Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
Breiðablik
1
4
Fylkir
0-1 Kjartan Ágúst Breiðdal '1
Nichlas Rohde '5 1-1
1-2 Kjartan Ágúst Breiðdal '8
1-3 Agnar Bragi Magnússon '31
1-4 Viðar Örn Kjartansson '86
01.09.2013  -  18:00
Kópavogsvöllur
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Haustveður
Dómari: Kris Hames (Wales)
Byrjunarlið:
4. Damir Muminovic
10. Árni Vilhjálmsson ('46)
18. Finnur Orri Margeirsson
19. Kristinn Jónsson
22. Ellert Hreinsson ('70)
30. Andri Rafn Yeoman
45. Guðjón Pétur Lýðsson
77. Þórður Steinar Hreiðarsson ('32)

Varamenn:
24. Arnór Bjarki Hafsteinsson (m)
16. Ernir Bjarnason
17. Elvar Páll Sigurðsson
27. Tómas Óli Garðarsson ('32)

Liðsstjórn:
Olgeir Sigurgeirsson

Gul spjöld:
Nichlas Rohde ('93)
Damir Muminovic ('69)
Finnur Orri Margeirsson ('66)

Rauð spjöld:
@elvargeir Elvar Geir Magnússon
Blikar kjöldregnir af Árbæingum
Blikar voru ansi ólíkir sjálfum sér í kvöld þegar þeir voru kjöldregnir á heimavelli gegn liði í neðri hlutanum. Það verður þó að hrósa Fylkismönnum sem sýndu að liðið er meira en bara Ásgeir Börkur Ásgeirsson sem er á meiðslalistanum.

Um 40 sekúndur voru liðnar af leiknum þegar Kjartan Ágúst Breiðdal braut ísinn. Nichlas Rohde jafnaði skömmu síðar en gestirnir voru ekki lengi að svara og aftur skoraði Kjartan Ágúst.

Blikum gekk erfiðlega að skapa sér færi gegn öflugum og baráttuglöðum Fylkismönnum. Agnar Bragi Magnússon sem átti frábæran leik í vörn þeirra appelsínugulu breytti stöðunni í 3-1 fyrir hálfleik og Viðar Örn Kjartansson sá endanlega til þess að Blikar ættu ekki möguleika á að koma til baka.

Þetta var kvöld sem Blikar vilja gleyma sem fyrst. Varnarvinna liðsins var hreinlega óboðleg. Miðverðirnir Renee Troost og Sverrir Ingi áttu líklega sinn slakasta leik í sumar og fram á við skorti síðan bit.

Agnar Bragi hlýtur titilinn maður leiksins en Kjartan Ágúst átti einnig mjög góðan leik. Hann byrjaði á kantinum en var svo færður í vörnina þar sem hann var einnig flottur. Viðar Örn geislar af sjálfstrausti og var ógnandi.

Fylkismenn hafa hvatt falldrauginn en þessi úrslit skilja eftir sig stórt skarð í toppbaráttu Blika sem vilja ná Evrópusæti fyrir næsta tímabil.
Byrjunarlið:
Bjarni Þórður Halldórsson
Kristján Hauksson
4. Finnur Ólafsson
11. Kjartan Ágúst Breiðdal
16. Tómas Joð Þorsteinsson
25. Agnar Bragi Magnússon
49. Ásgeir Örn Arnþórsson

Varamenn:
22. Davíð Einarsson
24. Elís Rafn Björnsson ('61)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Kristján Hauksson ('78)

Rauð spjöld: