Fjölnir
1
1
Valur
0-1
Kolbeinn Kárason
'78
Einar Karl Ingvarsson
'84
1-1
11.05.2014 - 19:15
Fjölnisvöllur
Pepsi-deild karla 2014
Aðstæður: Völlurinn ekki góður. Smá gola
Dómari: Valdimar Pálsson
Áhorfendur: 736
Maður leiksins: Bergsveinn Ólafsson (Fjölnir)
Fjölnisvöllur
Pepsi-deild karla 2014
Aðstæður: Völlurinn ekki góður. Smá gola
Dómari: Valdimar Pálsson
Áhorfendur: 736
Maður leiksins: Bergsveinn Ólafsson (Fjölnir)
Byrjunarlið:
12. Þórður Ingason (m)
Guðmundur Þór Júlíusson
Gunnar Már Guðmundsson
Gunnar Valur Gunnarsson
('71)
3. Bergsveinn Ólafsson (f)
3. Illugi Þór Gunnarsson
6. Atli Már Þorbergsson
9. Þórir Guðjónsson
10. Aron Sigurðarson
('64)
22. Ragnar Leósson
('81)
29. Guðmundur Karl Guðmundsson (f)
Varamenn:
1. Jökull Blængsson (m)
7. Viðar Ari Jónsson
13. Anton Freyr Ársælsson
16. Guðmundur Böðvar Guðjónsson
('81)
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Gunnar Valur Gunnarsson ('68)
Rauð spjöld:
Fyrir leik
Verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Fjölnis og Vals í 3. umferð Pepsi-deildarinnar.
Nýliðar Fjölnis eru með fullt hús stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar en Valsmenn eru með þrjú stig eftir að hafa unnið KR og tapað fyrir Keflavík.
Nýliðar Fjölnis eru með fullt hús stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar en Valsmenn eru með þrjú stig eftir að hafa unnið KR og tapað fyrir Keflavík.
Fyrir leik
Haukur Lárusson, rauði turninn, er ekki með Fjölni í dag en Atli Már Þorbergsson tekur stöðu hans í hjarta varnarinnar. Vinstri bakvörðurinn Matt Ratajczak er einnig fjarverandi en Gunnar Valur Gunnarsson kemur inn í hans stað.
Þá kemur Aron Sigurðarson inn í framlínuna fyrir Christopher Tsonis. Aron er nýkominn af stað að nýju eftir að hafa verið frá keppni í nokkrar vikur vegna meiðsla.
Indriði Áki Þorláksson, Lucas Ohlander og Halldór Hermann Jónsson koma inn í liðið hjá Val en Arnar Sveinn Geirsson og Kristinn Ingi Halldórsson fara á bekkinn.
Þá er Iain Williamson fjarri góðu gamni vegna meiðsla sem hann varð fyrir í síðasta leik gegn Keflavík.
Þá kemur Aron Sigurðarson inn í framlínuna fyrir Christopher Tsonis. Aron er nýkominn af stað að nýju eftir að hafa verið frá keppni í nokkrar vikur vegna meiðsla.
Indriði Áki Þorláksson, Lucas Ohlander og Halldór Hermann Jónsson koma inn í liðið hjá Val en Arnar Sveinn Geirsson og Kristinn Ingi Halldórsson fara á bekkinn.
Þá er Iain Williamson fjarri góðu gamni vegna meiðsla sem hann varð fyrir í síðasta leik gegn Keflavík.
Fyrir leik
Silfurrefurinn að norðan, Valdimar Pálsson, flautar leikinn í dag. Smári Stefánsson og Björn Valdimarsson eru honum til aðstoðar.
Fyrir leik
Þórir Guðjónsson leikmaður Fjölnis mætir sínum fyrrum félögum í Val í dag. Kristinn Freyr Sigurðsson, leikmaður Vals, mætir einnig sínum gömlu félögum í Fjölni.
Fyrir leik
Völlurinn er blautur eftir rigningu dagsins. Gætum átt von á hörkuskemmtilegum leik hér í Grafarvoginum.
Fyrir leik
Völlurinn í Grafarvogi er allur að koma til en guli liturinn er þó ennþá ráðandi á grasinu á hluta vallarins.
2. mín
Svona er liðunum stillt upp.
Þórður
Gunnar - Atli - Bergsveinn - Guðmundur J
Illugi - Gunnar Már
Ragnar Le - Guðmundur Karl - Aron
Þórir
Fjalar
Hurst - Maggi Lú - Mads - Bjarni Ólafur
Halldór Hermann - Haukur Páll
Lucas - Kristinn - Sigurður Egill
Indriði
Þórður
Gunnar - Atli - Bergsveinn - Guðmundur J
Illugi - Gunnar Már
Ragnar Le - Guðmundur Karl - Aron
Þórir
Fjalar
Hurst - Maggi Lú - Mads - Bjarni Ólafur
Halldór Hermann - Haukur Páll
Lucas - Kristinn - Sigurður Egill
Indriði
5. mín
Gunnar Már á fyrstu marktilraunina en skalli hans eftir hornspyrnu fer yfir markið. Herra Fjölnir er búinn að skora í báðum leikjum sumarsins til þessa. Hvað gerir hann í kvöld?
Viktor Orri
Þetta byrjunarlið Magga Gylfa er mjög áhugavert. 3 bestu leikmenn liðsins úr eina sigurleik tímabilsins settir á bekkinn #Fotbolti #Valur
Þetta byrjunarlið Magga Gylfa er mjög áhugavert. 3 bestu leikmenn liðsins úr eina sigurleik tímabilsins settir á bekkinn #Fotbolti #Valur
10. mín
,,Halló, hvað ertu að gera þarna? Hann ýtir á hann. Ertu sjónlaus á þetta?" segir Ágúst Þór Gylfason þjálfari Fjölnis ósáttur við Smára Stefánsson aðstoðardómara. Ágúst vildi fá bakhrindingu á Sigurð Egil Lárusson en Smári dæmdi ekkert og Valsmenn uppskáru hornspyrnu.
Ekkert kom út úr hornspyrnunni.
Ekkert kom út úr hornspyrnunni.
11. mín
Gult spjald: Halldór Hermann Jónsson (Valur)
Halldór Hermann fær fyrsta gula spjaldið fyrir að tækla Aron Sigurðarson af krafti út við hliðarlínu.
19. mín
Haukur Páll Sigurðsson meiðist aftan í læri en hann ætlar að harka af sér og halda áfram.
20. mín
Þórir Guðjónsson reynir að snúa boltann upp í fjærhornið fyrir utan vítateig en boltinn fer ofan á slána og yfir. Besta tilraunin hingað til.
24. mín
Inn:Kristinn Ingi Halldórsson (Valur)
Út:Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
Haukur Páll getur ekki haldið áfram leik vegna meiðsla aftan í læri. Kristinn Ingi kemur inn á fyrir hann. Miðja og fremsta víglína Vals breytist svona í kjölfarið.
Halldór - Kristinn Freyr
Kristinn I. - Lucas - Sigurður E
Indriði
Halldór - Kristinn Freyr
Kristinn I. - Lucas - Sigurður E
Indriði
26. mín
Kristinn Freyr með frekar máttlítið skot fyrir utan teig sem Þórður nær þó ekki að halda. Boltinn skoppaði á þúfu og Þórður kýs að slá boltann burt.
27. mín
Mads Nielsen varnarmaður Vals með nýstárlega tilraun í innkasti. Mads kastaði boltanum í bakið á Aroni Sig sem var að skokka í burtu og tók síðan boltann aftur sjálfur.
30. mín
Valdimar Pálsson dómari rekur Bjarna Ólaf Eiríksson út af vellinum þar sem hann er með giftingarhring á hendinni. Bjarni tekur hringinn af sér og kemur síðan aftur inn á.
30. mín
Hálftími liðinn og við bíðum ennþá eftir fyrsta alvöru færinu. Fjölnismenn voru öllu beittari í byrjun en Valsmenn hafa verið með undirtökin undanfarnar mínútur.
37. mín
Besta tilraun Valsmanna! Sigurður Egill Lárusson á lága hornspyrnu á James Hurst. Enski bakvörðurinn nær að snúa með boltann nálægt vítateigslínu og þruma að marki en Þórður Ingason fer gott skot hans.
41. mín
Dauðafæri hjá Fjölni!! Fjölnismenn vinna boltann á miðjunni og Guðmundur Karl Guðmundsson sendir Aron Sigurðarson einan í gegn. Aron reynir að vippa yfir Fjalar Þorgeirsson en reynslan sér við honum. Þórir Guðjónsson nær boltanum eftir að Fjalar ver en hann skýtur yfir, einnig úr dauðafæri. Fjölnismenn klaufar að komast ekki yfir þarna!
52. mín
Indriði Áki Þorláksson fær fyrsta færi síðari hálfleiks en Þórður Ingason sér við honum. Eftir hratt spil Valsmanna komst Indriði í færi en Þórður var fljótur út á móti.
54. mín
Indriði Áki fellur eftir baráttu við Illuga Þór Gunnarsson utarlega í teignum. Valsmenn vilja víti en Valdimar lætur sér fátt um finnast.
55. mín
Valsmenn eru öflugri hér í byrjun síðari hálfleiks. ,,Strákar, hverju erum við að bíða eftir hérna?" öskrar Bergsveinn Ólafsson fyrirliði Fjölnis á sína menn.
60. mín
Aron Sigurðarson prjónar sig framhjá hverjum varnarmanni Vals á fætur öðrum áður en brotið er á honum. Fjölnismenn vilja vítaspyrnu en Valdimar dæmir aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig.
62. mín
Áhorfendur sem voru nálægt brotinu á Aroni telja að hann hafi verið inn í vítateig. Erfitt að meta það héðan ofan úr blaðamannastúku.
64. mín
Inn:Christopher Paul Tsonis (Fjölnir)
Út:Aron Sigurðarson (Fjölnir)
Aron búinn að vera sprækur en hann er ekki í leikformi eftir meiðsli undanfarna mánuði. Tankurinn orðinn tómur í dag.
68. mín
Gult spjald: Gunnar Valur Gunnarsson (Fjölnir)
Það fara sjaldan bæði maður og bolti framhjá Gunnari Val. Hann tæklar Kristinn Frey niður og fær gula spjaldið.
71. mín
Inn:Einar Karl Ingvarsson (Fjölnir)
Út:Gunnar Valur Gunnarsson (Fjölnir)
Einar Karl kemur inn á miðjuna og Illugi fer af miðjunni í hægri bakvörðinn.
73. mín
Fjölnismenn sprækari þessar mínúturnar. Guðmundur Karl, einn öflugasti leikmaður Þorlákshafnar fyrr og síðar, á skot sem fer rétt framhjá.
78. mín
MARK!
Kolbeinn Kárason (Valur)
Stoðsending: Kristinn Freyr Sigurðsson
Stoðsending: Kristinn Freyr Sigurðsson
Varamaðurinn ekki lengi að stimpla sig inn! Kristinn Freyr átti fyrirgjöf frá vinstri kantinum og Kolbeinn skallaði boltann í fjærhornið.
84. mín
MARK!
Einar Karl Ingvarsson (Fjölnir)
Stoðsending: Christopher Paul Tsonis
Stoðsending: Christopher Paul Tsonis
Varamennirnir halda áfram að stimpla sig inn. Einar Karl skorar með fínu skoti frá vítateigslínu eftir að Tsonis skallaði boltann niður á hann. Heimamenn fagna vel og innilega.
85. mín
Guðmundur Karl Guðmundsson fær dauðafæri en Fjalar ver! Það er heldur betur að lifna yfir þessu.
86. mín
Inn:Arnar Sveinn Geirsson (Valur)
Út:Sigurður Egill Lárusson (Valur)
Síðasta skipting Vals.
90. mín
James Hurst á þrumuskot sem endar í hliðarnetinu. Nokkrir stuðningsmenn Vals héldu að boltinn væri inni en svo var ekki.
Byrjunarlið:
Haukur Páll Sigurðsson
('24)
10. Kristinn Freyr Sigurðsson (f)
11. Sigurður Egill Lárusson
('86)
21. Bjarni Ólafur Eiríksson
Varamenn:
Ásgeir Þór Magnússon (m)
8. Kristinn Ingi Halldórsson
('24)
13. Arnar Sveinn Geirsson
('86)
14. Gunnar Gunnarsson
23. Andri Fannar Stefánsson
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Bjarni Ólafur Eiríksson ('88)
Halldór Hermann Jónsson ('11)
Rauð spjöld: