð sólarbrúnku út úr leiknum.

Valsmenn voru hinsvegar mun betri aðilinn í fyrri hálfleiknum án þess þó að ná að skapa sér neinn fjölda færa. Þeir virtust hafa áhuga á verkefninu annað en gestirnir úr Hafnarfirðinum sem voru mjög slakir.

Það var því alveg verðskuldað þegar Bjarni Ólafur Eiríksson kom Val yfir á 38. mínútu með góðu skoti eftir hornspyrnu Rúnas Más Sigurjónssonar sem fór í varnarmann FH en innfyrir línuna í leiðinni.

Heimir Guðjónsson þjálfari FH var greinilega ósáttur við gang mála í fyrri hálfleiknum og gerði tvær breytingar í hálfleik, setti Albert Brynjar Ingason og Emil Pálsson inná. Það virtist hleypa smá krafti í þá því menn voru tilbúnir að láta finna fyrir sér frá fyrstu mínútu síðari hálfleiks og baráttan varð meiri.

Valur var samt nær því að bæta við eftir klukkutíma leik þegar Bjarni Ólafur tók góða syrpu sem endaði á þríhyrningspili og sendingu á Kolbein Kárason sem skaut framhjá úr góðu færi.

Varamaðurin Albert Brynjar jafnaði svo metin á 69. mínútu. Kolbeinn tapaði þá boltanum eftir baráttu við FH-ing og Valsmenn vildu aukaspyrnu sem þeir fengu ekki, FH brunaði upp og Ólafur Páll sendi fyrir á Albert sem var einn gegn markverði og skoraði.

Krafturinn í FH liðinu jókst enn meira eftir markið og skömmu síðar sendi Ólafur Páll aðra góða sendingu, nú á Atla Guðna sem sendi í hliðarnetið. Annars gerðist ekkert mikið við mörkin það sem eftir lifði og leikurinn fjaraði út.

Valsmenn vörðust vel í kvöld og það voru líka þeirra gæði sem héldu Íslandsmeisturunum niðri í kvöld.. Stig gegn FH á að vera ásættanlegur árangur og gestirnir geta líka prísað sig sæla að fá stigið miðað við það sem þeir buðu uppá í fyrri hálfleik.

FH-liðið er ekki búið að standa sig vel í síðustu leikjum og virðist sem liðið byrji leikina eins og þeir þurfi ekki að hafa fyrir hlutunum en vakna upp við vondan draum í hálfleik.
Byrjunarlið:
1. Róbert Örn Óskarsson (m)
Ólafur Páll Snorrason
4. Pétur Viðarsson
4. Sam Tillen
10. Björn Daníel Sverrisson (f)
11. Atli Guðnason
16. Jón Ragnar Jónsson
17. Atli Viðar Björnsson ('46)
23. Brynjar Ásgeir Guðmundsson ('69)

Varamenn:
8. Emil Pálsson ('46)
13. Kristján Gauti Emilsson ('69)
14. Albert Brynjar Ingason ('46)
21. Guðmann Þórisson

Liðsstjórn:
Daði Lárusson

Gul spjöld:
Atli Guðnason ('89)
Emil Pálsson ('72)

Rauð spjöld: