Stjarnan
1
0
Fylkir
Ólafur Karl Finsen
'85
, víti
1-0
04.05.2014 - 19:15
Samsung-völlur
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Mjög góðar
Dómari: Þóroddur Hjaltalín
Áhorfendur: 1235
Maður leiksins: Atli Jóhannsson
Samsung-völlur
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Mjög góðar
Dómari: Þóroddur Hjaltalín
Áhorfendur: 1235
Maður leiksins: Atli Jóhannsson
Byrjunarlið:
2. Heiðar Ægisson
7. Atli Jóhannsson
9. Daníel Laxdal
11. Arnar Már Björgvinsson
('72)
14. Hörður Árnason
17. Ólafur Karl Finsen
('92)
Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
3. Aron Rúnarsson Heiðdal
18. Jón Arnar Barðdal
('10)
21. Snorri Páll Blöndal
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Pablo Punyed ('93)
Rauð spjöld:
Fyrir leik
Verið velkomin í beina textalýsingu frá Samsung-vellinum. Í dag er 4.maí, fyrsti í Pepsi.
Á Samsung-vellinum í dag eigast við Stjarnan og Fylkir, liðum sem spáð er missjöfnu gengi. Stjörnunni var spáð 4.sæti í spá sérfræðinga Fótbolti.net en Fylkismenn 10.sæti.
Það verður leiki við kjöraðstæður í dag, iðagrænu gervigrasi hér í Garðabænum.
Á Samsung-vellinum í dag eigast við Stjarnan og Fylkir, liðum sem spáð er missjöfnu gengi. Stjörnunni var spáð 4.sæti í spá sérfræðinga Fótbolti.net en Fylkismenn 10.sæti.
Það verður leiki við kjöraðstæður í dag, iðagrænu gervigrasi hér í Garðabænum.
Fyrir leik
Byrjunarlið liðanna eru tilbúin. Þetta er nokkuð eftir bókinni, miðað við þá leikmenn sem eru leikfærir.
Athygli vekur að Heiðar Ægisson og Þorri Geir Rúnarsson eru í byrjunarliði Stjörnunnar en það verður spennandi að sjá þá í sumar. Tveir afar ungir og efnilegir leikmenn þar á ferð.
Athygli vekur að Heiðar Ægisson og Þorri Geir Rúnarsson eru í byrjunarliði Stjörnunnar en það verður spennandi að sjá þá í sumar. Tveir afar ungir og efnilegir leikmenn þar á ferð.
Fyrir leik
Takið þátt í umræðunni og verið dugleg á Twitter. Þar er gaman að vera, oftast. #fotbolti eða ég reyni að finna ykkur á einhvern annan hátt & hver veit nema færsla frá ykkur birtist hér í textalýsingunni. Skemmtum okkkur.
Fyrir leik
Það er vert að kynna nýjan vallarþul í Garðabænum. Haukur Einarsson, ungur og bráðefnilegur vallarþulur. Hann tekur við af Magga Diskó, landsþekktum vallarþul.
Fyrir leik
Silfurskeiðin er mætt til leiks. Þétt setið Stjörnumegin korter fyrir leik. Það er hinsvegar nóg af sætum fyrir Fylkismenn.
Johann Laxdal, fyrrum leikmaður Stjörnunnar:
Er tilbúinn að trade-a ýmsum hlutum fyrir teleport á Samsung Völlinn(frystikistan) Make it happen people
Er tilbúinn að trade-a ýmsum hlutum fyrir teleport á Samsung Völlinn(frystikistan) Make it happen people
Fyrir leik
Liðsuppstilling Stjörnunnar:
Ingvar; Hörður, Martin, Laxdal, Vemmelund; Arnar Már, Atli, Þorri Geir, Ólafur Finsen; Veigar Páll, Heiðar Ægis.
Ingvar; Hörður, Martin, Laxdal, Vemmelund; Arnar Már, Atli, Þorri Geir, Ólafur Finsen; Veigar Páll, Heiðar Ægis.
Fyrir leik
Liðin eru komin inn á gervigrasið. Stjarnan byrjar að sækja í átt að Esjunni á meðan Fylkir sækir í átt að álverinu.
2. mín
Fyrstu aukaspyrnu leiksins fengu Stjörnumenn, Veigar Páll lét vaða en í varnarvegginn og horn. Atli Jó. með hornið en Ásgeir Örn skallar frá.
4. mín
Liðsuppstilling Fylkis:
Bjarni Þóður; Stefán Ragnar, Kristján Valdimars., Ásgeir Eyþórs.,Kjartan Ágúst; Ásgeir Örn, Tómas Joð, Elís Rafn, Viktor Örn; Andrew Sousa, Gunnar Örn.
Bjarni Þóður; Stefán Ragnar, Kristján Valdimars., Ásgeir Eyþórs.,Kjartan Ágúst; Ásgeir Örn, Tómas Joð, Elís Rafn, Viktor Örn; Andrew Sousa, Gunnar Örn.
10. mín
Inn:Jón Arnar Barðdal (Stjarnan)
Út:Veigar Páll Gunnarsson (Stjarnan)
Slæm tíðindi fyrir Stjörnuna. Veigar fer meiddur af velli.
10. mín
Þið verðið að afsaka ef það verða fáar færslur næstu mínútur, glóðvolgir hamborgarar og súkkulaði voru að detta hingað inn í blaðamannastúkuna. Matartími á mig.
14. mín
Heiðar Ægisson í góðum færi en hittir ekki boltann. Þarna voru Fylkismenn stálheppnir að ekki fór verr.
Magnús Sigurbjörns, Fylkismaður:
Þarf að vekja stuðningslið Fylkis. Glatað að vera að opna nýja stúku og svo mun bara heyrast í gestunum. #fotbolti
Þarf að vekja stuðningslið Fylkis. Glatað að vera að opna nýja stúku og svo mun bara heyrast í gestunum. #fotbolti
33. mín
Hamborgarinn rann vel niður og ég er löngu mættur til starfa aftur. Það er hinsvegar lítið að frétta á vellinum sjálfum.
34. mín
Gult spjald: Tómas Joð Þorsteinsson (Fylkir)
Annað spjald leiksins fær Tómas Joð, fyrir brot á miðjum vellinum.
35. mín
Viktor Örn hefur átt nokkrar góðar hornspyrnur fyrir Fylki en þær hafa litlu skilað. Ingvar Jónsson vel á verði.
37. mín
Það vantar smá þyngd í sóknarleik Stjörnunnar og það munar um að Veigar Páll hafi farið meiddur af velli á tíundu mínútu. Auk hans er Garðar Jóhannsson á meiðsalistanum.
Stjarnan á horn...
Stjarnan á horn...
38. mín
Atli Jó. með hornspyrnuna á nærstöngina, Ólafur Karl flikkaði honum himinhátt yfir markið.
Koma svo...
Koma svo...
41. mín
Stefán Ragnar með flotta fyrirgjöf og Gunnar Örn Jónsson stökk hæstur manna inn í teignum en boltinn yfir markið.
45. mín
Arnar Már greystist upp völlinn en Elís Rafn gerði frábærlega, tók boltann af honum inn í teig og tók síðan tvo Stjörnumenn á, með allri sinni tækni sem hann gat boðið uppá.
45. mín
Hálfleikur. Markalaust. Mjög jafn fyrri hálfleikur og erfitt að segja hvort liðið sé líklegra til að skora. Þangað til næst, hafið það gott sjáumst eftir korter.
Albert Gudmundsson, leikmaður unglingaliðs Heerenveen:
Er samt brjálaðir að Veigar Páll hafi meiðst. Hafði ofurtrú á honum og setti hann sem fyrirliða. #fantasy #skita
Er samt brjálaðir að Veigar Páll hafi meiðst. Hafði ofurtrú á honum og setti hann sem fyrirliða. #fantasy #skita
53. mín
Stjarnan í hættulegri sókn, Ólafur Karl hljóp upp völlinn með boltann, fór framhjá einum varnarmanni og vippaði síðan boltanum yfir varnarlínuna, boltinn til Jóns Arnars sem átti skot að marki en Fylkismenn hreinsuðu í horn.
Hættulegasta tilraun hálfleiksins.
Hættulegasta tilraun hálfleiksins.
63. mín
Inn:Ragnar Bragi Sveinsson (Fylkir)
Út:Andrew Sousa (Fylkir)
Ragnar Bragi mættur heim úr mennskunni.
66. mín
Vemmelund með hörkuskot sem Bjarni Þórður varði til hliðar, og þaðan kom fyrirgjöf sem var hreinsuð frá á síðustu stundu.
69. mín
Ryan Maduro með hrikalega lélega skot tilraun. Jafnvel ástæðan fyrir því að hann byrjaði á bekknum.
72. mín
Inn:Atli Freyr Ottesen Pálsson (Stjarnan)
Út:Arnar Már Björgvinsson (Stjarnan)
Það fjölgar í ungum og efnilegum leikmönnum Stjörnunnar á vellinum. Kaldhæðnislegt að segja það, en liðið yngist með hverri sekúndunni.
77. mín
Lítið að gerast þessa stundina, eins og reyndar í öllum leiknum nánast. Því miður. En svona er þetta bara stundum. Maður fær ekki allt sem maður vill.
79. mín
Besta færi leiksins - Það áttu Fylkismenn!
Atli Jóhannsson bjargaði á línu með því að skalla boltann frá. Ragnar Bragi með skot yfir Ingvar en Atli réttur maður á réttum stað.
Atli Jóhannsson bjargaði á línu með því að skalla boltann frá. Ragnar Bragi með skot yfir Ingvar en Atli réttur maður á réttum stað.
81. mín
Nú er líf! Stjörnumenn og Fylkismenn skiptast á að sækja - nú rétt í þessu var Ragnar Bragi sloppinn í gegn en hann var í erfiðri stöðu með varnarmenn á hælunum og átti því slakt skot að marki og Ingvar greip boltann.
83. mín
Ásmundur Arnarson er brjálaður og fær rautt spjald og er nú á leiðinni upp í stúku.
Brotið var á Ólafi Karli og ætlar hann sjálfur á punktinn.
Brotið var á Ólafi Karli og ætlar hann sjálfur á punktinn.
85. mín
Mark úr víti!
Ólafur Karl Finsen (Stjarnan)
Ólafur Karl skorar, Bjarni Þórður fer í vitlaust horn.
87. mín
Loksins þegar lifnaði aðeins yfir leiknum, þá gerðist margt á stuttum tíma. Miðað við viðbrögð Fylkismanna á vellinum og Ásmunds þá var vítið strangur dómur. Ég sá þetta ekki næglega vel héðan úr stúkunni.
92. mín
Inn:Pablo Punyed (Stjarnan)
Út:Ólafur Karl Finsen (Stjarnan)
Pablo fær nokkrar sekúndur, mætir sínum gömlu félögum.
Arnar Þór Ingason, Stjörnumaður:
Dragi Pavlov setti upp formúluna í 4.flokki í Stjörnunni að allir ættu að gefa á Óla Kalla og hann myndi skora það er að skila sér núna
Dragi Pavlov setti upp formúluna í 4.flokki í Stjörnunni að allir ættu að gefa á Óla Kalla og hann myndi skora það er að skila sér núna
Byrjunarlið:
Bjarni Þórður Halldórsson
Kristján Valdimarsson
2. Ásgeir Eyþórsson (f)
4. Finnur Ólafsson
6. Andrew Sousa
('63)
7. Gunnar Örn Jónsson
8. Viktor Örn Guðmundsson
('63)
11. Kjartan Ágúst Breiðdal
16. Tómas Joð Þorsteinsson
20. Stefán Ragnar Guðlaugsson
24. Elís Rafn Björnsson
Varamenn:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
8. Ragnar Bragi Sveinsson
('63)
22. Ryan Maduro
('63)
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Tómas Joð Þorsteinsson ('34)
Stefán Ragnar Guðlaugsson ('18)
Rauð spjöld: