Fjölnir
3
0
Víkingur R.
Ragnar Leósson
'15
1-0
Gunnar Már Guðmundsson
'45
2-0
Alan Lowing
'46
Gunnar Már Guðmundsson
'47
, misnotað víti
2-0
Júlíus Orri Óskarsson
'79
3-0
04.05.2014 - 19:15
Fjölnisvöllur
Pepsi-deildin
Aðstæður: Stórgóðar þó völlurinn sé flekkóttur
Dómari: Garðar Örn Hinriksson
Áhorfendur: 894
Maður leiksins: Haukur Lárusson
Fjölnisvöllur
Pepsi-deildin
Aðstæður: Stórgóðar þó völlurinn sé flekkóttur
Dómari: Garðar Örn Hinriksson
Áhorfendur: 894
Maður leiksins: Haukur Lárusson
Byrjunarlið:
Gunnar Már Guðmundsson
3. Bergsveinn Ólafsson (f)
3. Illugi Þór Gunnarsson
15. Haukur Lárusson
22. Ragnar Leósson
29. Guðmundur Karl Guðmundsson (f)
Varamenn:
1. Jökull Blængsson (m)
10. Aron Sigurðarson
('74)
16. Guðmundur Böðvar Guðjónsson
('85)
Liðsstjórn:
Gunnar Valur Gunnarsson
Gul spjöld:
Rauð spjöld:
Fyrir leik
Komið sælir lesendur góðir og velkomnir í beina textalýsingu. Glóðvolg byrjunarlið voru að detta í hús í þessum slag nýliðanna.
Fyrir leik
Bæði þessi lið eru nýliðar í deildinni eftir að hafa lent í efstu tveimur sætum 1. deildarinnar í fyrra. Fjölnismenn sigruðu hana á meðan Víkingar enduðu í öðru sæti.
Síðastliðin fimm ár hafa liðin mæst tíu sinnum í hinum ýmsu keppnum og skipt leikjunum bróðurlega milli sín. Heimamenn unnið fjóra leiki, gestirnir fjóra og tveir hafa endað með jafntefli. Markatalan er einnig jöfn, 22 mörk á hvort lið.
Síðastliðin fimm ár hafa liðin mæst tíu sinnum í hinum ýmsu keppnum og skipt leikjunum bróðurlega milli sín. Heimamenn unnið fjóra leiki, gestirnir fjóra og tveir hafa endað með jafntefli. Markatalan er einnig jöfn, 22 mörk á hvort lið.
Fyrir leik
Leikur liðanna á þessum velli í fyrra endaði með 5-2 sigri Víkings þar sem Aron Elís Þrándarsson skoraði þrennu og Hjörtur Júlíus Hjartarson tvö. Ágúst Örn Arnarsson skoraði bæði mörk heimamanna. Að auki fór rautt spjald á loft á hvort lið. Enginn þessara markaskorara mun taka þátt í dag.
Síðari leikurinn var hins vegar Fjölnismanna en Aron Sigurðarson skoraði bæði mörk þeirra í 2-0 sigri.
Síðari leikurinn var hins vegar Fjölnismanna en Aron Sigurðarson skoraði bæði mörk þeirra í 2-0 sigri.
Fyrir leik
Í allri vallarumræðunni sem hefur tröllriðið miðlum landsins í undirbúningi tímabilsins þá er Fjölnisvöllur í sæmilegu standi. Eitt horn hans er litlaust en að öðru leiti er hann næsta grænn. Fáar gráar skellur inn á milli.
Fyrir leik
Lið beggja eru mætt út á völlinn að hita upp við tóna ýmissa tónlistarmanna sem ekki eru til útflutnings.
Fyrir leik
Um dómgæslu í þessum leik sér Garðar Örn Hinriksson og honum til aðstoðar verða þeir Birkir Sigurðarson og Björn Valdimarsson. Eftirlitsmaður verður Guðmundur Sigurðsson.
Fyrir leik
Markmið Víkinga fyrir árið í ár er háleitt en fyrir fáum árum gaf stjórn félagsins út yfirlýsingu þar sem sögðu að Víkingur myndi verða Íslandsmeistari árið 2014. Flestir spámenn spá þeim hins vegar fallbaráttu.
Flestir telja að Fjölnismenn muni einnig vera að berjast við neðri hluta deildarinnar og gekk Hjörvar Hafliðason meira að segja svo langt að segja að leikurinn í dag væri í raun úrslitaleikur fyrir liðið!
Flestir telja að Fjölnismenn muni einnig vera að berjast við neðri hluta deildarinnar og gekk Hjörvar Hafliðason meira að segja svo langt að segja að leikurinn í dag væri í raun úrslitaleikur fyrir liðið!
Fyrir leik
Rúmur stundarfjórðungur í leik og áhorfendur eru byrjaðir að tínast í stúkuna hægt og rólega. Hægt og rólega eru lykilorð hér, stúkan er ekki þéttsetin en vonandi rætist úr því.
Fyrir leik
Liðin eru að labba inn á völlinn á eftir fyrirliðum og dómurum undir dramatískum tónum og lófaklappi. Leidd inn af ungum knattspyrnuiðkendum úr Fjölni. Fyrirliði heimamanna er Bergsveinn Ólafsson en gestanna er Igor Taskovic.
Fyrir leik
Búningar liðana eru kunnulegir, heimamenn gulir og bláir en Víkingar svartir og rauðir. Ingvar Kale er í fjólublárri treyju en Þórður Ingason í hvítri.
1. mín
Leikurinn er hafinn!
Óhætt að fullyrða um að blaðamannastúkan snýr nokkuð öfugt miðað við kvöldsólina hér í Grafarvoginum.
Óhætt að fullyrða um að blaðamannastúkan snýr nokkuð öfugt miðað við kvöldsólina hér í Grafarvoginum.
4. mín
Fjölnir: (4-2-3-1)
Þórður
Árni - Bergsveinn - Haukur - Ratajczak
Illugi - Gunnar
Einar Karl - Ragnar - Guðmundur
Tsonis
Víkingur: (4-2-3-1)
Ingvar
Ómar - Taskovic - Lowing - Halldór
Monaghan - Kristinn
Agnar - Dofri - Ívar Örn
Sveinbjörn
Þórður
Árni - Bergsveinn - Haukur - Ratajczak
Illugi - Gunnar
Einar Karl - Ragnar - Guðmundur
Tsonis
Víkingur: (4-2-3-1)
Ingvar
Ómar - Taskovic - Lowing - Halldór
Monaghan - Kristinn
Agnar - Dofri - Ívar Örn
Sveinbjörn
8. mín
Áður fámenn stúkan er nánast orðin full en hún er enn hljóðlaus. Það fer þó hver að verða síðastur ætli hann sér að fá sæti.
14. mín
Fátt verið um fína drætti hérna framan af. Hvorugt liðið reynt að sækja mikið og þegar þau hafa reynt þá hefur það mistekist.
15. mín
MARK!
Ragnar Leósson (Fjölnir)
Stoðsending: Haukur Lárusson
Stoðsending: Haukur Lárusson
Ég hafði varla sleppt orðinu og þá kom markið. Haukur nelgdi boltanum fram úr öftustu víglínu og haugur af Víkingum misreiknaði boltann áður en hann datt fyrir Ragnar. Hann tók boltann með vinstri og lagði hann framhjá Kale í fjærhornið.
18. mín
Fínt færi Víkinga. Agnar Darri var kominn langleiðina í gegn en kom boltanum ekki framhjá Þórði í markinum.
20. mín
Aðeins meira líf að færast í leikinn. Einar Karl Ingvarsson var rétt í þessu að henda í bjartsýnisskot sem Kale átti ekki í nokkrum vandræðum með.
23. mín
Ingvar Kale lendir í samstuði við Ratajczak eftir hornspyrnu Einars. Stendur fljótt upp aftur en öskrið hans fór ekki framhjá nokkrum manni.
30. mín
Víkingar að reyna eitthvað smá. Ómar átti góða rispu upp hægri vænginn en fyrirgjöfin var ekki merkileg. Boltinn barst til Agnars sem átti skelfilegt skot. Boltinn sveit lengi og endaði með baráttu Þórðar og Sveinbjarnar. Fjölnir fékk aukaspyrnu.
31. mín
Igor Taskovic slapp með tiltal eftir að hafa tekið Gunnar Már niður í uppbyggingu skyndisóknar.
34. mín
Kristinn Magnússon með bjartsýnisskot fyrir gestina. Náði klobba á miðjum vellinum henti að sjálfsögðu í kjölfarið í óígrundað skot sem flaug yfir markið.
41. mín
Víkingar fengu nú rétt í þessu tvær hornspyrnur sem ekkert varð úr. Verið frekar líflaus hálfleikur hingað til.
45. mín
MARK!
Gunnar Már Guðmundsson (Fjölnir)
Stoðsending: Árni Kristinn Gunnarsson
Stoðsending: Árni Kristinn Gunnarsson
Í uppbótartíma bæta heimamenn við marki. Boltinn barst út á vinstri vænginn og þaðan kom skipting yfir á þann hægri. Sýndist það vera Ragnar sem átti þá sendingu.
Árni Kristinn Gunnarsson tók við boltanum frá Ragnari sendi fyrir þar sem Herra Fjölnir sveif eins og örn og stangaði boltann. Skallinn var ekki sá besti sem hefur sést, beint í jörðina. Kale misreiknaði boltann og því fór hann í netið.
Árni Kristinn Gunnarsson tók við boltanum frá Ragnari sendi fyrir þar sem Herra Fjölnir sveif eins og örn og stangaði boltann. Skallinn var ekki sá besti sem hefur sést, beint í jörðina. Kale misreiknaði boltann og því fór hann í netið.
45. mín
Verðskulduð forysta heimamanna í hálfleik, þeir hafa fengið tvö færi og nýtt þau bæði. Milli markanna gerðist hins vegar svo til ekkert.
46. mín
Inn:Óttar Steinn Magnússon (Víkingur R.)
Út:Ómar Friðriksson (Víkingur R.)
Síðari hálfleikur farinn í gang. Taskovic fer upp á miðjuna, Monaghan í hægri bak og Óttar í hafsentinn.
46. mín
Rautt spjald: Alan Lowing (Víkingur R.)
Langur bolti inn fyrir. Tsonis stingur Lowing af sem fellir hann sem aftasti maður og víti dæmt. Löwing með rautt eftir einhverjar þrjátíu sekúndur.
47. mín
Misnotað víti!
Gunnar Már Guðmundsson (Fjölnir)
Hamrar vítið í slánna! Kale fór niður en boltinn fastur og langt út fyrir teiginn.
51. mín
Sveinbjörn kominn langleiðina í gegn en með menn í kringum sig. Tekur skot af löngu færi sem svífur yfir markið. Langt yfir markið.
56. mín
Inn:Pape Mamadou Faye (Víkingur R.)
Út:Agnar Darri Sverrisson (Víkingur R.)
Önnur skipting gestanna. Pape á sennilega að fríska upp á sóknarleikinn.
57. mín
Illugi fær nægan tíma til að athafna sig á miðri miðjunni og lætur vaða. Skotið var ekki svo langt yfir markið. Fínasta tilraun.
61. mín
Besta tilraun Víkings í leiknum hingað til var að líta dagsins ljós. Kristinn Jóhannes átti þá ágætt skot af löngu færi sem var þó ekki til mikilla vandræða fyrir Þórð.
64. mín
Inn:Júlíus Orri Óskarsson (Fjölnir)
Út:Einar Karl Ingvarsson (Fjölnir)
Rétt fyrir skiptinguna átti Ívar aukaspyrnu frá vinstri sem Þórður missti. Sveinbjörn náði skalla á fjærstönginni en hann var slakur.
67. mín
Ragnar Leósson með afar fínar tilraun úr aukaspyrnu á miðjum vellinum. Náði þó ekki að koma boltanum framhjá Kale.
68. mín
Tsonis hirti boltann af Taskovic í öftustu víglínu og Fjölnismenn áttu möguleika á að keyra þrír á tvo. Sendingin frá Tsonis var hins vegar langt frá því að vera góð og sénsinn rann út í sandinn.
Tsonis hefur gert þetta í allan leik, angrað varnarmenn Víkings, og gert það mjög vel.
Tsonis hefur gert þetta í allan leik, angrað varnarmenn Víkings, og gert það mjög vel.
72. mín
Víkingar að gera sig líklega. Kristinn henti í fast skot frá vítateigsboganum sem fór rétt framhjá. Fín tilraun.
73. mín
Inn:Darri Steinn Konráðsson (Víkingur R.)
Út:Sveinbjörn Jónasson (Víkingur R.)
Síðasta skipting gestanna.
74. mín
Inn:Aron Sigurðarson (Fjölnir)
Út:Christopher Tsonis (Fjölnir)
Tsonis búinn að skila fínu dagsverki. Inn á kemur hinn stórefnilegi Aron Sigurðarson.
75. mín
Halldór Smári var kominn upp í vinstra hornið og sendi fyrir. Fór yfir teiginn og Ratajczak náði að hreinsa í horn. Pape lúrði bak við hann. Hornið var fínt frá Taskovic en Þórður sló það frá.
79. mín
MARK!
Júlíus Orri Óskarsson (Fjölnir)
Stoðsending: Guðmundur Karl Guðmundsson
Stoðsending: Guðmundur Karl Guðmundsson
Heimamenn að sigla þremur stigum í hús. Guðmundur Karl vann boltann vel á miðjunni og heimamenn breikuðu þrír á þrjá. Boltinn barst út til hægri á Júlíus sem tók manninn sinn á og setti hann með vinstri í nær hornið, stöngina inn.
81. mín
Fjölnismenn komust upp að endamörkum eftir að Aron Sigurðar þvældi mann og annan. Ingvar missti boltann undir sig og hann rúllaði hjá marklínunni. Hefði Fjölnismaður komið í árásina hefði hann lílega náð fjórða markinu.
83. mín
Ívar Örn Jónsson reynir skot sem fer framhjá fjærstönginni. Geigaði um svona meter.
84. mín
Flottur séns Fjölnismanna fór forgörðum. Voru tveir á einn en sendingin frá Illuaga (sýndist þetta vera hann) var of nálægt Ingvari og hann náði boltanum á undan Júlíusi.
85. mín
Inn:Guðmundur Böðvar Guðjónsson (Fjölnir)
Út:Árni Kristinn Gunnarsson (Fjölnir)
Síðasta skipting leiksins. Árni verið mjög góður í þessum leik.
87. mín
Fjölnismönnum gengur illa að henda í fjórða markið. Júlíus með stórglæsilega sendingu innfyrir á Gunnar Má en skot hans beint í Kale.
Gunnar fær boltann aftur og renndi honum til hliðar á Júlíus aftur. Júlíus skaut en Darri Steinn, að mér sýndist, kastaði sér fyrir boltann og kom í veg fyrir mark.
Gunnar fær boltann aftur og renndi honum til hliðar á Júlíus aftur. Júlíus skaut en Darri Steinn, að mér sýndist, kastaði sér fyrir boltann og kom í veg fyrir mark.
Byrjunarlið:
3. Ívar Örn Jónsson
4. Igor Taskovic
12. Halldór Smári Sigurðsson
Varamenn:
20. Pape Mamadou Faye
('56)
27. Tómas Guðmundsson
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Rauð spjöld:
Alan Lowing ('46)