City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
KR
1
2
Valur
0-1 Iain Williamson '11
0-2 Kristinn Ingi Halldórsson '45
Gary Martin '59 1-2
04.05.2014  -  20:00
Gervigrasið í Laugardalnum
Pepsi-deild karla 2014
Dómari: Gunnar Jarl Jónsson
Áhorfendur: 2128
Maður leiksins: Mads Nielsen (Valur)
Byrjunarlið:
1. Stefán Logi Magnússon (m)
2. Grétar Sigfinnur Sigurðarson
3. Haukur Heiðar Hauksson
8. Baldur Sigurðsson
8. Þorsteinn Már Ragnarsson ('56)
9. Kjartan Henry Finnbogason
11. Almarr Ormarsson
18. Aron Bjarki Jósepsson
21. Guðmundur Reynir Gunnarsson
23. Atli Sigurjónsson ('56)

Varamenn:
13. Sindri Snær Jensson (m)
5. Egill Jónsson
22. Óskar Örn Hauksson ('56)
28. Ivar Furu

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Gary Martin ('88)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
íslandsmeistarar KR hefja leik í Pepsi-deildinni klukkan 20:00 þegar liðið mætir Val á gervigrasinum í Laugardalnum.

Það er mikil blíða og um að gera fyrir sem flesta að skella sér á völlinn!
Fyrir leik
Leikið er á gervigrasinu þar sem ástandið á KR-vellinum er ekki nægilega gott.

KR vann báðar rimmur þessara liða í fyrra. Meistararnir unnu heimaleikinn 3-1 og sóttu síðan þrjú stig á Hlíðarenda með 2-1 sigri undir lok leiktíðarinnar.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru dottin í hús.

Athygli vekur að Óskar Örn Hauksson og Gary Martin eru báðir á varamannabekk KR. Stefán Logi Magnússon byrjar einnig sinn fyrsta leik hjá KR í Pepsi-deildinni eftir fjögurra ára dvöl í atvinnumennsku. Aron Bjarki er í vörninni í stað Norðmannsins Ivar Furu sem er á bekknum.
Fyrir leik
Nafnarnir Kristinn Ingi Halldórsson og Kristinn Freyr eru báðir í liði Vals. Kristinn Ingi er líklega fremstur og Kristinn Freyr í holunni fyrir aftan. Arnar Sveinn og Sigurður Egill eru á vængjunum.
Fyrir leik
Emil Atlason er ekki með KR í dag. Hann er staddur á Englandi þar sem hann er til reynslu hjá Leicester sem leikur í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.
Fyrir leik
Við hvetjum menn til að taka þátt í umræðunni á Twitter í kringum leiki í Pepsi-deildinni. Ekki gleyma að nota hashtagið #fotbolti!
Fyrir leik
Fólk er farið að týnast á völlinn. Bá búast við góðri mætingu enda tvö Reykjavíkurlið að mætast í frábæru veðri.
Fyrir leik
Vallarþulurinn kynnir inn liðin! Örfáar mínútur í leik þessara miklu stórvelda.
Björgvin Pétursson

Maður veit að sumarið er komið þegar Geir Ólafs er mættur á völlinn! KR-Valur next up #álitið #fotbolti Sjá mynd
1. mín
Leikurinn er hafinn! Stuðningsmenn beggja liða láta vel í sér heyra í upphafi.
7. mín
Jafn leikur enn sem komið er. KR þó meira með boltann en enn vantar fyrsta færið.
8. mín
Magnús Már Lúðvíksson með góða aukaspyrnu frá hægri væng. Stefán Logi hinsvegar öruggur í teignum og greip boltann.
9. mín
Valsarar fá fyrstu hornspyrnu leiksins. Kristinn Freyr tók hana og virtist hún stefna í netið áður en Stefán Logi sló boltann yfir.
9. mín
Þorsteinn Már Ragnarsson í góðu færi fyrir KR eftir darraðadans í teig Vals. Þorsteinn þrumaði hinsvegar boltanum rétt framhjá.
11. mín MARK!
Iain Williamson (Valur)
Stoðsending: James Hurst
Fyrsta markið er komið og eru það Valsarar sem eru komnir yfir! Ian Williamson tók á mótri fastri fyrigjöf frá James Hurst og þrumaði knettinum framhjá Stefáni Loga
13. mín
KR leggur strax í sókn og fæ aukaspyrnu á hægri vængnum. Hana tók Atli Sigurjónsson en boltinn hafnaði í öruggum höndum Fjalars.
13. mín
Leikurinn heldur betur að opnast! Arnar Sveinn Geirsson kemst í ágætis færi og reynir að vippa yfir Stefán Loga sem átti í engum erfiðleikum með að grípa boltann.
18. mín
KR fær sína fyrstu hornspyrnu. Þrír KR-ingar berjast um að ná til boltans og er það Grétar Sigfinnur sem nær lélegum skalla sem engin hætta stafar af. Útspark fyrir Val.
21. mín
Markstöng KR-inga nötrar! Hinn eldsnöggi Kristinn Ingi Halldórsson þrumaði knettinum í samskeytin eftir að hafa sloppið inn fyrir vörn KR.
24. mín
Valur fær sína fjórðu hornspyrnu. Varnarmenn KR ná að skalla boltann í burtu án teljandi vandræða.
25. mín
Ian Williamson í dauðafæri utarlega í teig KR! Skotinn ætlaði svo sannarlega að rífa netið og þrumaði boltanum yfir
30. mín
Hálftími liðinn og Valsarar hafa verið öllu hættulegari. KR meira með boltann en meistararnir eiga eftir að skapa sér alvöru marktækifæri.
31. mín
Farid Zato með slakkt skot yfir af löngu færi eftir laglegt samspil á miðjum vellinum.
40. mín
Leikurinn búinn að róast, engin færi síðustu 10 mínúturnar.
43. mín Gult spjald: Sigurður Egill Lárusson (Valur)
Harkalegt brot á Guðmundi Reyni. KR-ingar í stúkunni ekki sáttir.
45. mín MARK!
Kristinn Ingi Halldórsson (Valur)
Stoðsending: Magnús Már Lúðvíksson
Valsarar komast í 2-0 með lokasnertingu fyrri hálfleiks! Kristinn Ingi Halldórsson skorar eftir fyrirgjöf Magnúsar Más Lúðvíkssonar af vinstri vængnum úr aukaspyrnu. Ekki góður varnarleikur hjá KR!
45. mín
Gunnar Jarl, ágætur dómari leiksins, flautar til hálfleiks um leið og KR tók miðjuna.

Valsarar hafa verið mjög kraftmiklir í leiknum og gætu hæglega veri búnir að skora 1-2 mörk til viðbótar. Á sama tíma er ekki að sjá að KR séu ríkjandi meistarar og hafa þeir ekki enn skapað alvöru marktækifæri. Völsurum hefur tekist mjög vel í að halda aftur af þeim.
45. mín
Liðin komin á völlinn að nýju. Beðið er eftir að auglýsingarnar á Stöð 2 Sport klárist og þá hefst seinni hálfleikur.
52. mín
Rólegt hérna á gervigrasinu, bæði á vellinum og í stúkunni, í upphafi síðari hálfleiks.
56. mín
Inn:Gary Martin (KR) Út:Þorsteinn Már Ragnarsson (KR)
56. mín
Inn:Óskar Örn Hauksson (KR) Út:Atli Sigurjónsson (KR)
Rúnar Kristinsson gerir tvær breytingar hjá KR
57. mín
Baldur Sigurðsson með skalla á markið eftir aukaspyrnu sem Fjalar ver.
58. mín
Valsarar ótrúlega nálægt því að komast í 3-0! Haukur Páll með skalla sem Stefán Logi ver í slá. Þaðan skoppaði boltinn í kringum marklínuna áður en Stefán handsamaði boltann. Valsarar vilja mark en ekkert gefið!
59. mín MARK!
Gary Martin (KR)
Stoðsending: Óskar Örn Hauksson
Varamennirnir færa KR von um að fá eitthvað úr leiknum!

Skalli Gary Martin endar í netinu eftir góða hornspyrnu Óskars Arnar. Tvímenningarnir búnir að vera inn á í örfáar mínútur!
63. mín
Sjónvarspútsendingar sýna að skallinn frá Hauki Páli endaði langt fyrir innan marklinuna áðan. Staðan er því 2-1 en hefði fyrir mark KR átt að vera 3-0.
67. mín
Kristinn Freyr með hörkuskot sem fer af varnarmanni og rétt framhjá marki KR.
68. mín Gult spjald: Iain Williamson (Valur)
Williamson fær gult fyrir brot á miðjum velli.
69. mín
Inn:Gonzalo Balbi (KR) Út:Farid Zato (KR)
71. mín
Inn:Halldór Hermann Jónsson (Valur) Út:Iain Williamson (Valur)
Fyrsta skipting Valsara.
73. mín
James Hurst með þrumuskot utan af velli sem Stefán Logi á í fullu fangi við að verja í horn.
74. mín
Þung sókn Valsara eftir hornspyrnu endar með því að Stefán Logi grípur boltann.
78. mín
Enn vinna KR-ingar skallaeinvígin í vítateig Valsara eftir hornspyrnu. Að þessu sinni er það Almarr Ormarsson sem nær skalla sem fer yfir.
Guðlaugur Valgeirsson

Okei enginn að nefna það að Gunnar Jarl er girtur a la Cattermolestyle! What a man....samt ekki look! #fotbolti #pepsideildin #cattermole
80. mín
Inn:Lucas Ohlander (Valur) Út:Sigurður Egill Lárusson (Valur)
81. mín
James Hurst hirti boltann af Guðmundur Reyni við vítateig KR en engin hætta skapaðist. Valsarar hefðu getað gert betur.
82. mín
Hætta við mark Valsara eftir fyrirgjöf Kjartans Henry. Óskar Örn nær hinsvegar ekki til boltans og Valsmenn hreinsa.
84. mín
Haukur Páll liggur eftir samstuð á miðjum vellinum og þarfnast aðhlynningar.
86. mín
Haukur Páll spjaldaður er hann stóð upp fyrir brotið sem leiddi til þess að hann þurfti aðhlynningu.
88. mín Gult spjald: Gary Martin (KR)
Markaskorari KR fær gult spjald fyrir háskalegt brot
90. mín
Gary Martin með skalla yfir úr ágætu færi.

KR-ingar í mikilli sókn þessar mínúturnar og freista þess að jafna metin.
90. mín
Inn:Gunnar Gunnarsson (Valur) Út:Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
90. mín
Fjórum mínútum bætt við
91. mín
Allir leikmenn KR komnir fram fyrir miðju en sóknin endar með rangstöðu.

Valsmenn láta vel í sér heyra í stúkunni enda eru þeir við það að leggja Íslandsmeistarana að velli!
92. mín
Haukur Heiðar með gott skot sem Fjalar ver í horn.
92. mín
Úr hornspyrnunni nær Aron Bjarki skalla sem fer framhjá.
93. mín
Kristinn Ingi Halldórsson nær boltanum og fer upp að hornfánanum til að vinna tíma. Stutt eftir!
Leik lokið!
Gunnar Jarl flautar til leiksloka!

Valsarar hefja tímabilið af krafti og leggja Íslandsmeistara KR að velli í fyrstu umferð. Umfjöllun og viðtöl dett inn hér á Fótbolti.net á eftir.
Byrjunarlið:
Haukur Páll Sigurðsson ('90)
8. Kristinn Ingi Halldórsson
11. Sigurður Egill Lárusson ('80)
13. Arnar Sveinn Geirsson
21. Bjarni Ólafur Eiríksson

Varamenn:
Ásgeir Þór Magnússon (m)
14. Gunnar Gunnarsson ('90)
23. Andri Fannar Stefánsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Iain Williamson ('68)
Sigurður Egill Lárusson ('43)

Rauð spjöld: