Keflavík
2
1
Þór
Magnús Sverrir Þorsteinsson
'14
1-0
Jóhann Birnir Guðmundsson
'16
2-0
2-1
Sveinn Elías Jónsson
'18
01.10.2011 - 14:00
Nettóvöllurinn
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Mikill vindur á annað markið og rennandi blautt
Dómari: Kristinn Jakobsson
Áhorfendur: 1050
Maður leiksins: Guðjón Árni Antoníusson
Nettóvöllurinn
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Mikill vindur á annað markið og rennandi blautt
Dómari: Kristinn Jakobsson
Áhorfendur: 1050
Maður leiksins: Guðjón Árni Antoníusson
Byrjunarlið:
Ómar Jóhannsson
Guðjón Árni Antoníusson
Jóhann Birnir Guðmundsson
6. Einar Orri Einarsson
('76)
11. Magnús Sverrir Þorsteinsson
Varamenn:
20. Magnús Þórir Matthíasson
Liðsstjórn:
Sigurbergur Elísson
Gul spjöld:
Brynjar Örn Guðmundsson ('35)
Andri Steinn Birgisson ('31)
Rauð spjöld:
Fyrir leik
Góðan daginn! Hér verður bein textalýsing frá fallbaráttuslag Keflavíkur og Þórs í lokaumferð Pepsi-deildarinnar.
Fyrir leik
Keflvíkingar eru fyrir leikinn í áttunda sæti deildarinnar en Þórsarar eru í því tíunda. Bæði lið hafa 21 stig líkt og Framarar sem eru í níunda sætinu. Öll þessi lið munu halda sæti sínu ef Grindvíkingar tapa gegn ÍBV í Eyjum. Hér að neðan má sjá hvað þarf að gerast ef Þór eða Keflavík á að falla.
Keflavík fellur...
...ef liðið tapar, Fram nær stigi og Grindavík vinnur.
...á markatölu ef liðið tapar mjög stórt og Grindavík nær stigi (að því gefnu að Fram tapi ekki líka stórt).
Þór fellur...
...ef liðið tapar, Fram nær stigi og Grindavík vinnur.
...ef liðið tapar, Fram tapar ekki stórt og Grindavík vinnur.
...ef liðið gerir jafntefli, Fram nær stigi og Grindavík vinnur.
...á markatölu ef liðið tapar með tveggja marka mun, Fram nær stigi og Grindavík gerir jafntefli.
...á markatölu ef liðið tapar með tveggja marka mun, Fram tapar ekki mjög stórt og Grindavík gerir jafntefli.
Keflavík fellur...
...ef liðið tapar, Fram nær stigi og Grindavík vinnur.
...á markatölu ef liðið tapar mjög stórt og Grindavík nær stigi (að því gefnu að Fram tapi ekki líka stórt).
Þór fellur...
...ef liðið tapar, Fram nær stigi og Grindavík vinnur.
...ef liðið tapar, Fram tapar ekki stórt og Grindavík vinnur.
...ef liðið gerir jafntefli, Fram nær stigi og Grindavík vinnur.
...á markatölu ef liðið tapar með tveggja marka mun, Fram nær stigi og Grindavík gerir jafntefli.
...á markatölu ef liðið tapar með tveggja marka mun, Fram tapar ekki mjög stórt og Grindavík gerir jafntefli.
Fyrir leik
Það er talsvert rok á annað markið í Keflavík og völlurinn er rennandi blautur. Krefjandi aðstæður fyrir leikmenn sem munu ekki gefa tommu eftir í dag.
Fyrir leik
Frans Elvarsson er í leikbanni hjá Keflavík og þá dettur Magnús Þórir Matthíasson út úr liðinu. Magnús Sverrir Þorsteinsson og Viktor Smári Hafsteinsson koma inn í liðið.
Fyrir leik
Hjá Þórsurum kemur Ármann Pétur Ævarsson inn í liðið fyrir Inga Frey Hilmarsson sem skoraði í síðasta leik gegn Breiðabliki.
Fyrir leik
Mjölnismenn, stuðningsmenn Þórs, eru mættir á leikinn og stuðningsmannasveit Keflavíkur er einnig á leiðinni. Áhorfendur munu láta vel í sér heyra í stúkunni í dag.
Fyrir leik
Við minnum þá sem tísta um leikinn að merkja færslurnar #fotbolti. Valdar færslur verða birtar hér í textalýsingunni.
Árni Freyr Helgason:
Þórsarar bara mega ekki falla, ekki með þetta stuðningsmannalið. #nauðsynlegirfyrirdeildina #fotbolti
Þórsarar bara mega ekki falla, ekki með þetta stuðningsmannalið. #nauðsynlegirfyrirdeildina #fotbolti
5. mín
Guðmundur Steinarsson fær fyrsta færið. Jóhann Birnir Guðmundsson á fyrirgjöf en Guðmundur skallar beint á Srdjan Rajkovic.
14. mín
MARK!
Magnús Sverrir Þorsteinsson (Keflavík)
Keflvíkingar komast yfir með laglegu marki! Jóhann Birnir Guðmundsson á langa sendingu á Guðmund Steinarsson sem tekur boltann á "kassann" og leggur hann þannig á Magnús Sverri Þorsteinsson sem skorar með skoti úr teignum upp í bláhornið.
16. mín
Keflvíkingum nægir jafntefli til að halda sæti sínu í deildinni og þeir eru því komnir í góða stöðu núna.
16. mín
MARK!
Jóhann Birnir Guðmundsson (Keflavík)
Keflvíkingar eru komnir í 2-0! Hilmar Geir Eiðsson á góðan sprett upp völlinn og hann leggur boltann út til hægri á Jóhann Birni Guðmundsson sem á ekki í vandræðum með að skora.
18. mín
MARK!
Sveinn Elías Jónsson (Þór )
Þórsarar minnka muninn. Aukaspyrna kom inn á teiginn og eftir mikinn barning náði Sveinn Elías Jónsson að skora í annarri tilraun, áttunda mark hans í sumar. Eins og staðan er núna halda Þórsarar sér uppi á fleiri skoruðum mörkum en Grindvíkingar!
21. mín
Það vantar ekki fjörið í Keflavík þessar mínúturnar og Þórsarar eru búnir að taka vel við sér. Aleksandar Linda vinstri bakvörður Þórsara á þrumuskot en Ómar Jóhannsson ver.
24. mín
Það er sótt á báða bóga og Keflvíkingar gætu auðveldlega verið komnir í 3-1. Hilmar Geir Eiðsson á fyrirgjöf á fjærstöng þar sem Guðmundur Steinarsson er einn og óvaldaður en Srdjan Rajkovic ver skalla hans.
35. mín
Gult spjald: Brynjar Örn Guðmundsson (Keflavík)
Brynjar Örn er alltof seinn í tæklingu á Aleksandar Linta og fær gula spjaldið hjá Kristni Jakobssyni.
43. mín
Guðmundur Steinarsson á ágætis skot fyrir utan teig en Srdjan Rajkovic slær boltann til hliðar.
45. mín
Búið er að flauta til leikhlés og Keflvíkingar leiða 2-1. Þónokkuð jafnræði hefur verið með liðunum en Þórsarar munu nú fá vindinn í bakið í síðari hálfleik. Eins og staðan er núna halda bæði þessi lið sér uppi en Þórsarar eru uppi á fleiri skoruðum mörkum en Grindavik.
45. mín
Í hálfleik eru 2. flokkur og 4. flokkur C hjá Keflavik heiðraðir. Annar flokkur Keflvíkinga varð bikarmeistari í vikunni en 4. flokkur C varð Íslandsmeistari á dögunum.
45. mín
Grindvíkingar eru niðri þegar flautað hefur verið til hálfleiks í leikjum fallbaráttunnar. Staðan er markalaus í Vestmannaeyjum en Þórsarar hanga uppi á einu marki sem stendur. Þeir hafa skorað fjórum mörkum meira en Grindavík!
Hálfleikur:
Fram - Víkingur 1-1
ÍBV - Grindavík 0-0
Keflavík - Þór 2-1
Staðan núna:
8. Keflavík 24 stig (-5)
9. Fram 22 stig (-9)
10. Þór 21 stig (-13)
11. Grindavík 21 stig (-13)
Hálfleikur:
Fram - Víkingur 1-1
ÍBV - Grindavík 0-0
Keflavík - Þór 2-1
Staðan núna:
8. Keflavík 24 stig (-5)
9. Fram 22 stig (-9)
10. Þór 21 stig (-13)
11. Grindavík 21 stig (-13)
46. mín
Inn:Sigurbergur Elísson (Keflavík)
Út:Guðmundur Steinarsson (Keflavík)
Síðari hálfleikurinn er hafinn. Sigurbergur Elísson kemur inn á í fremstu víglínu fyrr Guðmund Steinarsson. Guðmundur ógnaði mikið í fyrri hálfleik og líklegt er að hann eigi við meiðsli að stríða.
Gylfi Már Þórðarson:
Maggi Þorsteins er eins og Park hjá United. Skorar í mikilvægu leikjunum #fotbolti
Maggi Þorsteins er eins og Park hjá United. Skorar í mikilvægu leikjunum #fotbolti
53. mín
Ármann Pétur Ævarsson fær fínt skallafæri en hann skallar fyrirgjöf Gísla Páls Helgasonar framhjá.
55. mín
Hellidemba bætist nú ofan á rokið í Keflavik og leikmenn eru ekki öfundsverðir af því að reyna að spila góðan fótbolta í þessu veðri.
57. mín
Jóhann Helgi Hannesson fær dauðafæri á markteig en hann er of lengi að athafna sig og Guðjón Árni Antoníusson nær að tækla fyrir skotið.
65. mín
Rólegt er yfir leiknum þessa stundina. Þórsarar sækja meira með vindinn í bakið en Keflvíkingar eiga einnig sínar skyndisóknir. Eitt mark frá Keflvíkingum í viðbót fellir Þórsara eins og staðan er núna.....
71. mín
Þar sem Framarar eru að vinna Víkinga 2-1 hefur staðan í fallbaráttunni breyst. Þórsarar eru enn að hanga uppi á fleiri mörkum skoruðum en Grindavík en það má lítið út af bregða. Lítur út fyrir að það verði Þór eða Grindavík sem fari niður nema eitthvað mikið breytist.
Staðan núna:
8. Keflavík 24 stig (-5)
9. Fram 24 stig (-8)
10. Þór 21 stig (-13)
11. Grindavík 21 stig (-13)
Staðan núna:
8. Keflavík 24 stig (-5)
9. Fram 24 stig (-8)
10. Þór 21 stig (-13)
11. Grindavík 21 stig (-13)
73. mín
Þórsarar sækja áfram meira og Þorsteinn Ingason fyririði þeirra á skalla framhjá eftir hornspyrnu. Skömmu síðar á Ármann Pétur Ævarsson langskot sem fer beint á Ómar Jóhannsson í markinu.
76. mín
Inn:Magnús Þór Magnússon (f) (Keflavík)
Út:Einar Orri Einarsson (Keflavík)
Einar Orri fer meiddur af velli og inn á kemur Magnús Þór Magnússon.
79. mín
Magnús Sverrir Þorsteinsson fær ágætis færi eftir gott spil en skot hans fer í hliðarnetið.
83. mín
Inn:Dávid Disztl (Þór )
Út:Ármann Pétur Ævarsson (Þór )
Grindvíkingar eru komnir í 2-0 í Eyjum og því þurfa Þórsarar sigur til að bjarga sér. Þeir fara "all in" núna og setja tvo framherja inn á fyrir miðjumenn.
89. mín
Þórsarar eru í mjööög slæmum málum þar sem Grindavík er 2-0 yfir í Vestmannaeyjum! Þvílíkt og annað eins. Þór er á leiðinni niður.
Staðan núna (eftir sirka 89 mín):
Fram - Víkingur 2-1
ÍBV - Grindavík 0-2
Keflavík - Þór 2-1
Staðan núna:
8. Keflavík 24 stig (-5)
9. Fram 24 stig (-8)
10. Grindavík 23 stig (-11)
11. Þór 21 stig (-13)
Staðan núna (eftir sirka 89 mín):
Fram - Víkingur 2-1
ÍBV - Grindavík 0-2
Keflavík - Þór 2-1
Staðan núna:
8. Keflavík 24 stig (-5)
9. Fram 24 stig (-8)
10. Grindavík 23 stig (-11)
11. Þór 21 stig (-13)
90. mín
Þórsarar eru fallnir! Keflvíkingar halda út en þeir standa af sér þunga pressu Þórsarar undir lokin. Lokatölur 2-1 fyrir Keflavík en það þýðir að Þórsarar leika í fyrstu deild á næsta tímabili. Grátlegt fyrir nýliðana sem hafa ekki verið í fallsæti í margar vikur. Þórsarar munu leika í Evrópudeildinni á næsta ári sem og í fyrstu deildinni. Nánari umfjöllun um leikinn kemur á Fótbolta.net innan tíðar.
Byrjunarlið:
Sveinn Elías Jónsson
2. Gísli Páll Helgason
6. Ármann Pétur Ævarsson
('83)
9. Jóhann Helgi Hannesson (f)
11. Atli Sigurjónsson
('83)
15. Janez Vrenko
Varamenn:
10. Sigurður Marinó Kristjánsson
13. Ingi Freyr Hilmarsson
Liðsstjórn:
Ragnar Haukur Hauksson
Gul spjöld:
Aleksandar Linta ('80)
Rauð spjöld: