Stjarnan
0
0
Víkingur R.
12.05.2014 - 19:15
Samsung völlurinn
Pepsi-deild karla 2014
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Áhorfendur: 931
Samsung völlurinn
Pepsi-deild karla 2014
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Áhorfendur: 931
Byrjunarlið:
2. Heiðar Ægisson
('54)
7. Atli Jóhannsson
9. Daníel Laxdal
11. Arnar Már Björgvinsson
('61)
14. Hörður Árnason
17. Ólafur Karl Finsen
('62)
19. Jeppe Hansen
Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
3. Aron Rúnarsson Heiðdal
20. Atli Freyr Ottesen Pálsson
('61)
21. Snorri Páll Blöndal
27. Garðar Jóhannsson
('62)
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Atli Jóhannsson ('91)
Michael Præst ('41)
Rauð spjöld:
Fyrir leik
Heil og sæl og verið velkomin í Garðabæinn þar sem Stjarnan - Víkingur fer fram 19:15. Stjörnumenn hafa með góðri seiglu náð í sex stig úr fyrstu tveimur leikjunum. Víkingar unnu góðan sigur gegn Fram í síðustu umferð og eru með þrjú stig.
Fyrir leik
Garðar Jóhannsson er meðal varamanna hjá Stjörnunni. Er að jafna sig eftir meiðsli sem héldu honum frá fyrstu leikjunum. Veigar Páll Gunnarsson er enn á meiðslalistanum.
Fyrir leik
Ekkert óvænt í byrjunarliðunum í Garðabæ. Sömu lið og í síðustu umferð nánast. Alan Lowing þó kominn aftur inn í Víkingsliðið eftir bann. Pape Mamadou Faye er enn ekki orðinn 100% og byrjar á bekknum hjá Vikes.
Fyrir leik
Aron Elís Þrándarson er að jafna sig af meiðslum og er meðal varamanna Víking. Aron var valinn bæði bestur og efnilegastur í 1. deild á síðasta tímabili en hefur ekki getað leikið hingað til.
Fyrir leik
Haukur vallarþulur er í góðum gír þó hann spái leiðinlegum leik. Hann ætlar að bjóða upp á "Ghostbusters-lagið" sem er tileinkað Ólafi Karl Finsen.
Fyrir leik
Stjarnan:
Ingvar Jónsson
Niclas Vemmelund - Daníel Laxdal - Martin Rauschenberg - Hörður Árnason.
Arnar Már Björgvinsson - Atli Jóhannsson - Michael Præst - Ólafur Karl Finsen
Heiðar Ægisson - Jeppe Hansen.
Ingvar Jónsson
Niclas Vemmelund - Daníel Laxdal - Martin Rauschenberg - Hörður Árnason.
Arnar Már Björgvinsson - Atli Jóhannsson - Michael Præst - Ólafur Karl Finsen
Heiðar Ægisson - Jeppe Hansen.
Fyrir leik
Víkingur R.:
Ingvar Þór Kale
Ómar Friðriksson - Óttar Steinn Magnússon - Alan Lowing - Halldór Smári Sigurðsson
Kristinn J. Magnússon - Igor Taskovic
Dofri Snorrason
Todor Hristov - Agnar Darri Sverrisson
Sveinbjörn Jónasson
Ingvar Þór Kale
Ómar Friðriksson - Óttar Steinn Magnússon - Alan Lowing - Halldór Smári Sigurðsson
Kristinn J. Magnússon - Igor Taskovic
Dofri Snorrason
Todor Hristov - Agnar Darri Sverrisson
Sveinbjörn Jónasson
Fyrir leik
Jæja fáum okkar menn til að spá hér í fréttamannastúkunni:
Þorkell Gunnar, mbl: Jafntefli 1-1.
Kristinn Páll, Vísi: 4-2. Stjarnan.
Þór Símon, Sport.is: 3-1 Stjörnusigur.
Haukur vallarþulur: 2-0.
Þorkell Gunnar, mbl: Jafntefli 1-1.
Kristinn Páll, Vísi: 4-2. Stjarnan.
Þór Símon, Sport.is: 3-1 Stjörnusigur.
Haukur vallarþulur: 2-0.
Fyrir leik
Míkrafónninn á Samsung vellinum bilaði en að sjálfsögðu bjargaði Fótbolti.net málunum og lánaði sinn. Sjá nánar á Instagram.
Fyrir leik
Rosalega er flott veður hérna í Garðabænum og Silfurskeiðin að syngja. Liðin eru komin út á völl. Vilhjálmur Alvar er að fara að flauta stuðið á.
1. mín
Leikurinn er hafinn Víkingar byrjuðu með knöttinn og leika í átt að Hafnarfirðinum.
2. mín
Fyrsta hættulega sóknin í leiknum. Hætta upp við mark Víkinga sem náðu að bægja hættunni frá með naumindum.
6. mín
Dofri Snorrason með skalla að marki. Laus og auðveldur viðureignar fyrir Ingvar Jónsson.
11. mín
Menn voru í miklu veseni með vallarklukkuna svo Siggi dúlla kom af varamannabekknum og reddaði málum. Að sjálfsögðu.
16. mín
Gult spjald: Halldór Smári Sigurðsson (Víkingur R.)
Fyrir brot. Stoppaði efnilega sókn Stjörnunnar.
20. mín
Fyrsta skot Víkinga á markið er frá Búlgaríu. Todor Hristov lét vaða nokkuð fyrir utan teig en boltinn beint á Ingvar.
23. mín
Gult spjald: Óttar Steinn Magnússon (Víkingur R.)
Skólabókardæmi um gult spjald.
26. mín
Jeppe með skalla, laflausan, á markið. Lítil hætta. Ekki hægt að segja að það liggi mark í loftinu hérna.
33. mín
Óvænt hörkufæri sem Ólafur Karl Finsen fékk en Ingvar Kale kom út og lokaði vel. Besta færið til þessa. Ólafur liggur eftir meiddur á vellinum.
38. mín
Ólfur Karl Finsen jafnaði sig á meiðslunum áðan og er á fullri ferð. Jeppe Hansen var að eiga fínt skallafæri en hitti ekki markið. Stjarnan hefur fengið betri færi.
41. mín
Gult spjald: Michael Præst (Stjarnan)
Braut á leikmanni sem var kominn framhjá sér.
44. mín
Halldór Smári Sigurðsson í dauðafæri! Skalli eftir horn en hitti ekki markið. Langbesta færi Víkinga í leiknum.
45. mín
Hálfleikur - Það er eins gott að leikmenn bjóði okkur upp á meiri skemmtun í seinni hálfleiknum! Fólk streymir í hamborgarasöluna en margir vilja meina að hér fáist bestu vallarborgararnir. Leiknisvöllur veitir þó allavega harða samkeppni.
46. mín
Ólafur Karl Finsen mætti aðeins á eftir öðrum út á völl í seinni hálfleik. Ekki er skýring á því.
Björn Már Ólafsson, Stjörnumaður:
Ghostbusters spilað i hálfleik á Samsungvellinum. Viðeigandi því Víkingar munu berjast við falldrauginn #fotbolti
Ghostbusters spilað i hálfleik á Samsungvellinum. Viðeigandi því Víkingar munu berjast við falldrauginn #fotbolti
55. mín
Inn:Pape Mamadou Faye (Víkingur R.)
Út:Sveinbjörn Jónasson (Víkingur R.)
Sóknarmannaskipting.
59. mín
Einhver áhorfandi kastaði flösku í fréttamannastúkuna. Það er það fréttnæmasta hérna þessa stundina.
61. mín
Inn:Atli Freyr Ottesen Pálsson (Stjarnan)
Út:Arnar Már Björgvinsson (Stjarnan)
Hraður strákur að koma inn.
62. mín
Inn:Garðar Jóhannsson (Stjarnan)
Út:Ólafur Karl Finsen (Stjarnan)
Garðar að koma inn í sínum fyrsta leik í sumar og fær gríðarlega góðar móttökur frá Silfurskeiðinni.
64. mín
LÚMSKT SKOT! Jeppe Hansen með frekar laust en lúmskt skot fyrir utan teig, var alveg út við stöng en Kale náði að verja í horn. Ekkert kom úr horninu.
73. mín
Inn:Aron Elís Þrándarson (Víkingur R.)
Út:Agnar Darri Sverrisson (Víkingur R.)
Aron fær lófaklapp. Stiginn upp úr meiðslum og er að spila sinn fyrsta leik fyrir Víking á tímabilinu.
80. mín
Pape í hörkufæri en ég held að hann hafi ekki áttað sig á stöðunni, boltinn barst óvænt til hans í teignum! Reyndi að senda boltann en sendingin slök.
86. mín
Það virðist af sem áður var að allir leikir á Samsung vellinum væru taumlaus skemmtun. Þessi hefur verið hroðbjóðslega leiðinlegur.
Byrjunarlið:
4. Igor Taskovic
11. Dofri Snorrason
12. Halldór Smári Sigurðsson
29. Agnar Darri Sverrisson
('73)
Varamenn:
20. Pape Mamadou Faye
('55)
21. Aron Elís Þrándarson
('73)
21. Arnþór Ingi Kristinsson
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Aron Elís Þrándarson ('85)
Óttar Steinn Magnússon ('23)
Halldór Smári Sigurðsson ('16)
Rauð spjöld: