City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Valur
0
1
Keflavík
0-1 Magnús Þórir Matthíasson '45
08.05.2014  -  20:30
Gervigrasið í Laugardal
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Smávægileg úrkoma
Dómari: Valgeir Valgeirsson
Byrjunarlið:
Haukur Páll Sigurðsson
8. Kristinn Ingi Halldórsson
10. Kristinn Freyr Sigurðsson (f)
11. Sigurður Egill Lárusson ('72)
13. Arnar Sveinn Geirsson ('45)
21. Bjarni Ólafur Eiríksson

Varamenn:
Ásgeir Þór Magnússon (m)
14. Gunnar Gunnarsson
23. Andri Fannar Stefánsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Haukur Páll Sigurðsson ('90)
Magnús Már Lúðvíksson ('86)
Mads Lennart Nielsen ('75)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Heilir og sælir landsmenn góðir. Verið velkomin í lifandi textalýsingu héðan úr Laugardalnum þar sem "heimamenn" úr Val taka á móti Keflavík í 2.umferð Pepsi Deildarinnar
Fyrir leik
Afsakið seinaganginn en auðvitað urðu tæknilegir örðuleikar í uppsetningu hér í Laugardalnum. Murphys Law
Fyrir leik
Gaupi var rétt í þessu að afhenda dananum Mads Nielsen kassa af Pepsi fyrir vaskan framgang sinn í síðustu umferð en hann var Leikmaður 1.umferðar í Pepsi-deildinni.
Fyrir leik
Styttist í leik og fólk farið að hópast í stúkuna. Veðrið til fyrirmyndar og ekkert því til fyrirstöðu að hér í Laugardalnum verði boðið upp á fínasta fótbolta í kvöld
Fyrir leik
Kristján Guðmund er hér að mæta sínum gömlu lærisveinum og að mínu mati hefur hann strax komið sínum mönnum "marki" yfir með því að trompa Magga Gylfa í klæðaburði. Ljósbrúnn jakki og sixpensari vs casual Maggi Gylfa með Shockwave´að hárið tilbaka. Nokkuð öruggur sigur.
Fyrir leik
Keflvíkingar gera tvær breytingar á 3-1 sigrinum á Þór. Daníel Gylfason víkur fyrir Bojan Ljubicic og Elías Már Ómarsson tekur sæti á bekknum í stað Sigurbergs Elísonar
Fyrir leik
Byrjunarlið Valsmanna er óbreytt frá því í sigri þeirra á KR-ingum. Breytir ekki sigurliði sagði einhver mætur maður og Magnús Gylfason stólar á sama mannskap.
Fyrir leik
Liðin eru komin inná völlinn. Það styttist í þetta.
1. mín
Leikar eru hafnir hér í Laugardal. Góða skemmtun gott fólk og vonandi fáum við fjör og mörk hér í kvöld. Valsmenn sækja í átt að gamla Blómaval Sigtúni
3. mín
Dauðafæri. Kristinn Freyr lætur Jonas Sandqvist verja frá sér í teignum eftir að hafa komist í frábæra stöðu. Jonas ver vel með fótunum
3. mín
Mæðir strax mikið á Sandqvist en hann rýkur strax aftur af línunni þegar hornspyrna Valsmanna er tekin og kýlir boltann frá marki. Keflvíkingur liggur eftir og inná hlaupa menn á börum.
3. mín
Fyrirliði Keflvíkinga, Haraldur Freyr hefur fengið eitthvað högg í horninu og er leiddur útaf til aðhlynningar. Leikar eru hafnir á nýjan leik
5. mín
Svo virðist sem Haraldur hafi fengið höfuðhögg og skurð en hann snýr nú inná á nýjan leik með bundið um höfuðið líkt og Paul Ince hér með Englandi um árið
6. mín
Hornspyrna að marki Keflvíkinga skölluð aftur fyrir endamörk. Valsmenn byrja þennan leik betur.
8. mín
Góð sókn hjá Valsmönnum. Maggi Lú með bolta fram völlinn sem Kristinn Ingi "kassar" niður á hlaupandi nafna sinn Kristinn Frey sem tekur tvær snertingar en skot hans rétt fyrir utan vítateig siglir örugglega yfir mark Keflvíkinga.
10. mín
Gestirnir með hornspyrnu sem flýgur á fjær og skapar litla hættu. Fyrsta sem Keflvíkingar hafa gert sóknarlega til að byrja með.
11. mín
Krstinn Freyr er að skipta um skó. Mögulega búinn að missa trúnna á þessum sem hann var í enda strax búinn að eiga tvö misheppnuð skot að marki Keflvíkinga. Sjáum hvort þessir þjóni honum betur.
20. mín
Leikar farnir að jafnast síðustu mínútur. Keflvíkingar farnir að þrýsta aðeins á heimamenn. Bæði lið eru hinsvegar full mikið að treysta á langa bolta sem litlu hafa skilað. Auglýsum eftir aðeins fallegri fótbolta hérna í Laugardalnum.
29. mín
Skipting í vændum. Ian Williamson biður um skiptingu. Augljóslega meiddur.
30. mín
Inn:Halldór Hermann Jónsson (Valur) Út:Iain Williamson (Valur)
Williamson farinn útaf. Líklega einhver mjaðmameiðsl. Halldór Hermann tekur hans stöðu á miðjunni.
37. mín
Inn:Theodór Guðni Halldórsson (Keflavík) Út:Hörður Sveinsson (Keflavík)
Önnur skipting. Hörður Sveins er að yfirgefa völlinn. Mögulega eitthvað vesen á mjöðminni á Herði.
38. mín
Það er akkurat ekkert að gerast hérna í Laugardalnum nema meiðsli og svo langir boltar upp þjóðveg 1 sem liðin reyna svo að pressa með afar litlum árangri.
45. mín MARK!
Magnús Þórir Matthíasson (Keflavík)
Stoðsending: Jóhann Birnir Guðmundsson
MARK!! Detti af mér allar dauðar lýs. Jóhann Birnir þræðir nálaraugað með sendingu á blindu hliðina sem finnur Magnús Þóri í flottu hlaupi inní teig Valsmanna. Magnús Þórir klárar færið framhjá aðvífandi Fjalari vel. Þetta kom eins og þruma úr heiðskýru lofti.
45. mín
Þóroddur Hjaltalín Jr. hefur blásið til hálfleiks. Keflvíkingar leiða með marki Matthíasar. Leikar hafa verið þurrir og lítið markvert gerst. Það verður fróðlegt að sjá hvernig lið Valsmanna bregst við þessu í þeim síðari.
45. mín
Ekkert kaffi hérna í blaðamannaaðstöðunni en það er boðið uppá leikfangahorn þar sem blaðamenn geta stytt sér stundir þangað til leikar hefjast á ný
45. mín
Leikmenn Keflavíkur fyrri til að mæta útá völl. Valsmenn fylgja eftir stuttu síðar. Magnús Gylfason ómaði snemmaí hálfleikshléinu um allt Þróttaraheimilið. Tónn hans bar merki um að hann væri ekki glaður.
45. mín
Inn:Indriði Áki Þorláksson (Valur) Út:Arnar Sveinn Geirsson (Valur)
Ein skipting í hálfleik. Leikurinn er hafinn!
46. mín
Valsmenn blása í horn Gondor hérna strax í síðari hálfleik. Flottur spilkafli endar með lágri fyrirgjöf Bjarna Ólafs þvert á teiginn sem Keflvíkingar komu frá. Þarna vantaði bara eina tá hjá Valsmanni og leikar væru jafnir
48. mín
Fyrirgjöf frá hægri hjá Valsmönnum. Klafs í teignum og þjálfarateymi Valsmanna kallar eftir einhverju sem væntanlega væri vítaspyrna.
50. mín
Indriði Áki tekur sér stöðu uppá topp meðan Kristinn Ingi færir sig út á hægri kantinn.
53. mín
Hætta í teig Valsara. Hornspyrna sem skölluð er að marki Valsmanna. Fjalar óneitanlega í ákveðnum vandræðum en skallinn endaði heppilega í höndum hans.
59. mín
Kristinn Ingi í færi. Vinnur kapphlaup við Halldór Kristinn en skot hans með vinstri siglir rólega framhjá markinu.
59. mín
Inn:Paul McShane (Keflavík) Út:Jóhann Birnir Guðmundsson (Keflavík)
Paul McShane lifir enn. Spilaði með Aftureldingu í 2.deildinni síðasta sumar og stígur nú inná völlinn hér í Pepsi tæpu ári síðar.
65. mín
Haukur Páll með þrususkalla frá vítateigslínu. Djúpur bolti frá vinstri og Haukur kemur á siglingunni eins og Akraborgin á móti boltanum en Jonas ver í horn. Þvílíkur skallamaður hann Haukur!
70. mín
Inn:Magnús Sverrir Þorsteinsson (Keflavík) Út:Bojan Stefán Ljubicic (Keflavík)
72. mín
Inn:Kolbeinn Kárason (Valur) Út:Sigurður Egill Lárusson (Valur)
74. mín
Valsmenn pressa og pressa. Ná Keflvíkingar að halda þetta út eða refsa heimamönnum með skyndisókn.
75. mín Gult spjald: Mads Lennart Nielsen (Valur)
Sparkar niður Paul McShane og Valgeir lyftir fyrsta gula spjaldi leiksins réttilega.
76. mín
Haukur Páll með skalla á fjær. Jonas með ævintýralega markvörslu að hætti Bergsveins Bergsveins hérna um árið. Hinsvegar þá var búið að flagga rangstöðu en tilþrifin voru mögnuð hjá Jonasi Sandqvist.
80. mín
Haukur Páll með skot fyrir utan. Skotið fast en beint á Jonas sem á ekki í neinum vandræðum með að handsama boltann.
81. mín
Allir leikmenn Keflavíkur inná síðasta þriðjung sínum. Pressan mikil frá heimamönnum.
84. mín
Valsmenn skora. Kolbeinn Kára hálfklippir boltann á lofti eftir fyrirfjöf. Markið stendur hinsvegar ekki þar sem boltinn var farinn afturfyrir endamörk og flaggar aðstoðardómari á hornfána Keflvíkinga.
86. mín
Obbosí! Maggi Lú heppinn að fá bara gult? Háskaleg tækling hans á Einar Orra þar sem sólinn var hátt uppi. Valgeir lyftir gulu í miðju fjaðarafokinu. Þetta verður mögulega rætt eitthvað í leikslok.
86. mín Gult spjald: Magnús Már Lúðvíksson (Valur)
87. mín
Keflvíkingar vilja hendi inní teig Valsara. Virkaði saklaust frá mínu sjónarhorni. Þeir fiska sem róa.
89. mín
Liggur þungt á Keflvíkngum. Tveir hornspyrnur í röð sem þeir verjast vel. Valsmenn eru að vinna á öllu sem þeir eiga!
89. mín
Pétur lögreglumaður lyftr skilti um 4 mínútur í uppbót
89. mín
Keflvkingar í skyndisókn. 3 gegn tveimur en eru flaggaðir rangstæðir. Fjalar varði reyndar chippuna að marki með góðu úthlaupi
90. mín Gult spjald: Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
Gult á Hauk Pál. Pirringsbrot í lok leiks.
Leik lokið!
Leik lokið með dýrmætum sigri Keflvíkinga. Valsmenn ganga sárir af velli. Áttu svo sannarlega skilið jöfnunarmark eftir linnulausa sókn í síðari hálfleik. Keflvíkingar hinsvegar vörðust frábærlega og stóðust storminn.
Byrjunarlið:
Haraldur Freyr Guðmundsson
Jóhann Birnir Guðmundsson ('59)
Sigurbergur Elísson
6. Einar Orri Einarsson
6. Sindri Snær Magnússon
10. Hörður Sveinsson ('37)
11. Bojan Stefán Ljubicic ('70)
20. Magnús Þórir Matthíasson

Varamenn:
3. Andri Fannar Freysson
9. Daníel Gylfason
11. Magnús Sverrir Þorsteinsson ('70)
13. Unnar Már Unnarsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: