City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Valencia
1
1
Chelsea
0-1 Frank Lampard '56
Roberto Soldado '87 , víti 1-1
28.09.2011  -  18:45
Mestalla
Meistaradeild Evrópu
Byrjunarlið:
1. Diego Alves (M)
4. Adil Rami
6. David Albelda
9. Roberto Soldado
10. Ever Banega ('72)
11. Sergio Canales
17. Jordi Alba
19. Pablo ('72)
22. Jéremy Mathieu ('59)
23. Miguel

Varamenn:
2. Bruno
3. Hedwiges Maduro
7. Jonas ('72)
8. Sofiane Feghouli ('72)
13. Vicente Panadero
14. Pablo Piatti ('59)
18. Victor Ruiz
21. Daniel Parejo

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
93. mín Gult spjald: Ashley Cole (Chelsea)
93. mín
Leiknum er lokið! Chelsea menn eru allt annað en sáttir í leikslok og þrír þeirra fá gult spjald!
93. mín Gult spjald: Juan Mata (Chelsea)
93. mín Gult spjald: Mohamed Salah (Chelsea)
90. mín
Anelka fær dauðafæri til að tryggja Chelsea sigurinn á lokamínútunni, en Diego Alves ver stórkostlega með fætinum!! Hann er klárlega búinn að vera hetja heimamanna í kvöld!
87. mín Mark úr víti!
Roberto Soldado (Valencia)
ROBERTO SOLDADO jafnar metin fyrir Valencia úr vítaspyrnunni!!! Satt best að segja benti fátt til þess að heimamenn myndu jafna á þessum tímapunkti leiksins, en Soldado skorar af öryggi úr vítaspyrnunni eftir heimskupör Kalou!!
86. mín Gult spjald: Nemanja Matic (Chelsea)
Valencia fær vítaspyrnu!!!! Dæmd er hendi á varamanninn Salomon Kalou í vítateig Chelsea og dómarinn dæmir vítaspyrnu og gefur Kalou gult!! Ótrúlega heimskulegt hjá Kalou.
85. mín
Jonas með flott skot en Petr Cech ver virkilega vel í horn.
83. mín
Inn:Nemanja Matic (Chelsea) Út:Frank Lampard (Chelsea)
Markaskorarinn fer af velli og inn í hans stað kemur Salomon Kalou.
75. mín
Varamaðurinn Feghouli á ágætt skot sem fer af leikmanni Chelsea og breytir um stefnu, en Petr Cech er vel á verði og heldur boltanum.
72. mín
Inn:Nicolas Anelka (Chelsea) Út:Radamel Falcao (Chelsea)
72. mín
Inn:Sofiane Feghouli (Valencia) Út:Pablo (Valencia)
72. mín
Inn:Jonas (Valencia) Út:Ever Banega (Valencia)
71. mín
Þarna munar hársbreidd að Pablo Piatti jafni metin fyrir Valencia, en Cech ver virkilega vel í hornspyrnu. Fínasti seinni hálfleikur!
66. mín
Inn:Andre Schurrle (Chelsea) Út:Ramires (Chelsea)
59. mín
Inn:Pablo Piatti (Valencia) Út:Jéremy Mathieu (Valencia)
57. mín
Messi er búinn að koma Barcelona í 4-0 gegn BATE. Evrópumeistararnir virðast búa yfir einhverju sem íslensku liðin gera ekki..spurning hvað það er.
56. mín MARK!
Frank Lampard (Chelsea)
Alves getur ekki varið endalaust!! Frank Lampard stimplar sig aftur inn í lið Chelsea með frábæru skoti eftir sendingu frá Florent Malouda. Lampard var aleinn á auðum sjó í teignum og átti ekki í vandræðum með að skora! 1-0 fyrir Chelsea.
54. mín
Enn og aftur ver Alves glæsilega!!! Fernando Torres er í góðu færi eftir að hafa fengið sendinguna inn í teiginn, en markvörðurinn ver frábærlega í horn. Síðan ver hann aftur meistaralega frá eigin varnarmanni eftir hornspyrnuna! Þessi hálfleikur er jafn frábær og hinn var leiðinlegur!
53. mín
Ótrúlega illa gert hjá Ramires, sem var í dauðafæri!!! Hann var kominn einn í gegn en skot hans var gersamlega arfaslakt og fór beint á Alves í markinu. Tvö dauðafæri hjá Chelsea á tveimur mínútum.
51. mín
Ótrúleg markvarsla!!!! Jose Bosingwa með frábæra fyrirgjöf sem endar á kollinum á Fernando Torres, sem nær fínum skalla, en Diego Alves ver hreint út sagt frábærlega og kemur í veg fyrir að Chelsea nái forystunni. Í næstu sókn á eftir munaði litlu að Valencia kæmist yfir. Loksins er fjör farið að færast í leikinn!
46. mín
Seinni hálfleikurinn er hafinn og það er Valencia sem byrjar með boltann.
45. mín
Hundleiðinlegum fyrri hálfleik lokið hér á Mestalla leikvangnum. Vonandi verður sá seinni fjörugri.
44. mín
Lionel Messi er búinn að koma Barcelona í 3-0 gegn BATE. Evrópumeistararnir eiga ekki í miklum vandræðum með Hvít-Rússana.
36. mín
Leikurinn á Mestalla leikvangnum er ekki upp á marga fiska. Fá sem engin færi. Vonandi fer að færast eitthvað fjör í þetta.
30. mín
David Fuster hefur minnkað muninn í 2-1 fyrir Olympiakos gegn Arsenal. Barcelona er 2-0 yfir gegn Íslendingabönum BATE í Hvíta-Rússlandi.
25. mín
Þarna munaði litlu að Pablo Hernandez kæmi Valencia yfir. Góð fyrirgjöf barst inn í teiginn en skot Pablo fór í hliðarnetið.
20. mín
Vörn Olympiakos virðist ekki vera mun traustari en efnahagurinn í heimalandi þeirra, en staðan er nú 2-0 fyrir Arsenal. Andre Santos bætti við öðru marki þeirra á 20. mínútu. Hver er það eiginlega?
14. mín
Ekkert allt of mikið að gerast hjá okkur fyrsta stundarfjórðunginn. Á Emirates leikvangnum hefur Alex Oxlade-Chamberlain hins vegar komið Arsenal í 1-0 gegn Olympiakos.
5. mín
Þeir sem að vilja Twitta um leikinn mega endilega nota hashtaggið #fotbolti. Vel valdar færslur birtast hérna inni í textalýsingunni.
3. mín
Fernando Torres er að sleppa einn í gegn eftir hræðileg varnarmistök en er yfirbugaður í teignum. Það má nú alveg deila um það hvort að brotið hafi verið á Spánverjanum, en ekkert var dæmt.
1. mín
Góða kvöldið kæru lesendur og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Valencia og Chelsea í Meistaradeildinni, en leikurinn var að hefjast.
Byrjunarlið:
1. Petr Cech (m)
3. Ashley Cole
4. Cesc Fabregas
7. Ramires ('66)
8. Frank Lampard ('83)
9. Radamel Falcao ('72)
10. Juan Mata
12. John Obi Mikel
15. Mohamed Salah
17. Jose Bosingwa
26. John Terry

Varamenn:
13. Thibaut Courtois (m)
2. Branislav Ivanovic
6. Oriol Romeu
11. Didier Drogba
14. Andre Schurrle ('66)
21. Nemanja Matic ('83)
39. Nicolas Anelka ('72)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Nemanja Matic ('86)
Ashley Cole ('93)
Juan Mata ('93)
Mohamed Salah ('93)

Rauð spjöld: