Salah draumur Sáda - Man Utd og Chelsea vilja miðvörð Benfica - Gyökeres vill fylgja Amorim
Fram
1
0
Keflavík
Kristinn Ingi Halldórsson '53 1-0
Hólmbert Aron Friðjónsson '89
19.09.2011  -  19:15
Laugardalsvöllur
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Smá rigning en annars fínt veður
Dómari: Valgeir Valgeirsson
Áhorfendur: Ekki gefið upp
Maður leiksins: Kristinn Ingi Halldórsson
Byrjunarlið:
1. Ögmundur Kristinsson (m)
Halldór Hermann Jónsson
10. Orri Gunnarsson
11. Almarr Ormarsson
14. Hlynur Atli Magnússon

Varamenn:
1. Denis Cardaklija (m)
21. Stefán Birgir Jóhannesson

Liðsstjórn:
Daði Guðmundsson

Gul spjöld:
Samuel Hewson ('75)
Halldór Hermann Jónsson ('59)

Rauð spjöld:
Hólmbert Aron Friðjónsson ('89)
@alexander_freyr Alexander Freyr Tamimi
Fram opnaði botnbaráttuna upp á gátt
Framarar opnuðu í kvöld botnbaráttu Pepsi deildarinnar upp á gátt með gífurlega mikilvægum 1-0 sigri gegn Keflavík á flóðlýstum Laugardalsvellinum. Fyrir leikinn þurftu lærisveinar Þorvalds Örlygssonar nauðsynlega á sigri að halda til að eiga möguleika á að halda sæti sínu í Pepsi deildinni, og sigurinn uppskáru þeir með marki frá Kristni Inga Halldórssyni í seinni hálfleiknum.

Framararnir voru betra liðið stóran hluta fyrri hálfleiksins, en hver einasti leikmaður virtist tilbúinn til að gefa allt sitt í að halda vonum þeirra lifandi. Þó að Keflvíkingar hafi líka barist vel voru Framararnir talsvert nær því að skora, en þeir fengu fjölmörg góð færi sem þeir fóru illa með.

Þeir Halldór Hermann Jónsson, Jón Gunnar Eysteinsson og Steven Lennon hefðu allir átt að ná forystunni fyrir Fram, en Ómar Jóhannsson var eins og klettur í marki Keflvíkinga þó að heimamenn hafi í raun ekki látið hann hafa mikið fyrir hlutunum. Skalli Haldórs Hermanns úr dauðafæri, skot Jóns Gunnars úr enn betra færi og skot Lennon fóru í raun öll beint á Ómar og hefðu þeir klárlega átt að gera betur. Staðan var þó enn jöfn þegar flautað var til leikhlés, 0-0.

Síðari hálfleikurinn var ekki alveg jafn skemmtilegur og sá fyrri. Hvorugt liðanna gaf mörg færi á sér og flestar sóknir runnu í sandinn jafnóðum og þær hófust. Það átti þó ekki við á 53. mínútu þegar Kristinn Ingi Halldórsson skoraði eina mark leiksins, en þá átti Samuel Hewson frábæra sendingu á Kristin sem var aleinn á auðum sjó og afgreiddi vel framhjá Ómari í markinu, sem hefði þó mögulega getað gert betur. Það skal þó ekki af Kristni tekið að skot hans var sannkallaður þrumufleygur.

Eftir markið gerðist í raun ekki margt sem er þess virði að minnast á fyrr en í blálokin. Þá átti sér stað einkar athyglisvert atvik þegar Hólmbert Aron Friðjónsson var rekinn af velli rétt rúmri mínútu eftir að hann hafði komið inn á sem varamaður. Mjög undarleg brottvísun, sérstaklega í ljósi þess að dómarinn var hlaupandi frá staðnum þar sem atvikið átti sér stað, sem enginn sá því miður almennilega.

Eftir brottvísunina var augljóst að Framarar ætluðu sér að halda fengnum hlut og lágu Keflvíkingar ansi vel á þeim í restina. Þeir fengu meðal annars skalla í stöng eftir hornspyrnu í uppbótartíma og vildu auk þess fá vítaspyrnu skömmu síðar. Lokatölur voru þó 1-0 þegar uppi var staðið og verður hörkubarátta á toppi og botni í síðustu tveimur umferðunum.

Líkt og áður kom fram eru Framarar nú tveimur stigum frá Grindavík. Þeir bláklæddu eru með 18 stig en Grindvíkingar með 20 stig. Keflavík, Breiðablik og Þór eru svo öll með 21 stig, en Keflvíkingar eiga að vísu leik inni gegn KR á fimmtudag. Þó er ljóst að Framarar eiga ágætis möguleika á að bjarga sér frá falli, öllum að óvörum eftir slæmt gengi fyrri hluta sumars, en þeir eiga sannkallaðan úrslitaleik gegn Grindavík í næstu umferð.
Byrjunarlið:
Ómar Jóhannsson
Guðjón Árni Antoníusson
Jóhann Birnir Guðmundsson ('62)
25. Frans Elvarsson (f)

Varamenn:
11. Magnús Sverrir Þorsteinsson ('71)
20. Magnús Þórir Matthíasson ('71)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Viktor Smári Hafsteinsson ('60)
Andri Steinn Birgisson ('34)

Rauð spjöld: